Björgólfur Thor gæti aftur orðið ríkasti maður landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2010 18:50 Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. Framtíðaráætlanir um vöxt Actavis samstæðunnar ganga út á að EBITDA, þ.e tekjur samstæðunnar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði 650 milljónir evra á ársgrundvelli innan fimm ára. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slíkt tekjumódel verið unnið hjá samstæðunni, en það byggir m.a á væntingum um nokkur samheitalyf sem sett verða á markað hjá fyrirtækinu á næstu árum, t.d mun fyrirtækiðsetja á markað tvö ný samheitalyf í Bandaríkjunum sem miklar væntingar eru bundnar við. Þá er fyrirtækið með 400 verkefni á dagskránni, en það eru lyf í þróun. Ekkert samheitalyfjafyrirtæki í heiminum er með jafn mörg þróunarverkefni, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. Eins og fréttastofa greindi frá á miðvikudag er salan á Actavis þungamiðjan að samkomulagi sem Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefur gert við innlenda og erlendra lánardrottna sína. Í nýlegum fyrirtækjakaupum í lyfjageiranum hefur margföldunarstuðullinn fjórtán sinnum EBITDA verið notaður sem mælikvarði til að finna út verð. Ef áætlanir um rekstur Actavis ganga eftir verður það því níu milljarða evra virði innan fimm ára, ef áætlanir um 650 milljóna evra EBITDA ganga eftir. Samkvæmt samkomulaginu sem Björgólfur Thor gerði mun söluverðmæti umfram fimm milljarða evra skiptast þannig að Deutsche Bank fær 70 prósent og Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis þrjátíu, af þessum 30 prósentum er Björgólfur Thor með langstærstan hluta upphæðarinnar, eða 80 prósent. Ef þetta gengur eftir þá gengur hann frá borði með 144 milljarða króna, miðaða við gengi evru núna, eða sem langríkasti maður landsins. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. Framtíðaráætlanir um vöxt Actavis samstæðunnar ganga út á að EBITDA, þ.e tekjur samstæðunnar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði 650 milljónir evra á ársgrundvelli innan fimm ára. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slíkt tekjumódel verið unnið hjá samstæðunni, en það byggir m.a á væntingum um nokkur samheitalyf sem sett verða á markað hjá fyrirtækinu á næstu árum, t.d mun fyrirtækiðsetja á markað tvö ný samheitalyf í Bandaríkjunum sem miklar væntingar eru bundnar við. Þá er fyrirtækið með 400 verkefni á dagskránni, en það eru lyf í þróun. Ekkert samheitalyfjafyrirtæki í heiminum er með jafn mörg þróunarverkefni, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. Eins og fréttastofa greindi frá á miðvikudag er salan á Actavis þungamiðjan að samkomulagi sem Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefur gert við innlenda og erlendra lánardrottna sína. Í nýlegum fyrirtækjakaupum í lyfjageiranum hefur margföldunarstuðullinn fjórtán sinnum EBITDA verið notaður sem mælikvarði til að finna út verð. Ef áætlanir um rekstur Actavis ganga eftir verður það því níu milljarða evra virði innan fimm ára, ef áætlanir um 650 milljóna evra EBITDA ganga eftir. Samkvæmt samkomulaginu sem Björgólfur Thor gerði mun söluverðmæti umfram fimm milljarða evra skiptast þannig að Deutsche Bank fær 70 prósent og Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis þrjátíu, af þessum 30 prósentum er Björgólfur Thor með langstærstan hluta upphæðarinnar, eða 80 prósent. Ef þetta gengur eftir þá gengur hann frá borði með 144 milljarða króna, miðaða við gengi evru núna, eða sem langríkasti maður landsins.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira