Viðskipti innlent

Vatnsvirkinn kaupir Vatn og hita

Eigendur Vatnsvirkjans Róbert Melax, Anna Linda Magnúsdóttir og Hjalti Ólafsson. Á myndina vantar Fjölvar Darra Rafnsson.
Eigendur Vatnsvirkjans Róbert Melax, Anna Linda Magnúsdóttir og Hjalti Ólafsson. Á myndina vantar Fjölvar Darra Rafnsson.

Vatnsvirkinn hf. hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækinu Vatni og hita ehf. af Sævari Stefánssyni og Valtý Sævarssyni. Fyrirtækið hefur selt lagnaefni til pípulagningamanna frá árinu 1998.

Nýir eigendur hafa þegar tekið við rekstri Vatns og hita, en stefnt er að sameiningu fyrirtækjanna undir nafni Vatnsvirkjans. Kaupverðið fæst ekki gefið upp, en áætluð samanlögð velta fyrirtækjanna í ár er sögð vera nærri einn milljarður króna.

„Með kaupunum er Vatnsvirkinn að renna frekari stoðum undir meginstarfsemi sína, sem er sala á lagnaefni fyrir pípulagningamenn. Vatn og hiti er þekkt nafn á markaðnum og markmiðið er að reka fyrirtækið með sama fyrirkomulagi og hefur verið gert með góðum árangri undanfarin ár," segir Hjalti Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnsvirkjans.

Vatnsvirkinn rekur þrjá verslanir, á Smiðjuvegi í Kópavogi, í Dalshrauni í Hafnarfirði og í Ármúla í Reykjavík þar sem einnig er starfrækt hreinlætistækjaverslun. Hjá fyrirtækinu starfa 25 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×