Fleiri fréttir Við eigum eftir að landa þeim stóra Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum. 15.11.2006 07:45 Árvakur tapaði í þriðja skipti á fimm árum Hálfs milljarðs breyting til hins verra á rekstri útgáfufélags Morgunblaðsins frá 2004 til 2005. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna. 15.11.2006 07:30 Óvíst með afslátt af Sterling Þrátt fyrir að mikill bati hafi orðið á rekstri Sterlings, norræna lággjaldaflugfélagsins, frá árinu 2005 gæti FL Group fengið afslátt af Sterling þar sem kaupverðið, 1,5 milljarðar danskra króna, er háð afkomu ársins 2006. „Þetta skýrist um leið og niðurstaða ársins liggur fyrir. Því kemur ekkert í ljós fyrr en í mars árið 2007, hvernig það mál endar,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL. 15.11.2006 07:15 Stærsta raftækjaverslunin opnar um helgina Stærsta raftækjaverslun landsins opnar í nýju verslunarhúsnæði við Kauptún 1 í Garðabæ klukkan ellefu árdegis núna á laugardaginn. Verslunin ber heitið MAX og lofa forsvarsmenn hennar miklu vöruúrvali og lágmarksverði sem ýta muni undir samkeppni á markaðnum. Á sama stað er ný verslun IKEA. 15.11.2006 07:00 Nýr Trölli? Eins og greint er frá hér að framan völdu Samtök stjórnenda í Danmörku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins. 15.11.2006 07:00 TM selur nýtt hlutafé Forgangsréttarútboði Trygginga-miðstöðvarinnar (TM) lauk á mánudag en rúmlega 134,6 milljón hlutir seldust fyrir rúman 5,1 milljarð króna. 15.11.2006 06:45 Umtalsverð veiking krónu Krónan hefur veikst hátt á fjórða prósent undanfarna tvo daga. Hún veiktist um 1,9 prósent í fyrradag vegna óróa í kjölfar ítrekunar matsfyrirtækisins Fitch á að enn séu neikvæðar horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs, þótt lánshæfiseinkunnir ríkisins hafi verið staðfestar. Veikingin gekk örlítið til baka í gærmorgun en tók svo snarpa dýfu aftur og hafði um þrjú leytið í gærdag veikst um rúm tvö prósent. 15.11.2006 06:15 Merrill Lynch gerir upp á milli bankanna Merrill Lynch segir Landsbankann núna eftirlætisbanka sinn á Íslandi í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu. 15.11.2006 06:00 Vatnsvirkinn kaupir Vatn og hita Reksturinn verður sameinaður undir heiti Vatnsvirkjans. Kaupverð er trúnaðarmál. 15.11.2006 06:00 FL Group stærri í Finnair Áfram heldur hlutur Íslendinga í Finnair Oy að aukast en FL Group jók hlut sinn um rúmt prósentustig á þriðja ársfjórðungi og átti í lok september tólf prósent hlutafjár. 15.11.2006 06:00 Vinnslustöðin úr tapi í hagnað Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nam 87 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 480 milljónum króna. Þetta jafngildir 82 prósenta samdætti á milli ára. 15.11.2006 06:00 EasyJet í skýjunum EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er á miklu flugi þessa dagana. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað nær samfellt frá því í vor, um svipað leyti og FL Group losaði um sautján prósenta hlut sinn. 15.11.2006 06:00 Eins og kandís hjá tannlækni Stoðtækjafyrirtækið Össur hélt kynningu á verðlaunuðum rafeindastýrðum gervifæti í lok síðustu viku. 15.11.2006 06:00 Gera dómssátt Fjármálaeftirlitið hefur gert dómssátt í máli sem það höfðaði til ógildingar á úrskurði Kærunefndar. Varðaði það mál niðurstöðu Kærunefndar um að útgefanda bæri ekki að tilkynna viðskipti með eigin bréf til birtingar í Kauphöll eins og kveður á um í lögum um verðbréfaviðskipti. 15.11.2006 06:00 Ástlaust hjónaband Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. 15.11.2006 06:00 Rafeindastýrður gervifótur Össurar fær bandarísk verðlaun Stoðtækjafyrirtækið Össur hlaut á föstudag verðlaun frá bandarísku vísindatímariti fyrir gervifót með gervigreind. Fóturinn, sem hefur verið í þróun í rúmt eitt og hálft ár, er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. 15.11.2006 00:01 Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch. 14.11.2006 11:04 Byssur FL Group fullhlaðnar Hannes Smárason, forstjóri FL Group, telur að með því að nýta alla þá kosti sem FL standi til boða geti félagið ráðist í ný verkefni fyrir 120 milljarða króna, jafnvel allt að 150 milljarða. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur aldrei verið meiri eftir sölu á hlut þess í Icelandair Group á dögunum. 14.11.2006 06:45 Krónan veiktist fyrir símafund Krónan veiktist í gær um 1,9 prósent þegar hún fór upp fyrir gengisvísitöluna 120 og endaði í 121,8. Bæði greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans benda á að veikinguna megi rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch fyrir helgina þar sem lánshæfishorfur ríkisins voru áfram sagðar neikvæðar. 14.11.2006 06:15 Útboð Kaupþings hafið Kaupþing hefur hafið sölu nýrra hlutabréfa, sem verður beint til erlendra fjárfesta, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunn bankans og styðja við frekari útrás. Samsvarar útgáfan um tíu prósenta aukningu hlutafjár. 14.11.2006 06:00 Markaðssettir erlendis Erlend alþjóðafyrirtæki vilja ekkert frekar en að geta borgað á einum stað í lífeyrissjóðakerfi sem hentar öllum starfsmönnum sínum. Þarna er tækifæri fyrir íslenska sjóði, sem eru með þróað kerfi sem hentar vel breyttum aðstæðum á alþjóðlegum lífeyrismarkaði, en þær stafa af því að fólk lifir lengur og fer fyrr á eftirlaun. Þetta sagði Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor við Háskóla Íslands. 14.11.2006 02:00 Pfaff-Borgarljós verður Pfaff Fyrirtækið Pfaff-Borgarljós hefur skipt um nafn og mun frá deginum í dag starfa undir nafninu Pfaff. Pfaff var stofnað árið 1929 og er eitt af elstu fyrirtækjum landsins og hefur nú tekið upp sig upprunalega nafn. Pfaff tekur jafnframt upp nýtt merki og slagorðið „heimili gæðanna“. 13.11.2006 18:31 Gengi krónunnar lækkaði Gengi krónunnar veiktist um 2 prósent í dag og stóð vísitalan í 121,8 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings segir að svo virðist sem nokkur taugatitringur hafi verið til staðar á markaðnum í dag sem gæti verið hægt að rekja til áréttingu Fitch á lánshæfismati Íslands með neikvæðum horfum sem birt var fyrir helgi. 13.11.2006 17:31 IEA spáir hærra olíuverði International Energy Agency (IEA), alþjóðleg ráðgjafarstofnun í orkumálum, spáir hærra olíuverði á næsta ári. Þetta kemur í kjölfar þess að OPEC hefur tilkynnt að samtökin ráðgeri að draga frekar úr framleiðslu á næstunni. 13.11.2006 17:13 Hagnaður FL Group 11 milljarðar króna FL Group skilaði rétt tæpum 11 milljörðum króna í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tæpa 6,6 milljarða krónur í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,25 milljörðum krónum miðað við rúma 4,6 milljarða krónur í fyrra. 13.11.2006 10:26 Hlutafjáraukning hafin í Kaupþingi Útboð er hafið á nýjum hlutum í Kaupþingi til alþjóðlegra stofnfjárfesta. Hlutirnir jafngilda 10 prósentum af þegar útgefnu hlutafé í bankanum. 13.11.2006 09:40 Avion verður óskabarnið Stjórn Avion Group leggur það til fyrir hluthafafund félagsins að nafni þess verði breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands sem rekur sögu sína aftur til upphafs fyrri heimsstyrjaldar. 11.11.2006 10:40 Verðbólga nánast óbreytt 11.11.2006 10:40 Össur verðlaunað fyrir gervifót 11.11.2006 10:00 Heildarútlán Íbúðalánsjóðs jukust um 82 prósent Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í október sem er 82 prósenta aukning á milli mánaða. Aukningin skýrist að hluta til vegna umtalsverðra aukningu í leiguíbúðalánum sem námu 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu um 4,0 milljörðum króna í október sem er tæplega 23 prósenta aukning frá fyrramánuði. 10.11.2006 17:04 Íbúðalán banka jukust um 20 prósent Íbúðalán bankastofnana námu 3,8 milljörðum króna í síðasta mánuði en þetta er 20 prósenta aukning á milli mánaða. Útlánaaukningin helst í hendur við aukna veltu á fasteignamarkaði í október en alls voru 388 íbúðalán veitt í mánuðinum og var meðallánsupphæð 9,8 milljónir króna. 10.11.2006 16:43 Hagnaður Vinnslustöðvarinnar minnkar um 82 prósent Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 82 prósent á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 87 milljónum króna en nam 480 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. 10.11.2006 16:35 Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. 10.11.2006 15:33 Fjármálastjóri Avion Group lætur af störfum Steingrímur Pétursson, fjármálastjóri Avion Group, hefur ákveðið að láta af starfi sínu og hefur hann samið um starfslok sín hjá félaginu. Steingrimur hefur verið fjármálastjóri Avion Group frá því að félagið keypti Eimskip í júní í fyrra, en áður hafði hann starfað hjá Eimskip frá árinu 2004. 10.11.2006 12:41 Framkvæmdastjóraskipti hjá Icelandic Group Icelandic Group og Dr. Norbert Engberg framkvæmdastjóri dótturfélaganna Pickenpack H&H og Pickenpack Gelmer SAS, hafa gert með sér samkomulag um að Dr. Engberg láti af störfum. Við starfi hans taka Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Wolfgang Kohls framkvæmdastjóri Pickenpack H&H. 10.11.2006 12:36 Sparisjóðir Keflavíkur og Ólafsvíkur sameinast Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí 2006. Fréttablaðið greindi frá þessu í blaðinu í dag þar sem segir að stefnt sé að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. 10.11.2006 10:17 Peningaskápurinn ... Kaup Danske Bank á bankahluta Sampo-fjármálasamsteypunnar eru liður í því að styrkja samkeppnisstöðu danska bankans gagnvart Nordea, stærsta banka Norðurlanda en báðir bankarnir vilja stækka í gegnum Eystrasaltsríkin og Rússland. 10.11.2006 00:01 Hagnaður Actavis 715 milljónir króna Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis dróst nokkuð saman á þriðja fjórðungi ársins samanborið við síðast ár. Helsta ástæðan er kostnaður vegna yfirtökuferlis í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Hagnaður Actavis nam 8,2 milljónum evra eða tæpar 715 milljónir króna samanborið við 23,3 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna. 9.11.2006 21:33 Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Matsfyrirtækið segir Ísland þurfa að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar. Það hafi verið gert á Nýja-Sjálandi, sem hefur álíka lánshæfismat, að sögn Fitch Ratings. 9.11.2006 15:46 Eimskip kaupir fyrirtæki á Nýfundnalandi Eimskip hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc (HGCS) á Nýfundnalandi. Harbour Grace sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundalandi. Eimskip hefur átt fjórðungshlut í Harbour Grace Inc frá árinu 2000. 9.11.2006 15:11 Breytingar boðaðar í House of Fraser Breskir fjölmiðlar hafa í dag vitnað til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sem segir að breskar verslanir séu leiðinlegar og þreytandi og bjóði margar hverjar upp á sama vöruúrval. Baugur Group og aðrir fjárfestar luku við kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser í gær. Jón sagði verslanakeðjuna ætla að hætta sölu nokkurra þekktra vörutegunda, hefja sölu á nýjum merkjum og „krydda“ vöruúrvalið. 9.11.2006 13:34 Aukið tap hjá DeCode DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 23,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1,6 milljörðum króna, á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljónir dala tap eða tæplega 778 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Tap móðurfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 62,2 milljónum dala eða 4,2 milljörðum króna sem er 1,4 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam tapið 2,8 milljörðum. 9.11.2006 09:43 Peningaskápurinn ... Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003. 9.11.2006 00:01 Minni samdráttur á fasteignamarkaði Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega. 8.11.2006 11:07 Minni hagnaður hjá TM Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði tæplega 1,1 milljarði króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins samanborið við rúmlega 2,5 milljarða króna hagnað í fyrra. Hagnaður tryggingafélagsins nam 464 milljónum krónum á fyrstu níu mánuðum ársins sem er um 5 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. 8.11.2006 10:08 Sjá næstu 50 fréttir
Við eigum eftir að landa þeim stóra Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum. 15.11.2006 07:45
Árvakur tapaði í þriðja skipti á fimm árum Hálfs milljarðs breyting til hins verra á rekstri útgáfufélags Morgunblaðsins frá 2004 til 2005. Rekstrartap fyrir afskriftir (EBITDA) nam 66 milljónum króna. 15.11.2006 07:30
Óvíst með afslátt af Sterling Þrátt fyrir að mikill bati hafi orðið á rekstri Sterlings, norræna lággjaldaflugfélagsins, frá árinu 2005 gæti FL Group fengið afslátt af Sterling þar sem kaupverðið, 1,5 milljarðar danskra króna, er háð afkomu ársins 2006. „Þetta skýrist um leið og niðurstaða ársins liggur fyrir. Því kemur ekkert í ljós fyrr en í mars árið 2007, hvernig það mál endar,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL. 15.11.2006 07:15
Stærsta raftækjaverslunin opnar um helgina Stærsta raftækjaverslun landsins opnar í nýju verslunarhúsnæði við Kauptún 1 í Garðabæ klukkan ellefu árdegis núna á laugardaginn. Verslunin ber heitið MAX og lofa forsvarsmenn hennar miklu vöruúrvali og lágmarksverði sem ýta muni undir samkeppni á markaðnum. Á sama stað er ný verslun IKEA. 15.11.2006 07:00
Nýr Trölli? Eins og greint er frá hér að framan völdu Samtök stjórnenda í Danmörku Jørgen Vig Knudstorp, forstjóra danska leikfangaframleiðandans Lego, sem forstjóra ársins. 15.11.2006 07:00
TM selur nýtt hlutafé Forgangsréttarútboði Trygginga-miðstöðvarinnar (TM) lauk á mánudag en rúmlega 134,6 milljón hlutir seldust fyrir rúman 5,1 milljarð króna. 15.11.2006 06:45
Umtalsverð veiking krónu Krónan hefur veikst hátt á fjórða prósent undanfarna tvo daga. Hún veiktist um 1,9 prósent í fyrradag vegna óróa í kjölfar ítrekunar matsfyrirtækisins Fitch á að enn séu neikvæðar horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs, þótt lánshæfiseinkunnir ríkisins hafi verið staðfestar. Veikingin gekk örlítið til baka í gærmorgun en tók svo snarpa dýfu aftur og hafði um þrjú leytið í gærdag veikst um rúm tvö prósent. 15.11.2006 06:15
Merrill Lynch gerir upp á milli bankanna Merrill Lynch segir Landsbankann núna eftirlætisbanka sinn á Íslandi í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu. 15.11.2006 06:00
Vatnsvirkinn kaupir Vatn og hita Reksturinn verður sameinaður undir heiti Vatnsvirkjans. Kaupverð er trúnaðarmál. 15.11.2006 06:00
FL Group stærri í Finnair Áfram heldur hlutur Íslendinga í Finnair Oy að aukast en FL Group jók hlut sinn um rúmt prósentustig á þriðja ársfjórðungi og átti í lok september tólf prósent hlutafjár. 15.11.2006 06:00
Vinnslustöðin úr tapi í hagnað Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nam 87 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 480 milljónum króna. Þetta jafngildir 82 prósenta samdætti á milli ára. 15.11.2006 06:00
EasyJet í skýjunum EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, er á miklu flugi þessa dagana. Gengi hlutabréfa félagsins hefur hækkað nær samfellt frá því í vor, um svipað leyti og FL Group losaði um sautján prósenta hlut sinn. 15.11.2006 06:00
Eins og kandís hjá tannlækni Stoðtækjafyrirtækið Össur hélt kynningu á verðlaunuðum rafeindastýrðum gervifæti í lok síðustu viku. 15.11.2006 06:00
Gera dómssátt Fjármálaeftirlitið hefur gert dómssátt í máli sem það höfðaði til ógildingar á úrskurði Kærunefndar. Varðaði það mál niðurstöðu Kærunefndar um að útgefanda bæri ekki að tilkynna viðskipti með eigin bréf til birtingar í Kauphöll eins og kveður á um í lögum um verðbréfaviðskipti. 15.11.2006 06:00
Ástlaust hjónaband Ástlaus hjónabönd geta lafað af ýmsum ástæðum. Stundum eru það börnin, stundum hagsmunir og stundum eitthvert bölvað sinnuleysi sem lætur það litla lafa. 15.11.2006 06:00
Rafeindastýrður gervifótur Össurar fær bandarísk verðlaun Stoðtækjafyrirtækið Össur hlaut á föstudag verðlaun frá bandarísku vísindatímariti fyrir gervifót með gervigreind. Fóturinn, sem hefur verið í þróun í rúmt eitt og hálft ár, er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. 15.11.2006 00:01
Óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch. 14.11.2006 11:04
Byssur FL Group fullhlaðnar Hannes Smárason, forstjóri FL Group, telur að með því að nýta alla þá kosti sem FL standi til boða geti félagið ráðist í ný verkefni fyrir 120 milljarða króna, jafnvel allt að 150 milljarða. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur aldrei verið meiri eftir sölu á hlut þess í Icelandair Group á dögunum. 14.11.2006 06:45
Krónan veiktist fyrir símafund Krónan veiktist í gær um 1,9 prósent þegar hún fór upp fyrir gengisvísitöluna 120 og endaði í 121,8. Bæði greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans benda á að veikinguna megi rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch fyrir helgina þar sem lánshæfishorfur ríkisins voru áfram sagðar neikvæðar. 14.11.2006 06:15
Útboð Kaupþings hafið Kaupþing hefur hafið sölu nýrra hlutabréfa, sem verður beint til erlendra fjárfesta, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunn bankans og styðja við frekari útrás. Samsvarar útgáfan um tíu prósenta aukningu hlutafjár. 14.11.2006 06:00
Markaðssettir erlendis Erlend alþjóðafyrirtæki vilja ekkert frekar en að geta borgað á einum stað í lífeyrissjóðakerfi sem hentar öllum starfsmönnum sínum. Þarna er tækifæri fyrir íslenska sjóði, sem eru með þróað kerfi sem hentar vel breyttum aðstæðum á alþjóðlegum lífeyrismarkaði, en þær stafa af því að fólk lifir lengur og fer fyrr á eftirlaun. Þetta sagði Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor við Háskóla Íslands. 14.11.2006 02:00
Pfaff-Borgarljós verður Pfaff Fyrirtækið Pfaff-Borgarljós hefur skipt um nafn og mun frá deginum í dag starfa undir nafninu Pfaff. Pfaff var stofnað árið 1929 og er eitt af elstu fyrirtækjum landsins og hefur nú tekið upp sig upprunalega nafn. Pfaff tekur jafnframt upp nýtt merki og slagorðið „heimili gæðanna“. 13.11.2006 18:31
Gengi krónunnar lækkaði Gengi krónunnar veiktist um 2 prósent í dag og stóð vísitalan í 121,8 stigum við lokun markaða. Greiningardeild Kaupþings segir að svo virðist sem nokkur taugatitringur hafi verið til staðar á markaðnum í dag sem gæti verið hægt að rekja til áréttingu Fitch á lánshæfismati Íslands með neikvæðum horfum sem birt var fyrir helgi. 13.11.2006 17:31
IEA spáir hærra olíuverði International Energy Agency (IEA), alþjóðleg ráðgjafarstofnun í orkumálum, spáir hærra olíuverði á næsta ári. Þetta kemur í kjölfar þess að OPEC hefur tilkynnt að samtökin ráðgeri að draga frekar úr framleiðslu á næstunni. 13.11.2006 17:13
Hagnaður FL Group 11 milljarðar króna FL Group skilaði rétt tæpum 11 milljörðum króna í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tæpa 6,6 milljarða krónur í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 5,25 milljörðum krónum miðað við rúma 4,6 milljarða krónur í fyrra. 13.11.2006 10:26
Hlutafjáraukning hafin í Kaupþingi Útboð er hafið á nýjum hlutum í Kaupþingi til alþjóðlegra stofnfjárfesta. Hlutirnir jafngilda 10 prósentum af þegar útgefnu hlutafé í bankanum. 13.11.2006 09:40
Avion verður óskabarnið Stjórn Avion Group leggur það til fyrir hluthafafund félagsins að nafni þess verði breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands sem rekur sögu sína aftur til upphafs fyrri heimsstyrjaldar. 11.11.2006 10:40
Heildarútlán Íbúðalánsjóðs jukust um 82 prósent Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í október sem er 82 prósenta aukning á milli mánaða. Aukningin skýrist að hluta til vegna umtalsverðra aukningu í leiguíbúðalánum sem námu 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu um 4,0 milljörðum króna í október sem er tæplega 23 prósenta aukning frá fyrramánuði. 10.11.2006 17:04
Íbúðalán banka jukust um 20 prósent Íbúðalán bankastofnana námu 3,8 milljörðum króna í síðasta mánuði en þetta er 20 prósenta aukning á milli mánaða. Útlánaaukningin helst í hendur við aukna veltu á fasteignamarkaði í október en alls voru 388 íbúðalán veitt í mánuðinum og var meðallánsupphæð 9,8 milljónir króna. 10.11.2006 16:43
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar minnkar um 82 prósent Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dróst saman um 82 prósent á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 87 milljónum króna en nam 480 milljónum króna á sama tíma fyrir ári. 10.11.2006 16:35
Eimskip rekur stærstu kæligeymslu í Kína Eimskip og Qingdao Port Group hafa undirritað viljayfirlýsingu um rekstur á stærstu kæligeymslu í Kína, sem verður á Qingdao-höfninni, þriðju stærstu gámaflutningahöfn í Kína. Samkvæmt viljayfirlýsingunni munu aðilarnir tveir í sameiningu byggja upp nútímalega kæligeymslu eftir evrópskum stöðlum. 10.11.2006 15:33
Fjármálastjóri Avion Group lætur af störfum Steingrímur Pétursson, fjármálastjóri Avion Group, hefur ákveðið að láta af starfi sínu og hefur hann samið um starfslok sín hjá félaginu. Steingrimur hefur verið fjármálastjóri Avion Group frá því að félagið keypti Eimskip í júní í fyrra, en áður hafði hann starfað hjá Eimskip frá árinu 2004. 10.11.2006 12:41
Framkvæmdastjóraskipti hjá Icelandic Group Icelandic Group og Dr. Norbert Engberg framkvæmdastjóri dótturfélaganna Pickenpack H&H og Pickenpack Gelmer SAS, hafa gert með sér samkomulag um að Dr. Engberg láti af störfum. Við starfi hans taka Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Wolfgang Kohls framkvæmdastjóri Pickenpack H&H. 10.11.2006 12:36
Sparisjóðir Keflavíkur og Ólafsvíkur sameinast Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí 2006. Fréttablaðið greindi frá þessu í blaðinu í dag þar sem segir að stefnt sé að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. 10.11.2006 10:17
Peningaskápurinn ... Kaup Danske Bank á bankahluta Sampo-fjármálasamsteypunnar eru liður í því að styrkja samkeppnisstöðu danska bankans gagnvart Nordea, stærsta banka Norðurlanda en báðir bankarnir vilja stækka í gegnum Eystrasaltsríkin og Rússland. 10.11.2006 00:01
Hagnaður Actavis 715 milljónir króna Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis dróst nokkuð saman á þriðja fjórðungi ársins samanborið við síðast ár. Helsta ástæðan er kostnaður vegna yfirtökuferlis í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Hagnaður Actavis nam 8,2 milljónum evra eða tæpar 715 milljónir króna samanborið við 23,3 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna. 9.11.2006 21:33
Fitch staðfestir lánshæfismat ríkissjóðs Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði staðfest lánshæfismat ríkissjóðs Íslands. Lánshæfiseinkunn fyrir erlendar langtímaskuldbindingar er AA- (AA mínus) og fyrir innlendar skuldbindingar AAA og horfur fyrir matið eru neikvæðar. Matsfyrirtækið segir Ísland þurfa að sýna fram á það geti tekist á við hagsveiflur þegar skuldir aukast enn frekar. Það hafi verið gert á Nýja-Sjálandi, sem hefur álíka lánshæfismat, að sögn Fitch Ratings. 9.11.2006 15:46
Eimskip kaupir fyrirtæki á Nýfundnalandi Eimskip hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu Harbour Grace CS Inc (HGCS) á Nýfundnalandi. Harbour Grace sér um frystigeymslu- og losunarþjónustu við togara í bænum Harbour Grace við Conception Bay á Nýfundalandi. Eimskip hefur átt fjórðungshlut í Harbour Grace Inc frá árinu 2000. 9.11.2006 15:11
Breytingar boðaðar í House of Fraser Breskir fjölmiðlar hafa í dag vitnað til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, sem segir að breskar verslanir séu leiðinlegar og þreytandi og bjóði margar hverjar upp á sama vöruúrval. Baugur Group og aðrir fjárfestar luku við kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser í gær. Jón sagði verslanakeðjuna ætla að hætta sölu nokkurra þekktra vörutegunda, hefja sölu á nýjum merkjum og „krydda“ vöruúrvalið. 9.11.2006 13:34
Aukið tap hjá DeCode DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 23,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1,6 milljörðum króna, á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljónir dala tap eða tæplega 778 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Tap móðurfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 62,2 milljónum dala eða 4,2 milljörðum króna sem er 1,4 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam tapið 2,8 milljörðum. 9.11.2006 09:43
Peningaskápurinn ... Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003. 9.11.2006 00:01
Minni samdráttur á fasteignamarkaði Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega. 8.11.2006 11:07
Minni hagnaður hjá TM Tryggingamiðstöðin (TM) skilaði tæplega 1,1 milljarði króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins samanborið við rúmlega 2,5 milljarða króna hagnað í fyrra. Hagnaður tryggingafélagsins nam 464 milljónum krónum á fyrstu níu mánuðum ársins sem er um 5 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. 8.11.2006 10:08