Fleiri fréttir

Krónan hefur kallað á stríð

Ný verðstefna sem kom til framkvæmda hjá Krónunni um helgina hefur hrint af stað verðstríði á matvörumarkaði, að sögn rekstrarstjóra fyrirtækisins. Talsmenn Bónuss og Nettó segja að ekkert verði gefið eftir. </font /></b />

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra lána frá og með morgundeginum um allt að 0,3 prósentustig. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta.

Mistök við pökkun greiðsluseðla

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA-reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að íbúar í sama stigagangi fengu í sumum tilfellum greiðsluseðla annarra. Ekki er um sundurliðaða reikninga að ræða, aðeins heildarupphæð reikningsins. Í bréfi til korthafa biðst VISA innilegrar afsökunar og harmar mistökin sem eru sögð hafa orðið vegna breytinga á tækni og verklagi.

Vinningar DAS í peningum

Happdrætti DAS greiðir út í peningum til vinningshafa þó það sé óheimilt samkvæmt lögum.  Framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, Sigurður Ágúst Sigurðsson, segir löggiltan endurskoðanda á vegum dómsmálaráðuneytisins samþykkja uppgjör happdrættisins. Bein fjárgreiðsla sé því með vitund ráðuneytisins og hafi tíðkast lengi.

Víkingar í jakkafötum

Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins <em>Sunday Times</em> í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. Titill greinarinnar er „Víkingar í jakkafötum“.

Baugi ekki vandaðar kveðjurnar

65 starfsmönnum Magasínverslunarinnar í Álaborg í Danmörku hefur verið sagt upp í kjölfar þess að ákveðið hefur verið að loka versluninni þann 31. júlí næstkomandi. Danskir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um hina nýju íslensku eigendur í dag og segja þá ekki fylgja eftir gömlum hefðum í rekstri sínum á Magasín-keðjunni en hún hafði verið í eigu Dana í 136 ár.

Kátir með aukna samkeppni

Framkvæmdastjóri Bónuss segist sallarólegur með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátur með aukna samkeppni. Þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus.

3,6 milljarða sveifla vöruskipta

3,6 milljarða munur er á hagnaði á vöruskiptum við útlönd í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra. Í sl. mánuði voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi.

Icelandair pantar nýjar vélar

Icelandair hefur pantað tvær nýjar Boeing-787 Dreamliner þotur sem verða teknar í notkun á leiðum félagsins eftir fimm ár. Enn er verið vinna að lokahönnun þessarar flugvélagerðar sem spáð er miklum vinsældum, enda verður hærra til lofts og víðar til veggja en í nútímaþotum og þægindi því öllu meiri en farþegar hafa átt að venjast.

Eimskip og Faroe Ship sameinast

Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu.

Methagnaður hjá Flugleiðum

Hagnaður Flugleiða á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna og ríflega þrefaldaðist frá árinu á undan. Er þetta er besta afkoma í sögu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að heildarveltan hafi verið 43 í fyrra en það er fimm milljarða króna veltuaukning frá árinu áður.

Góður hagnaður hjá Eimskipi

Hagnaður Eimskips nam samtals 991 milljón króna í fyrr og jókst um 85 prósent miðað við árið á undan. Í fréttatilkynningu segir að góð afkoma endurspegli breytingar á skipulagi og rekstri Eimskips sem hafa að markmiði að bæta arðsemi félagsins, auka verðmæti þess og efla þjónustu við viðskiptavini.

Hagnaður Burðaráss 9,3 milljarðar

Burðarás hagnaðist um rúma 9,3 milljarða á síðasta ári. Þar af nam hagnaður af fjárfestingarstarfsemi 8.461 milljónum króna og segir í fréttatilkynningu að hann megi rekja til sölu á sjávarútvegsarmi félagsins í dótturfélögum Brims og mikillar hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði í fyrra. Innleystur hagnaður dótturfélagsins Eimskipafélags Íslands var 990 milljónir.

Avion opnar nýjar höfuðstöðvar

Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag.

Stjórn Somerfield hikar

Stjórn Somerfield ákvað á fundi sínum að hafna tilboði Baugs í fyrirtækið. Stjórnin taldi ekki rétt að svo komnu máli að hleypa Baugi að bókum fyrirtækisins án frekari vissu um framhaldið. Þetta mun ekki þýða að stjórnin hafi hafnað verðtilboði Baugs, en ótti virðist í stjórninni við að enda í svipaðri stöðu og stjórn Big Food Group gerði þegar áreiðanleikakönnun lækkaði verðið á félaginu.

Bauhaus til Íslands

Þýska lágvöruverslanakeðjan Bauhaus, sem verslar með byggingavörur, ætlar að opna stórverslun hér á landi eftir rúmt ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Bauhaus þegar tryggt sér lóð í Kópavogi fyrir um það bil 20 þúsund fermetra verslunarhús. Keðjan rekur 180 verslanir víða í Evrópu.

Úrvalsvísitalan farin að lækka

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka eftir stöðuga hækkun frá áramótum, sem nemur ellefu prósentum. Í gær og í fyrradag lækkaði hún hins vegar um tæp fjögur prósent og í gær var mun meira af sölutilboðum en kauptilboðum í umferð sem bendir til að margir vilji losa sig við íslensk hlutabréf.

Sóttvarnalæknir verðlaunaður

IcePro, samstarfsvettvangur um eflingu rafrænna samskipta, hefur ákveðið að sóttvarnalæknir hljóti IcePro-verðlaunin 2005 fyrir innleiðingu rafrænna skráninga bólusetninga frá heilsugæslustöðvum.

Söluþrýstingur í Kauphöll

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni er skyndilega farin að lækka ört eftir að hafa hækkað um ellefu prósent frá áramótum og hefur nú myndast söluþrýstingur.

Litli hluthafinn í aðalhlutverki

Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum.

Meiður kaupir 16% í VÍS

Sterkur einkafjárfestir bættist í hóp samvinnufyrirtækja í eigendahópi VÍS með kaupum Meiðs á sextán prósenta hlut í félaginu </font /></b />

Launavísitalan hækkað um 6,6%

Launavísitalan í janúar hækkaði um 2,2%  frá fyrra mánuðiog var 261,1 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan því hækkað um 6,6%. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í mars er 5710 stig.

Skeljungur hættir verslunarrekstri

Verslunarrekstur Skeljungs færist yfir til 10-11 verslanakeðjunnar frá og með 1. mars næstkomandi. Skeljungur hefur rekið svokallaðar Select-verslanir á sumum þjónustustöðvum sínum.

Bréf Actavis lækkuðu um 9%

Gengi bréfa í lyfjafyrirtækinu Actavis hefur lækkað um tæp 9% í Kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið kynnti ársuppgjör fyrir árið 2004. Niðurstöðurnar voru undir væntingum og ollu því vonbrigðum.

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar

Þrátt fyrir ört hækkandi húsnæðisverð þá hefur vísitala byggingarkostnaðar lækkað um 0,1 prósent frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Ef litið er tólf mánuði aftur í tímann hefur vísitalan sem endurspeglar byggingarkostnað hækkað um rétt rúm átta prósent, mest í maí í fyrra og janúar í ár.

Sagði sig úr stjórn Nýherja

Hannes Guðmundsson hefur sagt sig úr stjórn Nýherja. Hann tók í síðustu viku við starfi útibússtjóra hjá Íslandsbanka og hefur samkvæmt reglum bankans ekki heimild til setu í stjórn Nýherja. Guðmundur Jóhann Jónsson tekur sæti aðalmanns í stjórninni í stað Hannesar.

Edda PP kaupir Prentmet

Fyrirtækið Edda Printing and Publishing hefur fyrir hönd óstofnaðs eignarhaldsfélags keypt Prentmet ehf. Fyrir á Edda PP allt hlutafé í Edda Printing LLC sem rekur eina stærstu og fullkomnustu prentsmiðju í Pétursborg í Rússlandi. Áætluð sameiginleg velta prentsmiðjanna á Íslandi og í Rússlandi á yfirstandandi ári er vel á fjórða milljarð króna.

Hlutfall vanskila lækkar

Hlutfall vanskila af útlánum hjá innlánsstofnunum hefur lækkað úr 2,4 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2004 í 1,6 prósent í lok ársins. Í lok ársins á undan var hlutfallið 3,1 prósent.

Mikill hiti á fasteignamarkaði

Mikill hiti er nú á fasteignamarkaði að því er fram kemur í hálffimmfréttum KB banka. Samkvæmt Fasteignamati ríksins hækkaði verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% í janúar frá fyrri mánuði en fjölbýli hefur hækkað um rúm 25% á síðastliðnum tólf mánuðum.

Actavis hagnast um 5 milljarða

Hagnaður Actavis í fyrra var minni en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og framlegð af rekstrinum var umtalsvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Hagnaður Actavis var 62,7 milljónir evra. Það samsvarar ríflega fimm miljörðum króna.

Oddi fær aukna samkeppni

Edda Printing and Publishing Ltd., hefur keypt prentsmiðjuna Prentmet ehf og dótturfélag þess Prentverk Akraness af Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur. Fyrir á Edda PP allt hlutafé í Edda Printing LLC, prentsmiðju í Pétursborg í Rússlandi. 

Landsbankinn hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti á óverðtryggðum innlánum og útlánum þann 1. mars nk. Með hækkuninni er Landsbankinn að bregðast við vaxtahækkun Seðlabankans að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Fyrsta heimsendingarapótek opnað

Lyfjaver opnar í dag fyrsta heimsendingarapótekið hér á landi sem sérhæfir sig í að afgreiða lyfseðilsskyld lyf á hagstæðu verði. Viðskiptavinir eiga kost á að fá lyfin send heim á sama verði og væru þau keypt í búðinni, hvort sem þeir búa í miðborg Reykjavíkur eða úti á landi.

Upplýsingagjöf til skoðunar

Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri.

Ný bensínstöð við Sprengisand

Fyrsta bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík var opnuð í dag og fleiri eru á teikniborðinu. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir áfangann stóran og hann geri fyrirtækið enn sterkara í samkeppni á olíumarkaði.

Vildarpunktar verði taldir fram

Þeir sem safna vildarpunktum í flugi sem vinnuveitandi hefur greitt fyrir verða að telja ígildi punktanna fram til skatts. Segir í Morgunblaðinu í dag að ríkisskattstjóri telji ekki hægt að líta á söfnun vildarpunkta sem lið í samningi um afsláttarkjör þegar vinnuveitandi greiði fyrir farmiðann.

Hvíta húsið með 14 tilnefningar

Hvíta húsið fékk flestar tilnefningar í samkeppni um athyglisverðustu auglýsingar ársins 2004. Hvíta húsið fékk alls 14 tilnefningar. Fíton fylgir fast á eftir, fékk 12 tilnefningar og Íslenska auglýsingastofan fékk 10. Verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingarnar verða afhent í Háskólabíói föstudaginn 25. febrúar á Íslenska markaðsdeginum.

Vöruskiptahalli 38 milljarðar

Hallinn á vöruskiptum við útlönd í fyrra nam tæpum 38 milljörðum króna. Það er rúmum 21 milljarði króna meiri halli en árið þar áður.

Nýtt merki fyrir framtíðina

nb.is heitir eftirleiðis Netbankinn. Bankinn kynnti í gær nýtt nafn og vörumerki og er formlegt heiti fyrirtækisins nb.is sparisjóður hf., en verður í daglegu tali Netbankinn. Slóðin er sú sama og áður: <a href="http://www.nb.is/"><strong>www.nb.is</strong></a>

Flytja skiptiborð til Ísafjarðar

Íslandsbanki hefur ákveðið að flytja símaskiptiborð bankans til Ísafjarðar og er gert ráð fyrir að starfsmönnum í útibúinu þar fjölgi um helming vegna þessa. Samkvæmt tilkynningu frá bankanum mun breytingin verða í áföngum. Tveir starfsmenn hefja störf við símaskiptaborðið á Ísafirði á næstu vikum og er gert ráð fyrir að stöðugildin verði orðin yfir tíu á fyrri hluta ársins 2006.

Samið um fjarskiptaþjónustu

Landsvirkjun, Fjarski og Síminn hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði fjarskiptaþjónustu. Samstarfið felur í sér að Síminn veitir Landsvirkjun og Fjarska þá fjarskiptaþjónustu sem nauðsynleg er til að tryggja öryggi og skilvirkni í rekstri Landsvirkjunar.

Seðlabanki hækkar stýrivexti

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur frá og með 22. febrúar næstkomandi, þ.e. úr 8,25 prósentum í 8,75 prósent. Aðrir vextir bankans hækka um 0,5 prósentur frá 21. febrúar.

Stýrivextir hækkaðir í 8,75%

Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósentustig í kjölfar þess að bankinn sendi ríkisstjórninni greinargerð í tilefni þess að verðbólgan mælist nú yfir þolmörkum peningamálastefnunar. Stýrivextirnir eru nú 8,75 prósent.

Hagnaður SPRON aldrei meiri

Afkoma Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis náði sögulegu hámarki á síðasta ári. Hagnaður af rekstri SPRON-samstæðunnar fyrir skatta nam 1.820 milljónum króna samanborið við 846 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta var 1.465 milljónir króna og arðsemi eigin fjár var 32%.

ÍMARK dagurinn 25.febrúar

Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn föstudaginn 25. febrúar. Dagurinn hefst með ráðstefnu í Háskólabíói kl. 9-16, Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin verða afhent kl. 17 og um kvöldið verður kvöldverður og skemmtun á Listasafni Reykjavíkur.

Sjá næstu 50 fréttir