Viðskipti innlent

Minni samdráttur á fasteignamarkaði

Reykjavík.
Reykjavík.
Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega.

Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að þótt hér sé um talsvert mikinn samdrátt að ræða þá sé hann minni en mælst hafi bæði í veltu og fjölda samninga síðustu þrjá mánuði.

Í ágúst og september fækkaði samningum um 46 prósent og 35 prósent í veltu. Staða fasteignamarkaðarins virðist því nokkuð hafa skánað undanfarið, að mati deildarinnar sem bætir við að þetta endurspegli þann viðsnúning sem verið hafi í viðhorfi heimilanna til efnahagsástandsins og lýsir sér meðal annars í hraðri hækkun væntingavísitölunnar.

Til grundvallar vísitölunni liggur m.a. gengisþróun krónunnar, lækkun verðbólgunnar, væntur bati á íbúðalánamarkaði og almennt minni svartsýni þeirra greiningaraðila sem á opinberum vettvangi birta spár um þróun íslenska hagkerfisins, að sögn greiningardeildar Glitnis.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×