Fleiri fréttir

Leif Av Reyni til liðs við Arctic Fish

Leif Av Reyni hefur verið ráðinn verkefnastjóri sjó- og landeldis hjá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish, sem starfar á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Fish.

Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu

Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti.

Crossfit kempa gengur til liðs við Völku

Leifur Geir Hafsteinsson hefur verið ráðinn í nýtt starf mannauðsstjóra hjá Völku. Hann hefur víðtæka reynslu bæði sem stjórnandi og sérfræðingur í stjórnun og mannauðsstjórnun.

Nissan dregur úr starfsemi sinni í Bretlandi

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur dregið til baka áform sín um að framleiða nýja gerð X-Trail bíla í bresku borginni Sunderland. Brexit er ástæðan fyrir breytingunni.

Kínverskur risi í klandri

Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka

Nýtt frumvarp umhverfisráðherra til höfuðs burðarplastpokum gengur lengra en lágmark tilskipunar ESB kveður á um. Forsvarsmenn matvöruverslana segjast fagna dauðadómi sem kveðinn sé upp yfir plastpokum í nánustu framtíð.

Átak um betri merkingar matvæla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að bæta merkingar á matvælum.

Andar köldu á milli Apple og Facebook

Það er stirt á milli þeirra Tims Cook og Marks Zuckerberg. Þeir hafa deilt lengi um söfnun persónulegra upplýsinga. Facebook er nú í klandri fyrir að brjóta gegn skilmálum samkomulags við Apple með meintu njósnaappi.

Sjá næstu 50 fréttir