Viðskipti innlent

Tími Michelsen á Laugavegi liðinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frank M. Michelsen og Frank Ú. Michelsen létu ekki smá frost á sig fá og stilltu sér upp fyrir framan verslun Michelsen á Laugavegi í morgun.
Frank M. Michelsen og Frank Ú. Michelsen létu ekki smá frost á sig fá og stilltu sér upp fyrir framan verslun Michelsen á Laugavegi í morgun. Vísir/Vilhelm

Eftir næstum átta áratugi á Laugavegi hafa Michelsen úrsmiðir ákveðið að söðla um. Skellt verður í lás á Laugavegi 15 og mun verslun Michelsen flytja í nýtt rými á Hafnartorgi með vorinu. Búið er að undirrita leigusamning á nýjum stað en tilkynnt verður um nákvæman flutningsdag þegar nær dregur.

Frank M. Michelsen, framkvæmdastjóri verslunarinnar, segir að ákvörðun um flutninginn hafi verið tekin eftir mat aðstandenda á miðborg Reykjavíkur. „Við horfðum á Hörpu sem ákveðinn pól og Hallgrímskirkju sem annan pól. Eftir það spurðum við okkur: Hvar er best að koma verslun fyrir á milli þessara póla?“ segir Frank. Hafnartorg sé einmitt mitt á milli þessara vinsælu viðkomustaða í miðborginni.

Þá skemmi ekki fyrir að sögn Franks að viðskiptavinir Michelsen hafi aðgang að fjölda bílastæða á nýja staðnum, sem finna má í bílakjallara undir Hafnartorgi.

Markaðsnafni Franch Michelsen ehf. var breytt í MICHELSEN árið 2009, í tilefni þess að þá voru 100 ár frá stofnun fyrirtækisins. Nú, á 110 ára afmælinu, stendur til að flytja af Laugavegi á Hafnartorg. Vísir/Vilhelm

Ný lúxusmerki á 110 ára afmælinu

Langafi Franks, Jörgen Frank Michelsen, stofnaði fyrstu verslunina undir merkjum Michelsen á Sauðárkróki árið 1909 og fagnar verslunin því 110 ára afmæli í ár. Á árunum 1943-1946 voru reknar tvær verslanir, ein fyrir norðan og ein í Reykjavík, en þær sameinuðust svo í eina verslun í Reykjavík.

Sú verslun var rekin við Laugaveg 39 í um hálfa öld, áður en hún fluttist árið 1993 á Laugaveg 15. Þegar Michelsen flytur á Hafnartorg í vor lýkur því næstum 80 ára sögu verslunarinnar á Laugavegi.

Í tilefni 110 afmælisins segir Frank að til standi að bjóða upp á „ný lúxusmerki sem hafa ekki verið áður fáanleg á Íslandi.“ Þau verði kynnt með hækkandi sól, en vonir Michelsen standa til að geta boðið upp á hin nýju merki í nýju versluninni á Hafnartorgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.