Fyrirtækið Svanhóll ehf. hefur innkallað um 100 gallaðar pönnukökupönnur. Gallanum er lýst þannig á vef Neytendastofu að „halli handfangs er ekki réttur.“ Það veldur því að „erfitt er að handleika pönnuna við bakstur.“
„Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim mistökum sem áttu sér stað í þessari framleiðslulotu. Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptavinir munu jafnframt fá nýjar merkingar og leiðbeiningar um hvernig eigi að meðhöndla pönnuna,“ segir á vef Neytendastofu.
Uppfært 10:30
Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf. harmar að í tilkynningu Neytendastofu hafi viðskiptavinum verið beint til þeirra með hinar gölluðu pönnur. Hið rétta er þó að heildverslunin hefur enga aðkomu að málinu og getur því ekki aðstoðað eigendur pannanna.
Innkalla hallagallaðar pönnukökupönnur
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

ÍL-sjóður kaupir íbúðabréf að andvirði 26 milljarða
Viðskipti innlent


Landsbankinn tekur rúmlega tíu milljarða lán
Viðskipti innlent

Vilja hækka olíuverð
Viðskipti erlent


Ólafur tekur við stöðu Ólafs hjá Carbfix
Viðskipti innlent


Guðbjörg hringdi bjöllunni
Viðskipti innlent

McDonald's kynnir systurkeðju
Viðskipti erlent

Tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins
Viðskipti innlent