Fleiri fréttir

Þrír frá Capacent til KPMG

Grétar Árnason, Hjálmur Hjálmsson og Styrmir Geir Jónsson hafa verið ráðnir til starfa hjá ráðgjafasviði KPMG. Þeir störfuðu allir áður hjá Capacent.

Sáu ekki verðið í gleraugnaverslunum

Viðunandi verðmerkingar og upplýsingar á vefsíðu vantaði hjá meirihluta þeirra gleraugnaversluna sem Neytendastofa segist hafa kannað á dögunum.

Sjö einkenni tilgangslausra funda

Fundarmenning er mjög mismunandi á milli vinnustaða þar sem sumir vinnustaðir eru jafnvel fundarglaðari en aðrir. Tilgangur funda þarf alltaf að vera skýr.

Kópur ekki hluti af ASÍ

Forseti ASÍ segir að nýtt stéttarfélag, Kópur, sem hafi verið auglýst og sé sérstaklega beint að Pólverjum sem starfa á Íslandi, hafi verið stofnað. Það tengist þó ASÍ ekki á nokkurn hátt.

IKEA kveður pappírs­út­gáfuna

IKEA-vörulistinn kemur einungis út á rafrænu formi að þessu sinni og munu landsmenn því ekki þurfa að bíða eftir að fá pappírsútgáfuna inn um lúguna.

Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð

Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir.

Atvinnumarkaðurinn ekki kominn í frost

Ráðgjafi hjá ráðningafyrirtæki segir atvinnumarkaðinn ekki kominn í frost, enn sé hreyfing og störf í boði en umsækjendur um hverja stöðu séu mun fleiri en vanalega.

Stefna á toppinn í hárvöruheiminum

Gamall draumur tveggja ungra hárgreiðslumanna hefur ræst því Alexander Kristjánsson á RVK Hair og Gunnar Malmquist Þórsson á Blondie hafa hafið sölu á eigin hárvörum á stofum sínum. Félagarnir eru þó ekki einir á ferð því þriðji meðlimurinn er frumkvöðullinn Auðun Bragi Kjartansson sem sér um markaðsmál.

Einhver mesti útlánavöxtur síðustu ára

Ný íbúðalán hjá bönkunum rjúka út og er vöxturinn einhver sá mesti sem sést hefur árum saman að sögn hagfræðings. Það kunni að bera með sér að skuldsetning heimila sé að aukast.

LIVE krefst gjald­þrot­a­skipt­a Jóa Fel

Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins.

Fólkið sem allir kannast við af fundum

Það kannast allir við þessar týpur því á fundum er það oft sama starfsfólkið sem talar of mikið, of lengi eða um ekki neitt. Það sama gildir um þá sem þegja alltaf og eru uppteknari í símanum en að fylgjast með fundinum.

Ólafs­son gin fékk gull­verð­­laun í á­­fengis­­keppni IWSC

Ólafsson gin fékk á dögunum gullverðlaun í keppninni The International Wine and Spirit Competition (IWSC). Í tilkynningu kemur fram að þetta sé fyrsti áfengi drykkurinn frá Íslandi sem nái að landa gullverðlaun í keppninni sem hefur verið haldin frá árinu 1969.

71 sótti um starf framkvæmdastjóra Orkídeu

Alls sóttu 71 um starf framkvæmdastjóra hjá Orkídiu, nýjum samstarfsvettvangi sem meðal annars er ætlaðætl að fara í nýsköpun í hátæknimatvælaframleiðslu.

Efla með lægsta tilboðið

Alls bárust Ríkiskaupum fjögur tilboð í verkeftirlit vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna nýs þjóðarsjúkrahús, nýs Landspítala. Voru þau öll undir kostnaðaráætlun.

Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn

Það getur verið dýrkeypt fyrir vinnustaði að taka ekki á því ef starfsfólk hefur neikvæð áhrif á andrúmsloftið eða samstarfsfélaga. Oft þarf ekki nema einn einstakling á vinnustað til að eitra út frá sér.

Verk og vit frestað til næsta vors

Sýningunni Verk og vit, sem átti að fara fram í Laugardalshöllinni um miðjan október, hefur verið frestað til næsta vors. Er það gert vegna samkomutakmarkana sem nú séu í gildi og í ljósi þróunar heimsfaraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir