Fleiri fréttir

Tjónahlutfall 90%

Afkoma helstu tryggingafélaga var borin uppi af fjárfestingatekjum en tjónahlutfall var hátt.

Útboð breyta væginu

Nýskráning Exista og hlutafjáraukning í Marel veldur breytingum á úrvalsvísitölunni. Vægi Exista í iCEX-15 tæp níu prósent.

Bláa lónið opnar verslun

Ný Blue Lagoon verslun var formlega opnuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fimmtudaginn var. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að í versluninni séu Blue Lagoon húðvörur fáanlegar og boðið sé upp á orkumeðferðir á spa-svæði verslunarinnar. Spa svæði sem þessi sé að finna í mörgum helstu flugstöðvum heims og njóti þessi þjónusta aukinna vinsælda.

Neikvæð umfjöllun hafði engin áhrif

Karl Otto Eidem, starfandi framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Fischer Partners, sem er í eigu Glitnis, telur að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf á fyrri hluta árs hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi Fischer Partners.

Samskip selur Tschudi TECO

Samkomulag hefur náðst milli Samskipa og norska skipafélagsins Tschudi Shipping Company AS um kaup norska félagsins á helmingshlut Samskipa í eistneska skipafélaginu TECO LINES AS. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál.

Flugstöðin stækkar

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tók í gær formlega í notkun nýja þriðju hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Heildarstærð hæðarinnar er rúmlega 4.100 fermetrar en þar af eru um 3.500 fermetrar af nýju skrifstofuhúsnæði og starfsmannaaðstöðu. Breyting og innrétting á 3. hæð flugstöðvarinnar er liður í umfangsmiklum framkvæmdum um framtíðarþróun mannvirkja Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. sem hófust árið 2003 og sem gert er ráð fyrir að ljúki árið 2007.

Enn fjölgar gistinóttum

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um ellefu prósent í júlí miðað við árið á undan, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Voru gistinæturnar 175.900 miðað við 158 þúsund í sama mánuði í fyrra. Fjölgunin, sem má bæði rekja til Íslendinga og útlendinga, nam tíu prósentum frá fyrra ári sé litið á fyrstu sjö mánuði ársins.

Námskeið fyrir miðlara

Í þessari viku stendur yfir námskeið sem Kauphöll Íslands heldur fyrir nýja miðlara í SAXESS-viðskiptakerfinu. Þá er búið að ákveða tvö námskeið til viðbótar fram að áramótum, að því er fram kemur í nýjasta hefti Kauphallartíðinda. Þau verða haldin dagana 25. til 27. október og 1. til 5. desember. "Á námskeiðunum verður farið yfir virkni og viðskiptahætti í SAXESS og reglur er lúta að viðskiptunum," segir Kauphöllin, en skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu hennar, www.icex.is/is/courses.

Innflutningur dregst saman

Útlit er fyrir að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. Verðmæti vöruútflutnings í ágúst var 16,6 milljarðar króna en innflutningur á vörum nam alls 28,3 milljörðum. Halli á vöruskiptum var því tæplega tólf milljarðar króna í mánuðinum, sem er þriðjungi minni halli en í júlí þegar methalli var á vöruskiptum.

Sitja eftir í séreigninni

Almennir lífeyrissjóðir eru í mikilli baráttu við aðra vörsluaðila, eins og banka, um séreignarsparnað einstaklinga. Sjóðsfélagar í séreignardeildum lífeyrissjóða eru aðeins þriðjungur af fjölda sjóðsfélaga sameignardeilda.

Ágæt afkoma Alfesca

Alfesca tapaði 603 þúsundum evra, sem nemur um 58,5 milljónum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi fjárhagsársins, sem lauk þann 30. júní. Var tapið nokkuð minna en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir, en þær spáðu 46 til 243 milljóna króna tapi á ársfjórðungnum.

Kaupa Draumahús

Bergur Steingrímsson, fjármálastjóri Draumahúsa, og Hjalti Pálmason, löggiltur fasteignasali, hafa keypt Draumahús, eina stærstu fasteignasölu landsins, af stofnendunum Helga Bjarnasyni og Ólafi Jóhannssyni.

Bjóða veðurspá frá Theyr.net í símann

Sú nýbreytni hefur verið tekin í gagnið hjá OgVodafone að notendur svonefndrar Vodafone live! þjónustu geta fengið nákvæma og myndræna framsetningu á veðurspá í símtækið sitt. "Hægt er að skoða þriggja daga veðurspá í símanum með ítarlegum hætti hvort sem er fyrir þéttbýlisstaði, ferðamannastaði eða miðin í kringum landið," segir í tilkynningu fyrirtækisins. Veðurþjónustan er unnin í samstarfi við Theyr.net veðurspárvefinn.

Síminn vill ekki í fjölmiðla

Exista leitar að tækifærum í Bretlandi og á meginlandi Evrópu fyrir VÍS og Lýsingu. Síminn verður settur á markað í lok næsta árs.

Hreinn Jakobsson tekur við ANZA

Hreinn Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ANZA hf. í stað Guðna B. Guðnasonar sem lét af störfum núna um mánaðamótin. Hreinn er viðskiptafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu bæði í upplýsingatækni og fjármálastarfsemi.

Magnús tekur við

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, tekur við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska leiguflugfélagsins Excel Airways, sem er tíunda stærsta leiguflugfélag í heimi. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem mun taka gildi í lok október.

Helmingi minni velta

Veltulitlum mánuðum á fasteignamarkaði fylgja verðlækkanir. Helmingssamdráttur hefur orðið á hálfu ári.

Spá minni vöruskiptahalla

Greiningardeild Glitnis segir útlit fyrir að innflutningur hafi dregist verulega saman í ágúst og útflutningur aukist nokkuð frá fyrri mánuði. Megi því búast við því að vöruskiptahalli hafi dregist töluvert saman milli mánaða. Methalli varð á vöruskiptum í júlí.

Nýr stjórnarformaður Excel Airways Group

Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður Avion Group, mun taka við stjórnarformennsku í Excel Airways Group af Eamonn Mullaney, fyrrum stjórnarformanni og eins af stofnendum breska flugfélagsins Excel Airways. Mullaney hefur tilkynnt um starfslok sín sem taka gildi í lok október.

Hagnaður Alfesca 1,1 milljarður króna

Hagnaður af rekstri Alfesca á síðasta ári, sem lauk í júní, nam 12 milljón evrum eða eða tæplega 1,1 milljarði króna. Á fjórða fjárhagsári fyrirtækisins tapaði það hins vegar 603.000 evra eða 53,6 milljónum íslenskra króna.

Segir rétta tímann til krónukaupa

Núna gæti verið rétti tíminn til að kaupa íslenskar krónur þar sem gengi krónunnar er hagstætt um þessar mundir. Þetta er haft eftir Momtchil Pojarliev, sérfræðingi hjá svissneska bankans Pictet & Cie, í frétt á vefsíðu Bloomberg í gær þar sem fjallað var um íslensku krónuna.

Spá talsverðri lækkun á verðbólgu

Útlit er fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs milli ágúst og september og allt bendir til þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki og muni minnka á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í endurskoðaðri verðbólguspá Greiningardeildar Glitnis.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Stjórn Englandsbanka fundar á fimmtudag til að ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum í Bretlandi. Vextirnir voru hækkaðir í byrjun ágúst og standa nú í 4,75 prósentum. Greiningardeild Glitnis hefur eftir fréttaveitunni Bloomberg að líkur séu á óbreyttum stýrivöxtum.

VÍS hagnaðist um 468 milljónir króna

Vátryggingafélag Íslands hagnaðist um 468 milljónir króna á fyrri árshelmingi og nam eigið fé félagsins 15,7 milljörðum króna. Allt árið í fyrra hagnaðist VÍS um 8,4 milljarða króna.

Verðmæti Exista á bilinu 211 til 233 milljarðar

Markaðsvirði Exista liggur á bilinu 211 til 233 milljarðar króna, en endanlegt virði félagsins kemur í ljós þann 7. september næstkomandi, þegar útboð til fagfjárfesta hefst. Þetta gerir Exista að fjórða eða fimmta verðmætasta félagi í Kauphöll Íslands.

Hreinn Jakobsson til Anza

Hreinn Jakobsson, fyrrum forstjóri Skýrr, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Anza hf. Guðni B. Guðnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, lætur af störfum í dag.

Tap á rekstri Jeratúns

Jeratún ehf., einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, sem sér um byggingu og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellings í Grundarfirði, tapaði tæpum 14 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði fyrirtæki tæplega 7,4 milljóna króna hagnaði.

Hagnaður Landsafls rúm 241 milljón

Landsafl hf., fasteignafélag í eigu Landsbankans og Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka, skilaði 241,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins samanborið við tæplega 1,4 milljarða króna hagnaðs á sama tímabili í fyrra. Afkoman er viðunandi, að mati stjórnenda félagsins.

Fjöltækniskólinn kaupir Flugskóla Íslands

Fjöltækniskóli Íslands hefur keypt allt hlutafé í Flugskóla Íslands og verður starfsemi Flugskólans að mestu flutt frá Reykjavíkurflugvelli í húsnæði Fjöltækniskólans. Með sameiningunni er horft til þess að nám flugmanna verði viðurkennt hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, að sögn skólastjóra Flugskólans.

Tap á rekstri Leifsstöðvar

Rétt rúmlega eins milljarðs krónu tap varð á rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði rekstur flugstöðvarinnar 380 milljóna króna hagnaði. Hluti tapsins er kominn vegna gengistaps en stór hluti skulda FLE er í erlendri mynt.

TM með 90 prósent í Nemi

Tryggingamiðstöðin hefur eignast rétt rúma 90 prósenta af útgefnu hlutafé í norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring ASA.

Nýir eigendur greiddu út einn milljarð í arð.

Jarðboranir, sem voru yfirteknar af Atorku Group fyrr á árinu, skiluðu 402 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við þrjú hundruð milljónir króna í fyrra.

Actavis hækkar yfirtökutilboð sitt í Pliva

Actavis hækkaði tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva um 10 prósent í gær og hljóðar það nú upp á 795 kúnur á hlut. Lokað var fyrir viðskipti með bréf í Pliva í Króatíu í gærmorgun skömmu áður en fréttin fór í loftið. Barr Pharmaceuticals sem líka vill kaupa Pliva ætlar sér viku til að hugleiða næstu skref.

Óbreyttir stýrivextir

Evrópski seðlabankinn ákvað að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í gær að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum en þeir standa nú í þremur prósentum. Greiningaraðilar telja líkur á að bankinn hækki vextina í október.

Byr með Urði rekstrarvörur

Byr ehf., eignarhaldsfélag Tæknivals hf., hefur keypt fyrirtækið Urðir rekstrarvörur ehf. Gengið var frá kaupunum 18. ágúst. Urðir rekstrarvörur er sérhæft fyrirtæki í sölu á rekstrar- og fylgivöru fyrir tölvur og prentara auk þess sem fyrir­tækið hefur um árabil boðið öfluga viðgerðar- og tækniþjónustu á tölvubúnaði og jaðartækjum.

Vöruskiptahallinn aldrei verið meiri

Vöruskiptahalli var 19,1 milljarður króna í júlí og hefur ekki verið meiri frá því mælingar hófust, samkvæmt Hagstofu Íslands. Fluttar voru inn vörur fyrir 16,2 milljarða króna í mánuðinum og inn fyrir 35,2 milljarða. Tæplega tólf milljarða halli var á vöruskiptum í júlí 2005.

Samdráttur í dagvöruverslun

Dagvöruverslun dróst saman um 3,9 prósent í júlí samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar (RSV). Velta í dagvöruverslun var 0,6 prósentum minni í júlí en á sama tíma í fyrra. Mestur samdráttur varð í áfengiskaupum, eða 18,2 prósent milli ára.

Tap Blaðsins var í takt við áætlanir

Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Árs og dags, útgefanda Blaðsins, segir að tap félagsins á síðasta rekstrarári hafi verið í takt við þær áætlanir sem lagt var upp með. Það sé eðlilegt fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem byrji frá grunni. Sigurður gefur ekki upp nákvæmar tölur.

Sjá næstu 50 fréttir