Fleiri fréttir Telja aðstæður í efnahagslífinu góðar Niðurstöður úr nýrri könnun IMB Gallup, fjármálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi benda til að 75 prósent forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Einungis 11 prósent sögðu horfurnar slæmar. 23.3.2006 13:58 Hagnaður Mosfellsbæjar 514 milljónir Mosfellsbær var rekinn með 514 milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta í ársreikningum bæjarins. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 542 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 680 millj.kr. á móti 600 millj.kr. í A hluta. 23.3.2006 11:23 Skrif Danske Bank illa grunduð Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir skrif Danske Bank um íslenskt efnahagslíf að mörgu leyti illa grunduð og í þeim rangfærslur sem komi á óvart. 23.3.2006 06:00 Dagsbrún kaupir 51 prósent í Kögun Skoðun ehf., sem er í 100 prósent eigu Dagsbrúnar hf., hefur eignast 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. Félagið mun leggja fram yfirtökutilboð til hluthafa Kögunar hf. í samræmi við ákvæði um verðbréfaviðskipti, að því er fram kemur í tilkynningu. 22.3.2006 09:54 Danske Bank spáir kreppu hér á árinu Yfirvofandi er efnahagskreppa á Íslandi og samdráttur í hagvexti, ef marka má nýja greiningu Danske Bank. Óvenjulegt plagg með nálægt því rætnum vangaveltum, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Krónan og hlutabréf lækkuðu í gær. 22.3.2006 00:01 Engar óeðlilegar greiðslur Á aðalfundi FL Group spurði Vilhjálmur Bjarnason hluthafi hvort þriggja milljarða greiðsla hefði verið millifærð af reikningum fyrirtækisins í lok júní í þágu annarra aðila en félagsins. 22.3.2006 00:01 Gengi krónu og bréfa féll Gengi krónunnar lækkaði um 2,25 prósent og úrvalsvísitala Kauphallar Íslands féll um 3,25 prósent í kjölfar svartrar skýrslu Danske bank um efnahagsástandið á Íslandi og mótvind sem íslenskir bankar eru sagðir standa frammi fyrir. 22.3.2006 00:01 Sjávarútvegurinn vanmetinn Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum. 22.3.2006 00:01 Glitnir birtir róandi upplýsingar Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunarþörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna. 22.3.2006 00:01 Einn dalur á hvern haus Fyrir aðalfund hátæknifyrirtækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur samsvarar um sjötíu krónum. 22.3.2006 00:01 Áhlaup á bankana Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run), segir Ágeir Jónsson, hagfræðingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag. 22.3.2006 00:01 Ætluðu sér aukið hlutafé til frekari fyrirtækjakaupa Fyrrum stjórn Kögunar hafði sett niður á lista nokkur erlend hugbúnaðarfyrirtæki, sem félagið hafði áhuga að fjárfesta í, og átti að auka hlutafé fyrirtækisins til að fjármagna slík kaup. 22.3.2006 00:01 Grunur verður tilkynningaskyldur Í nýju lagafrumvarpi um peningaþvætti er hverjum sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum gert skylt að krefjast skilríkja og halda gögn um viðskiptin í fimm ár. 22.3.2006 00:01 Misvinsæl hlutabréf Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar. 22.3.2006 00:01 deCode borgaði Kára 63 milljónir Launagreiðslur, auk bónusa og fríðinda, til dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, námu 63,3 milljónum króna á síðasta ári, rúmri einni milljón Bandaríkjadala. 22.3.2006 00:01 Metár í sögu Kauphallarinnar Bjarni Ármannsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður Verðbréfaþings. Vænst er skráningar færeyskra félaga í Kauphöll Íslands á árinu. 22.3.2006 00:01 Innlend áhætta er minnsti hlutinn Ljóst er að starfsemi fjármálafyrirtækja hér stendur traustum fótum, segja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og benda á að næmni lánveitinga fjármálakerfisins fyrir sveiflum í íslenska hagkerfinu minnki eftir því sem atvinnulífið verði alþjóðlegra. 22.3.2006 00:01 Kaupir í Camillo Eitzen Straumur-Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði. 22.3.2006 00:01 Minni karfakvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafskarfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokkur ár þar á undan. 22.3.2006 00:01 Óánægja með söluferli EJS Group TM Software taldi sig fá að kaupa EJS eftir opnun tilboða í fyrirtækið. Söluferlið hélt hins vegar áfram og EJS selt Skýrr. Straumur-Burðarás sá um söluna. 22.3.2006 00:01 Lausafé ekki vandinn Undirfyrirsögn litil Miðja:Credit Sights dregur í land en telur markað með skuldabréf bankanna hafa raskast að undanförnu. 22.3.2006 00:01 Ekki lokað á samruna kauphalla Í síbreytilegu umhverfi og aðstæðum skoða menn stöðugt alla möguleika með tilliti til hvernig best sé að þróa kauphallir áfram, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Fram kom um helgina gagnrýni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings banka, á að ekki skyldi gengið til sameiningarviðræðna við OMX kauphöllina fyrir áramót. 21.3.2006 00:41 Dregur úr vísitöluhækkun Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands er vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, 325,9 stig. Það samsvarar 0,18 prósenta hækkun frá því í febrúar. Vísitalan gildir fyrir apríl. 21.3.2006 00:41 Fjárfestir fyrir 1,1 milljarð Eignarhaldsfélagið Norvest, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO, hefur keypt hlutabréf í KB banka fyrir rúman 1,1 milljarð króna. Eignarhlutur Norvest og fjárhagslegra tengdra aðila nemur um tveimur prósentum af hlutafé KB banka. 21.3.2006 00:01 Moodys staðfestir mat sitt Alþjóðlega matsfyrirtækið Moodys Investors Service birti uppfært álit fyrirtækisins á lánshæfi Kaupþings banka. 21.3.2006 00:01 Jóhann Ólafsson & Co kaupir Volta ehf Jóhann Ólafsson & Co hefur keypt allt hlutafé í Volta ehf. Í kjölfarið fer í hönd áreiðanleikakönnun og munu eigendaskiptin fara fram þann 4. apríl næstkomandi. 20.3.2006 15:57 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, er 325,9 stig en það er 0,18 prósenta hækkun frá því í febrúar. Vísitalan gildir fyrir apríl, að sögn Hagstofunnar. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 4,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. 20.3.2006 09:56 Lánshæfi staðfest Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poors staðfesti fyrir helgi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. 20.3.2006 00:01 Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. 18.3.2006 00:01 Dræmar viðtökur á yfirtökutilboði Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Tilboðið kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35 prósenta yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa félagsins síðustu þrjá mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, er sagt vera um 1,6 milljarðar dollara eða um 110 milljarðar króna. 18.3.2006 00:01 Styrk staða áréttuð Landsbanki Íslands sendi í gær upplýsingar um stöðu bankans til Kauphallar Íslands, en það var sagt gert í ljósi nýlegrar umræðu í erlendum fjölmiðlum og greininga á íslenskum efnahagsmálum og bankakerfinu hér. 18.3.2006 00:01 Lítil verðbólga í samræmdri mælingu Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,3 prósent milli janúar og febrúar meðan lækkaði hér um 0,2 prósent. Hér mælist 12 mánaða verðbólga í samræmdri mælingu þar sem ekki er tekið tillit til húsnæðisverðs 1,2 prósent. 17.3.2006 13:17 Actavis býður í króatískt samheitalyfjafyrirtæki Actavis Group hefur gert óformlegt tilboð í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Markaðsvirði félagsins er um 1,6 milljarðar dollara eða um 110 milljarðar króna. 17.3.2006 12:35 Actavis býður í PLIVA Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA, óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. 17.3.2006 11:46 Samræmd vísitala neysluverðs 100,8 stig Samræmd vísitala neysluverð í EES-ríkjunum var 100,9 stig í febrúar og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan fyrir Ísland var 100,8 stig og lækkaði hún um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu var mest í Lettlandi. 17.3.2006 09:32 Segir bankana standa vel Greiningardeild hollenska bankans ABN Amro segir fjármögnun íslensku bankanna trausta og greiðslugetu næga. 17.3.2006 00:01 SAS hefur ekki keypt í Icelandair SAS hefur neitað þeirri frétt sem birtist á vefsíðu tímaritsins Travel People að félagið hafi eignast hlut í Icelandair. 17.3.2006 00:01 365 Media Scandinavia stofnað Dagsbrún hf. hefur stofnað félagið 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að stofnun félagsins marki fyrstu skref félagsins í átt að útgáfu fríblaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku. 16.3.2006 13:55 Lánshæfi ríkissjóðs staðfest Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfismatið eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. 16.3.2006 13:42 Krónubréfaútgáfa þrátt fyrir neikvæða umfjöllun Þýski ríkisbankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir 2 milljarða krónur í gær. Útgáfan er til tveggja ára og bera bréfin 9 prósenta vexti. Þetta er fyrsta útgáfa krónubréfa í mars og þriðja útgáfan frá því Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. 16.3.2006 12:49 Sögulegur hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan. 16.3.2006 00:01 Hagnaður KEA minnkar Hreinar rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 2005 drógust saman vegna minni hagnaðar af hlutabréfum. Nam hagnaðurinn 263 milljónum króna samanborið við 1.959 milljónir króna árið 2004. Heildareignir félagsins nema 5.101 milljónum króna og skuldir og skuldbindingar 840 milljónum króna. Bókfært eigið fé er 4.261 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 84 prósent. 16.3.2006 00:01 Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. 16.3.2006 00:01 Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja verður bætt Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti á mánudag frumvarp og breytingar á reglugerðum er varða fyrirfram skráningu nýsköpunarfyrirtækja auk breytinga sem geri lífeyrissjóðum kleift að styðja fyrirtæki í nýsköpun og hátækni. 15.3.2006 01:13 Sala á osti eykst Osta- og smjörsalan hagnaðist um 6,4 milljónir króna á árinu 2005. Hagnaðurinn árið á undan var 94 milljónir en innifalinn í því var 49 milljóna króna hagnaður af sölu Íslensks markaðar. Sala á ostum og viðbiti jókst töluvert árið 2005. 15.3.2006 01:13 Sjá næstu 50 fréttir
Telja aðstæður í efnahagslífinu góðar Niðurstöður úr nýrri könnun IMB Gallup, fjármálaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi benda til að 75 prósent forráðamenn fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Einungis 11 prósent sögðu horfurnar slæmar. 23.3.2006 13:58
Hagnaður Mosfellsbæjar 514 milljónir Mosfellsbær var rekinn með 514 milljón króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta í ársreikningum bæjarins. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 542 millj.kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 680 millj.kr. á móti 600 millj.kr. í A hluta. 23.3.2006 11:23
Skrif Danske Bank illa grunduð Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir skrif Danske Bank um íslenskt efnahagslíf að mörgu leyti illa grunduð og í þeim rangfærslur sem komi á óvart. 23.3.2006 06:00
Dagsbrún kaupir 51 prósent í Kögun Skoðun ehf., sem er í 100 prósent eigu Dagsbrúnar hf., hefur eignast 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. Félagið mun leggja fram yfirtökutilboð til hluthafa Kögunar hf. í samræmi við ákvæði um verðbréfaviðskipti, að því er fram kemur í tilkynningu. 22.3.2006 09:54
Danske Bank spáir kreppu hér á árinu Yfirvofandi er efnahagskreppa á Íslandi og samdráttur í hagvexti, ef marka má nýja greiningu Danske Bank. Óvenjulegt plagg með nálægt því rætnum vangaveltum, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Krónan og hlutabréf lækkuðu í gær. 22.3.2006 00:01
Engar óeðlilegar greiðslur Á aðalfundi FL Group spurði Vilhjálmur Bjarnason hluthafi hvort þriggja milljarða greiðsla hefði verið millifærð af reikningum fyrirtækisins í lok júní í þágu annarra aðila en félagsins. 22.3.2006 00:01
Gengi krónu og bréfa féll Gengi krónunnar lækkaði um 2,25 prósent og úrvalsvísitala Kauphallar Íslands féll um 3,25 prósent í kjölfar svartrar skýrslu Danske bank um efnahagsástandið á Íslandi og mótvind sem íslenskir bankar eru sagðir standa frammi fyrir. 22.3.2006 00:01
Sjávarútvegurinn vanmetinn Framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu er mun meira en þjóðhagsreikningar gefa til kynna og er þýðing hans fyrir íslenskt hagkerfi vanmetið í opinberum gögnum. 22.3.2006 00:01
Glitnir birtir róandi upplýsingar Glitnir hefur fetað í fótspor KB banka og Landsbankans og sent frá sér frekari upplýsingar um fjármögnun og fjármögnunarþörf bankans. Er því ætlað að varpa ljósi á stöðu Glitnis og leiðrétta misskilning sem gætt hefur í umræðu um fjármögnun bankanna. 22.3.2006 00:01
Einn dalur á hvern haus Fyrir aðalfund hátæknifyrirtækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur samsvarar um sjötíu krónum. 22.3.2006 00:01
Áhlaup á bankana Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run), segir Ágeir Jónsson, hagfræðingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag. 22.3.2006 00:01
Ætluðu sér aukið hlutafé til frekari fyrirtækjakaupa Fyrrum stjórn Kögunar hafði sett niður á lista nokkur erlend hugbúnaðarfyrirtæki, sem félagið hafði áhuga að fjárfesta í, og átti að auka hlutafé fyrirtækisins til að fjármagna slík kaup. 22.3.2006 00:01
Grunur verður tilkynningaskyldur Í nýju lagafrumvarpi um peningaþvætti er hverjum sem tekur við greiðslu yfir 15.000 evrum gert skylt að krefjast skilríkja og halda gögn um viðskiptin í fimm ár. 22.3.2006 00:01
Misvinsæl hlutabréf Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar. 22.3.2006 00:01
deCode borgaði Kára 63 milljónir Launagreiðslur, auk bónusa og fríðinda, til dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, námu 63,3 milljónum króna á síðasta ári, rúmri einni milljón Bandaríkjadala. 22.3.2006 00:01
Metár í sögu Kauphallarinnar Bjarni Ármannsson hefur látið af störfum sem stjórnarformaður Verðbréfaþings. Vænst er skráningar færeyskra félaga í Kauphöll Íslands á árinu. 22.3.2006 00:01
Innlend áhætta er minnsti hlutinn Ljóst er að starfsemi fjármálafyrirtækja hér stendur traustum fótum, segja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og benda á að næmni lánveitinga fjármálakerfisins fyrir sveiflum í íslenska hagkerfinu minnki eftir því sem atvinnulífið verði alþjóðlegra. 22.3.2006 00:01
Kaupir í Camillo Eitzen Straumur-Burðarás er orðinn þriðji stærsti hluthafinn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði. 22.3.2006 00:01
Minni karfakvóti Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um að úthafskarfakvótinn á yfirstandandi almanaksári verði 28,6 þúsund tonn. Þetta er 17 prósentum minna en á síðasta ári en kvótinn stóð í 55.000 tonnum í nokkur ár þar á undan. 22.3.2006 00:01
Óánægja með söluferli EJS Group TM Software taldi sig fá að kaupa EJS eftir opnun tilboða í fyrirtækið. Söluferlið hélt hins vegar áfram og EJS selt Skýrr. Straumur-Burðarás sá um söluna. 22.3.2006 00:01
Lausafé ekki vandinn Undirfyrirsögn litil Miðja:Credit Sights dregur í land en telur markað með skuldabréf bankanna hafa raskast að undanförnu. 22.3.2006 00:01
Ekki lokað á samruna kauphalla Í síbreytilegu umhverfi og aðstæðum skoða menn stöðugt alla möguleika með tilliti til hvernig best sé að þróa kauphallir áfram, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Fram kom um helgina gagnrýni Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings banka, á að ekki skyldi gengið til sameiningarviðræðna við OMX kauphöllina fyrir áramót. 21.3.2006 00:41
Dregur úr vísitöluhækkun Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands er vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, 325,9 stig. Það samsvarar 0,18 prósenta hækkun frá því í febrúar. Vísitalan gildir fyrir apríl. 21.3.2006 00:41
Fjárfestir fyrir 1,1 milljarð Eignarhaldsfélagið Norvest, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO, hefur keypt hlutabréf í KB banka fyrir rúman 1,1 milljarð króna. Eignarhlutur Norvest og fjárhagslegra tengdra aðila nemur um tveimur prósentum af hlutafé KB banka. 21.3.2006 00:01
Moodys staðfestir mat sitt Alþjóðlega matsfyrirtækið Moodys Investors Service birti uppfært álit fyrirtækisins á lánshæfi Kaupþings banka. 21.3.2006 00:01
Jóhann Ólafsson & Co kaupir Volta ehf Jóhann Ólafsson & Co hefur keypt allt hlutafé í Volta ehf. Í kjölfarið fer í hönd áreiðanleikakönnun og munu eigendaskiptin fara fram þann 4. apríl næstkomandi. 20.3.2006 15:57
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, er 325,9 stig en það er 0,18 prósenta hækkun frá því í febrúar. Vísitalan gildir fyrir apríl, að sögn Hagstofunnar. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 4,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. 20.3.2006 09:56
Lánshæfi staðfest Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poors staðfesti fyrir helgi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. 20.3.2006 00:01
Íslensku bankarnir endurheimta traust í Evrópu Vaxtaálag á bréf íslensku bankanna á eftirmarkaði skuldabréfa í Evrópu lækkaði dag frá degi í síðustu viku. Þróunin endurspeglar heldur jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda og viðleitni bankanna til að leiðrétta misskilning. 18.3.2006 00:01
Dræmar viðtökur á yfirtökutilboði Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Tilboðið kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35 prósenta yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa félagsins síðustu þrjá mánuði. Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs, er sagt vera um 1,6 milljarðar dollara eða um 110 milljarðar króna. 18.3.2006 00:01
Styrk staða áréttuð Landsbanki Íslands sendi í gær upplýsingar um stöðu bankans til Kauphallar Íslands, en það var sagt gert í ljósi nýlegrar umræðu í erlendum fjölmiðlum og greininga á íslenskum efnahagsmálum og bankakerfinu hér. 18.3.2006 00:01
Lítil verðbólga í samræmdri mælingu Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins hækkaði um 0,3 prósent milli janúar og febrúar meðan lækkaði hér um 0,2 prósent. Hér mælist 12 mánaða verðbólga í samræmdri mælingu þar sem ekki er tekið tillit til húsnæðisverðs 1,2 prósent. 17.3.2006 13:17
Actavis býður í króatískt samheitalyfjafyrirtæki Actavis Group hefur gert óformlegt tilboð í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. Markaðsvirði félagsins er um 1,6 milljarðar dollara eða um 110 milljarðar króna. 17.3.2006 12:35
Actavis býður í PLIVA Actavis Group hefur sent stjórnendum króatíska semheitalyfjafyrirtækisins PLIVA, óformlegt tilboð um kaup á öllu hlutafé félagsins, sem skráð er í kauphöllinni í Króatíu og London. 17.3.2006 11:46
Samræmd vísitala neysluverðs 100,8 stig Samræmd vísitala neysluverð í EES-ríkjunum var 100,9 stig í febrúar og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan fyrir Ísland var 100,8 stig og lækkaði hún um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu var mest í Lettlandi. 17.3.2006 09:32
Segir bankana standa vel Greiningardeild hollenska bankans ABN Amro segir fjármögnun íslensku bankanna trausta og greiðslugetu næga. 17.3.2006 00:01
SAS hefur ekki keypt í Icelandair SAS hefur neitað þeirri frétt sem birtist á vefsíðu tímaritsins Travel People að félagið hafi eignast hlut í Icelandair. 17.3.2006 00:01
365 Media Scandinavia stofnað Dagsbrún hf. hefur stofnað félagið 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að stofnun félagsins marki fyrstu skref félagsins í átt að útgáfu fríblaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku. 16.3.2006 13:55
Lánshæfi ríkissjóðs staðfest Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Einnig var staðfest einkunnin A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfismatið eru stöðugar, að mati Standard & Poor’s. 16.3.2006 13:42
Krónubréfaútgáfa þrátt fyrir neikvæða umfjöllun Þýski ríkisbankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir 2 milljarða krónur í gær. Útgáfan er til tveggja ára og bera bréfin 9 prósenta vexti. Þetta er fyrsta útgáfa krónubréfa í mars og þriðja útgáfan frá því Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. 16.3.2006 12:49
Sögulegur hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan. 16.3.2006 00:01
Hagnaður KEA minnkar Hreinar rekstrartekjur Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið 2005 drógust saman vegna minni hagnaðar af hlutabréfum. Nam hagnaðurinn 263 milljónum króna samanborið við 1.959 milljónir króna árið 2004. Heildareignir félagsins nema 5.101 milljónum króna og skuldir og skuldbindingar 840 milljónum króna. Bókfært eigið fé er 4.261 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 84 prósent. 16.3.2006 00:01
Fjármálaeftirlitið breytir áfallaviðmiðum banka Breytt hefur verið reglum um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna innlendrar hlutabréfaeignar. Bankarnir stóðust settar kröfur í nýju álagsprófi. Ekki var tekið mið af nýtilkominni veikingu krónunnar. Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um um áfallaviðmið fjármálastofnana vegna hlutabréfaeignar í innlendum félögum og bætt við lið í áfallapróf þar sem reiknuð eru áhrif breytinga á virði erlendra gjaldmiðla á eiginfjár- og áhættugrunn fjármálafyrirtækja. 16.3.2006 00:01
Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja verður bætt Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnti á mánudag frumvarp og breytingar á reglugerðum er varða fyrirfram skráningu nýsköpunarfyrirtækja auk breytinga sem geri lífeyrissjóðum kleift að styðja fyrirtæki í nýsköpun og hátækni. 15.3.2006 01:13
Sala á osti eykst Osta- og smjörsalan hagnaðist um 6,4 milljónir króna á árinu 2005. Hagnaðurinn árið á undan var 94 milljónir en innifalinn í því var 49 milljóna króna hagnaður af sölu Íslensks markaðar. Sala á ostum og viðbiti jókst töluvert árið 2005. 15.3.2006 01:13