Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum 4. apríl 2007 14:12 Björgólfur Thor Björgólfsson. Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira