Fleiri fréttir

Kara Connect tryggir sér 828 milljónir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga.

Gæludýrasamfélagið blómstrar í Dýrheimum

Gæludýrum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár. Hunda- og kattasamfélagið er einna stærst og biðlistar langir hjá mörgum ræktendum. Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrheima segir ábyrgðarhlutverk að eiga gæludýr og bæði dýrin og eigendurnir þurfi ákveðna þjónustu. Dýrheimar vinni að því að bjóða upp á einstaka þjónustu á Íslandi sem nefnist Samfélagið en Samfélag Dýrheima er byggt á fjórum grunnþáttum, næringu, vellíðan, félagsskap og hreyfiafli.

Tix ræður þrjá úkraínska for­ritara

Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

Fregnir um opnun Wendy's reyndust falskar

Ólíklegt má telja að skyndibitakeðjan Wendy's muni opna útibú á Íslandi á næstunni. Fréttatilkynning þess efnis barst þó fréttastofu í morgun. Við nánari athugun virðist um einhverskonar gjörning að ræða. 

Davíð í Unity og Ný­sköpunar­vika efna til lofts­lags­við­burðarins „Ok, bye“ í Hörpu

Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni.

Öryggis­mið­stöðin hlýtur Þekkingar­verð­laun FVH

Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2022. Í ár voru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar þótti hafa sýnt einstaka aðlögunarhæfni á umbrotatímum. FVH veitir verðlaunin en það var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin.

Náðir þú að pakka? Neyðarsöfnun UN Women fyrir konur og stúlkur á flótta

„Við megum ekki sofna á verðinum gagnvart því sem er að eiga sér stað í heiminum í þessum töluðu orðum. Raunveruleikinn er sá sem hann er þó þol okkar gagnvart fréttum af stríðinu dvíni og því gríðarlega mikilvægt að tryggja að hjálparsamtök hafi áfram bolmagn til að veita lífsbjargandi aðstoð,“ segir María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi en samtökin hafa hrundið af stað neyðarstöfnuninni „Náðir þú að pakka?“

Langaði eitt sinn alltaf að vera jafn gordjöss og Palli

Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ákveðnar gæðastundir að hrista börnin fram úr rúminu á morgnana þótt allir séu þá hálf sofandi og úrillir. Enda gangi mjög líklega B-mennskan í erfðir.

Þurfum að byrja á okkur sjálfum til að byggja upp blómlegt samfélag

„Við ætlum okkur að gera Reykjanesbæ að eftirsóknarverðu sveitarfélagi til búsetu og til atvinnureksturs. Við höfum allt til þess að bera; alþjóðaflugvöll, góðar hafnir, mikið landsvæði og vinnuafl. Bak við öll fögur fyrirheit þarf að vera skotheld framkvæmdaáætlun og hana höfum við,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Sólar flutt í Hafnarfjörð

Ræstingarfyrirtækið Sólar ehf. hefur flutt höfuðstöðvar sínar í gömlu póstdreifingarmiðstöðina að Dalshrauni 6 í Hafnarfirði.

Bein út­sending: Árs­fundur Orku­veitunnar

Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram í dag milli klukkan 14 og 15:30. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er „Hluti af lausninni“ og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan.

María Fjóla tekur við for­mennsku í SFV

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, var kjörin formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær.

Segir vín­veitinga­leyfi 10-11 til marks um úr­elta á­fengis­lög­gjöf

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 

Munu fram­vegis dreifa bréfum tvisvar í viku

Pósturinn mun dreifa bréfum tvisvar í viku um land allt frá og með 1. maí næstkomandi. Síðustu misseri hefur bréfum verið dreift annan hvern dag en Pósturinn er með þessu að bregðast við „verulegri fækkun bréfasendinga“.

Verðbólga eykst í 7,2 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%.

Breytingar hjá VÍS: Breytingar hjá fram­kvæmda­stjórum og níu sagt upp

Vátryggingafélag Íslands hefur sagt upp níu starfsmönnum vegna skipulagsbreytinga. Þá hafa Guðný Helga Herbertsdóttir og Birkir Jóhannsson tekið við sem framkvæmdastjórar nýrra sviða fyrirtækisins. Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu, hefur við þetta tilefni ákveðið að láta af störfum.

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur

Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Verslun 10-11 í Leifs­­stöð selur bjór í flöskum

Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 

Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu

Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira.

Bjarni situr fyrir svörum fjárlaganefndar á föstudag

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra verður gestur á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis á föstudaginn. Þar mun hann svara spurningum fjárlaganefndar um sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.

Bein út­sending: Fram­tíð líf­tækni á Ís­landi

Alvotech og Háskóli Íslands standa fyrir þriðja fundinum í fyrirlestraröðinni „Framtíð nýsköpunar“ milli klukkan 14 og 16 í dag. Fundurinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og verður hægt að fylgjast með honum í streymi í spilara að neðan.

Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig

Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019.

„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona út­boði“

Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar.

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Öl­gerðarinnar

Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið.

Sjá næstu 50 fréttir