Þurfum að byrja á okkur sjálfum til að byggja upp blómlegt samfélag Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ 30. apríl 2022 07:18 Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. vilhelm „Við ætlum okkur að gera Reykjanesbæ að eftirsóknarverðu sveitarfélagi til búsetu og til atvinnureksturs. Við höfum allt til þess að bera; alþjóðaflugvöll, góðar hafnir, mikið landsvæði og vinnuafl. Bak við öll fögur fyrirheit þarf að vera skotheld framkvæmdaáætlun og hana höfum við,“ segir Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Margrét segir gott samfélag byggja á samvinnu forsvarsmanna sveitarfélagsins og íbúa. Huga þurfi að innviðum og forgangsraða fjármagni. „Við þurfum að byrja á okkur sjálfum til þess að byggja upp blómlegt samfélag sem allir geta verið stoltir af. Það má alveg spyrja þeirrar spurningar hvers vegna við höfum ekki náð að laða til okkar fólk og fyrirtæki líkt og önnur sveitarfélög sem eru sambærileg okkur? Af hverju horfa atvinnurekendur núna frekar austur fyrir fjall en til Reykjanesbæjar? Það skiptir gríðarlega miklu máli að forsvarsmenn sveitarfélaga séu hluti af samfélaginu og í takti við það,“ segir Margrét. Samspil margra þátta þurfi til og leggur Sjálfstæðisflokkurinn megin áherslu á leikskólamál, framlög til íþróttahreyfingar, lækkun fasteignaskatta og uppbyggingu á öflugu atvinnulífi. Grundvöllur fleiri leikskólaplássa er aukin menntun „Öruggt leikskólapláss er eitt af því sem skiptir fjölskyldufólk hvað mestu máli til að komast út á vinnumarkaðinn. Þetta er stór áskorun og verður að gerast í samtali við foreldra. Við ætlum að taka dagvistunina föstum tökum og bjóða fjölbreytt úrræði fyrir 12 til 18 mánaða börn. Við ætlum okkur bæði að efla dagforeldrakerfið og opna ungbarnadeildir við leikskóla,“ segir Margrét en ítrekar að til þess þurfi efla grunninn. „Í þessu samhengi verðum við að horfa á menntun leikskólakennara en í Reykjanesbæ eru 26% þeirra sem starfa á leikskólum menntaðir leikskólakennarar. Það gefur auga leið að það hlutfall er of lágt og þynnist enn við fjölgun deilda. Þetta markmið krefst þess að við eflum menntun leikskólakennara á svæðinu og við sjáum möguleika í því að semja við menntastofnanir og auka til dæmis fjarnám til þess að auðvelda áhugasömu fólki að bæta við sig menntun og fjölga með því í þessari mikilvægu stétt og þá samhliða að fjölga leikskólaplássum. Stórhækkun framlaga til íþróttamála, til jafns við sambærileg sveitarfélög „Þegar horft er á veltu sveitarfélagsins og hlutfall fjármagns til mismunandi efnisflokka sýna ársreikningar að Reykjanesbær hefur hvorki haft leikskólamál né íþróttastarf í forgangi. Reykjanesbær setur til dæmis 1,1 til 1,2 milljarða í íþrótta- og æskulýðsmál á ári, sem er mun lægri upphæð en Hafnarfjörður og Kópavogur sem dæmi. Þá setur Grindavík, sem er sex sinnum minna sveitarfélag en Reykjanesbær, 600 milljónir í þennan efnisflokk,“ útskýrir Margrét. Hún segir skuldastöðu Reykjanesbæjar yfirleitt nefnda sem skýringu á lágu framlagi sveitarfélagsins til þessara efnisflokka. „Skuldir eru svipaðar og í sambærilegum sveitarfélögum þannig að það er engin afsökun,“ segir Margrét. Margrét segir forgangsröðun grundvallaratriði þegar kemur að útdeilingu fjármagns. Lausnin felist þó ekki í því að færa endilega á milli málaflokka. Auka þurfi tekjur sveitarfélagsins og möguleikarnir til þess liggi víða. „Ef ráðdeild er viðhöfð í rekstri þá fara peningarnir á rétta staði. Við höfum ákveðna framtíðarsýn til næstu fjögurra ára og getum staðið við það sem við setjum fram,“ segir Margrét. „Tekjur sveitarfélagsins hafa aukist um 78% síðustu átta ár, sem er gríðarleg aukning en gjöld hafa hins vegar aukist meira, sérstaklega launakostnaður. Eins höfum við meðal annars gagnrýnt utanumhald um verklegar framkvæmdir sveitarfélagsins sem er óásættanleg sóun á fjármunum og teljum við að hægt sé að byggja á hagkvæmari hátt en gert hefur verið. Við teljum einnig að auka megi tekjurnar með því að efla atvinnulífið og laða til okkar fólk og fyrirtæki. Í því sambandi horfum við til lægri lóðaleigu og fasteignaskatts. Hér í Reykjanesbæ hafa fasteignaskattar hækkað mikið undanfarin ár og það hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar. Ná þarf betri samningum við landeigendur, meðal annarra ríkið, um lóðaleigu,“ útskýrir Margrét. Hlúa að hverfunum „Reykjanesbær er víðfemt sveitarfélag og við ætlum okkur að hlúa vel að hverfunum. Það skiptir máli að skipulagið sé unnið í samvinnu við skólana og íþróttastarfið og við höfum talað fyrir félagsmiðstöðvum úti í hverfunum í samvinnu við skólana. Næsti grunnskóli verður reistur á Ásbrú og á 120 daga planinu okkar er að hefja undirbúning með það,“ segir Margrét. Hún er sjálf alin upp á Suðurnesjum og þekkir íþrótta- og æskulýðsstarfið vel. „Ég fæddist reyndar í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði en við bjuggum þar í íbúð en pabbi sá um húsið. Fjölskyldan flytur á Suðurnesin þegar ég er þriggja ára og ég elst upp í Njarðvík. Ég hef alla tíð verið mjög virk í íþróttalífinu á Suðurnesjum og keppti í fótbolta, handbolta og körfubolta með bæði Njarðvík og Keflavík. Ég þjálfaði einnig stelpur í handbolta í Njarðvík og gerði þær að Íslandsmeisturum í tvö ár. Ég bý í Keflavík í dag og er afar stolt af því að vera íbúi Reykjanesbæjar og Suðurnesjamaður,“ segir Margrét. Ráðdeild í rekstri tryggir stefnuskrána Margrét var framkvæmdastjóri hjá Deloitte í sautján ár og sinnti formennsku Samtaka verslunar og þjónustu í fimm ár. Hún á og rekur ráðgjafafyrirtækið Strategía og segir bakgrunn sinn úr atvinnulífinu vera mikinn styrk þegar kemur að sveitarstjórnarmálum. „Ég starfa í dag við rekstrarráðgjöf og veit að það er grundvallaratriði að eiga fyrir því sem þú ert að boða. Maður setur ekki fram stefnuskrá nema hafa reiknað út að hafa efni á henni og það á að fara sparlega með fé annarra eins og skattar íbúanna eru. Ef ráðdeild er viðhöfð í rekstri þá fara peningarnir á rétta staði. Við höfum ákveðna framtíðarsýn til næstu fjögurra ára og getum staðið við það sem við setjum fram,“ segir Margrét. Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Margrét segir gott samfélag byggja á samvinnu forsvarsmanna sveitarfélagsins og íbúa. Huga þurfi að innviðum og forgangsraða fjármagni. „Við þurfum að byrja á okkur sjálfum til þess að byggja upp blómlegt samfélag sem allir geta verið stoltir af. Það má alveg spyrja þeirrar spurningar hvers vegna við höfum ekki náð að laða til okkar fólk og fyrirtæki líkt og önnur sveitarfélög sem eru sambærileg okkur? Af hverju horfa atvinnurekendur núna frekar austur fyrir fjall en til Reykjanesbæjar? Það skiptir gríðarlega miklu máli að forsvarsmenn sveitarfélaga séu hluti af samfélaginu og í takti við það,“ segir Margrét. Samspil margra þátta þurfi til og leggur Sjálfstæðisflokkurinn megin áherslu á leikskólamál, framlög til íþróttahreyfingar, lækkun fasteignaskatta og uppbyggingu á öflugu atvinnulífi. Grundvöllur fleiri leikskólaplássa er aukin menntun „Öruggt leikskólapláss er eitt af því sem skiptir fjölskyldufólk hvað mestu máli til að komast út á vinnumarkaðinn. Þetta er stór áskorun og verður að gerast í samtali við foreldra. Við ætlum að taka dagvistunina föstum tökum og bjóða fjölbreytt úrræði fyrir 12 til 18 mánaða börn. Við ætlum okkur bæði að efla dagforeldrakerfið og opna ungbarnadeildir við leikskóla,“ segir Margrét en ítrekar að til þess þurfi efla grunninn. „Í þessu samhengi verðum við að horfa á menntun leikskólakennara en í Reykjanesbæ eru 26% þeirra sem starfa á leikskólum menntaðir leikskólakennarar. Það gefur auga leið að það hlutfall er of lágt og þynnist enn við fjölgun deilda. Þetta markmið krefst þess að við eflum menntun leikskólakennara á svæðinu og við sjáum möguleika í því að semja við menntastofnanir og auka til dæmis fjarnám til þess að auðvelda áhugasömu fólki að bæta við sig menntun og fjölga með því í þessari mikilvægu stétt og þá samhliða að fjölga leikskólaplássum. Stórhækkun framlaga til íþróttamála, til jafns við sambærileg sveitarfélög „Þegar horft er á veltu sveitarfélagsins og hlutfall fjármagns til mismunandi efnisflokka sýna ársreikningar að Reykjanesbær hefur hvorki haft leikskólamál né íþróttastarf í forgangi. Reykjanesbær setur til dæmis 1,1 til 1,2 milljarða í íþrótta- og æskulýðsmál á ári, sem er mun lægri upphæð en Hafnarfjörður og Kópavogur sem dæmi. Þá setur Grindavík, sem er sex sinnum minna sveitarfélag en Reykjanesbær, 600 milljónir í þennan efnisflokk,“ útskýrir Margrét. Hún segir skuldastöðu Reykjanesbæjar yfirleitt nefnda sem skýringu á lágu framlagi sveitarfélagsins til þessara efnisflokka. „Skuldir eru svipaðar og í sambærilegum sveitarfélögum þannig að það er engin afsökun,“ segir Margrét. Margrét segir forgangsröðun grundvallaratriði þegar kemur að útdeilingu fjármagns. Lausnin felist þó ekki í því að færa endilega á milli málaflokka. Auka þurfi tekjur sveitarfélagsins og möguleikarnir til þess liggi víða. „Ef ráðdeild er viðhöfð í rekstri þá fara peningarnir á rétta staði. Við höfum ákveðna framtíðarsýn til næstu fjögurra ára og getum staðið við það sem við setjum fram,“ segir Margrét. „Tekjur sveitarfélagsins hafa aukist um 78% síðustu átta ár, sem er gríðarleg aukning en gjöld hafa hins vegar aukist meira, sérstaklega launakostnaður. Eins höfum við meðal annars gagnrýnt utanumhald um verklegar framkvæmdir sveitarfélagsins sem er óásættanleg sóun á fjármunum og teljum við að hægt sé að byggja á hagkvæmari hátt en gert hefur verið. Við teljum einnig að auka megi tekjurnar með því að efla atvinnulífið og laða til okkar fólk og fyrirtæki. Í því sambandi horfum við til lægri lóðaleigu og fasteignaskatts. Hér í Reykjanesbæ hafa fasteignaskattar hækkað mikið undanfarin ár og það hefur áhrif á samkeppnishæfni okkar. Ná þarf betri samningum við landeigendur, meðal annarra ríkið, um lóðaleigu,“ útskýrir Margrét. Hlúa að hverfunum „Reykjanesbær er víðfemt sveitarfélag og við ætlum okkur að hlúa vel að hverfunum. Það skiptir máli að skipulagið sé unnið í samvinnu við skólana og íþróttastarfið og við höfum talað fyrir félagsmiðstöðvum úti í hverfunum í samvinnu við skólana. Næsti grunnskóli verður reistur á Ásbrú og á 120 daga planinu okkar er að hefja undirbúning með það,“ segir Margrét. Hún er sjálf alin upp á Suðurnesjum og þekkir íþrótta- og æskulýðsstarfið vel. „Ég fæddist reyndar í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði en við bjuggum þar í íbúð en pabbi sá um húsið. Fjölskyldan flytur á Suðurnesin þegar ég er þriggja ára og ég elst upp í Njarðvík. Ég hef alla tíð verið mjög virk í íþróttalífinu á Suðurnesjum og keppti í fótbolta, handbolta og körfubolta með bæði Njarðvík og Keflavík. Ég þjálfaði einnig stelpur í handbolta í Njarðvík og gerði þær að Íslandsmeisturum í tvö ár. Ég bý í Keflavík í dag og er afar stolt af því að vera íbúi Reykjanesbæjar og Suðurnesjamaður,“ segir Margrét. Ráðdeild í rekstri tryggir stefnuskrána Margrét var framkvæmdastjóri hjá Deloitte í sautján ár og sinnti formennsku Samtaka verslunar og þjónustu í fimm ár. Hún á og rekur ráðgjafafyrirtækið Strategía og segir bakgrunn sinn úr atvinnulífinu vera mikinn styrk þegar kemur að sveitarstjórnarmálum. „Ég starfa í dag við rekstrarráðgjöf og veit að það er grundvallaratriði að eiga fyrir því sem þú ert að boða. Maður setur ekki fram stefnuskrá nema hafa reiknað út að hafa efni á henni og það á að fara sparlega með fé annarra eins og skattar íbúanna eru. Ef ráðdeild er viðhöfð í rekstri þá fara peningarnir á rétta staði. Við höfum ákveðna framtíðarsýn til næstu fjögurra ára og getum staðið við það sem við setjum fram,“ segir Margrét.
Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira