Björgólfur Thor gæti aftur orðið ríkasti maður landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. september 2010 18:50 Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. Framtíðaráætlanir um vöxt Actavis samstæðunnar ganga út á að EBITDA, þ.e tekjur samstæðunnar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði 650 milljónir evra á ársgrundvelli innan fimm ára. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slíkt tekjumódel verið unnið hjá samstæðunni, en það byggir m.a á væntingum um nokkur samheitalyf sem sett verða á markað hjá fyrirtækinu á næstu árum, t.d mun fyrirtækiðsetja á markað tvö ný samheitalyf í Bandaríkjunum sem miklar væntingar eru bundnar við. Þá er fyrirtækið með 400 verkefni á dagskránni, en það eru lyf í þróun. Ekkert samheitalyfjafyrirtæki í heiminum er með jafn mörg þróunarverkefni, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. Eins og fréttastofa greindi frá á miðvikudag er salan á Actavis þungamiðjan að samkomulagi sem Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefur gert við innlenda og erlendra lánardrottna sína. Í nýlegum fyrirtækjakaupum í lyfjageiranum hefur margföldunarstuðullinn fjórtán sinnum EBITDA verið notaður sem mælikvarði til að finna út verð. Ef áætlanir um rekstur Actavis ganga eftir verður það því níu milljarða evra virði innan fimm ára, ef áætlanir um 650 milljóna evra EBITDA ganga eftir. Samkvæmt samkomulaginu sem Björgólfur Thor gerði mun söluverðmæti umfram fimm milljarða evra skiptast þannig að Deutsche Bank fær 70 prósent og Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis þrjátíu, af þessum 30 prósentum er Björgólfur Thor með langstærstan hluta upphæðarinnar, eða 80 prósent. Ef þetta gengur eftir þá gengur hann frá borði með 144 milljarða króna, miðaða við gengi evru núna, eða sem langríkasti maður landsins. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson gæti, sem einn ríkasti maður landsins, gengið frá samkomulagi við lánardrottna sína með tugi milljarða króna í vasanum ef áætlanir um vöxt Actavis ganga eftir. Framtíðaráætlanir um vöxt Actavis samstæðunnar ganga út á að EBITDA, þ.e tekjur samstæðunnar fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, verði 650 milljónir evra á ársgrundvelli innan fimm ára. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slíkt tekjumódel verið unnið hjá samstæðunni, en það byggir m.a á væntingum um nokkur samheitalyf sem sett verða á markað hjá fyrirtækinu á næstu árum, t.d mun fyrirtækiðsetja á markað tvö ný samheitalyf í Bandaríkjunum sem miklar væntingar eru bundnar við. Þá er fyrirtækið með 400 verkefni á dagskránni, en það eru lyf í þróun. Ekkert samheitalyfjafyrirtæki í heiminum er með jafn mörg þróunarverkefni, samkvæmt upplýsingum frá Actavis. Eins og fréttastofa greindi frá á miðvikudag er salan á Actavis þungamiðjan að samkomulagi sem Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefur gert við innlenda og erlendra lánardrottna sína. Í nýlegum fyrirtækjakaupum í lyfjageiranum hefur margföldunarstuðullinn fjórtán sinnum EBITDA verið notaður sem mælikvarði til að finna út verð. Ef áætlanir um rekstur Actavis ganga eftir verður það því níu milljarða evra virði innan fimm ára, ef áætlanir um 650 milljóna evra EBITDA ganga eftir. Samkvæmt samkomulaginu sem Björgólfur Thor gerði mun söluverðmæti umfram fimm milljarða evra skiptast þannig að Deutsche Bank fær 70 prósent og Björgólfur Thor og lykilstjórnendur Actavis þrjátíu, af þessum 30 prósentum er Björgólfur Thor með langstærstan hluta upphæðarinnar, eða 80 prósent. Ef þetta gengur eftir þá gengur hann frá borði með 144 milljarða króna, miðaða við gengi evru núna, eða sem langríkasti maður landsins.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira