Björgólfur Thor gæti aftur orðið ríkasti maður landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2010 18:50 Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. Framtíðaráætlanir um vöxt Actavis samstæðunnar ganga út á að EBITDA, þ.e tekjur samstæðunnar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði 650 milljónir evra á ársgrundvelli innan fimm ára. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slíkt tekjumódel verið unnið hjá samstæðunni, en það byggir m.a á væntingum um nokkur samheitalyf sem sett verða á markað hjá fyrirtækinu á næstu árum, t.d mun fyrirtækiðsetja á markað tvö ný samheitalyf í Bandaríkjunum sem miklar væntingar eru bundnar við. Þá er fyrirtækið með 400 verkefni á dagskránni, en það eru lyf í þróun. Ekkert samheitalyfjafyrirtæki í heiminum er með jafn mörg þróunarverkefni, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. Eins og fréttastofa greindi frá á miðvikudag er salan á Actavis þungamiðjan að samkomulagi sem Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefur gert við innlenda og erlendra lánardrottna sína. Í nýlegum fyrirtækjakaupum í lyfjageiranum hefur margföldunarstuðullinn fjórtán sinnum EBITDA verið notaður sem mælikvarði til að finna út verð. Ef áætlanir um rekstur Actavis ganga eftir verður það því níu milljarða evra virði innan fimm ára, ef áætlanir um 650 milljóna evra EBITDA ganga eftir. Samkvæmt samkomulaginu sem Björgólfur Thor gerði mun söluverðmæti umfram fimm milljarða evra skiptast þannig að Deutsche Bank fær 70 prósent og Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis þrjátíu, af þessum 30 prósentum er Björgólfur Thor með langstærstan hluta upphæðarinnar, eða 80 prósent. Ef þetta gengur eftir þá gengur hann frá borði með 144 milljarða króna, miðaða við gengi evru núna, eða sem langríkasti maður landsins. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. Framtíðaráætlanir um vöxt Actavis samstæðunnar ganga út á að EBITDA, þ.e tekjur samstæðunnar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði 650 milljónir evra á ársgrundvelli innan fimm ára. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slíkt tekjumódel verið unnið hjá samstæðunni, en það byggir m.a á væntingum um nokkur samheitalyf sem sett verða á markað hjá fyrirtækinu á næstu árum, t.d mun fyrirtækiðsetja á markað tvö ný samheitalyf í Bandaríkjunum sem miklar væntingar eru bundnar við. Þá er fyrirtækið með 400 verkefni á dagskránni, en það eru lyf í þróun. Ekkert samheitalyfjafyrirtæki í heiminum er með jafn mörg þróunarverkefni, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. Eins og fréttastofa greindi frá á miðvikudag er salan á Actavis þungamiðjan að samkomulagi sem Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefur gert við innlenda og erlendra lánardrottna sína. Í nýlegum fyrirtækjakaupum í lyfjageiranum hefur margföldunarstuðullinn fjórtán sinnum EBITDA verið notaður sem mælikvarði til að finna út verð. Ef áætlanir um rekstur Actavis ganga eftir verður það því níu milljarða evra virði innan fimm ára, ef áætlanir um 650 milljóna evra EBITDA ganga eftir. Samkvæmt samkomulaginu sem Björgólfur Thor gerði mun söluverðmæti umfram fimm milljarða evra skiptast þannig að Deutsche Bank fær 70 prósent og Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis þrjátíu, af þessum 30 prósentum er Björgólfur Thor með langstærstan hluta upphæðarinnar, eða 80 prósent. Ef þetta gengur eftir þá gengur hann frá borði með 144 milljarða króna, miðaða við gengi evru núna, eða sem langríkasti maður landsins.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira