Fleiri fréttir

Hrífandi í annríki dagsins

Íslenskar konur hrósa nú happi yfir nýjasta fengnum á sviði förðunar því nú fást loks vörur heimsþekkta snyrtivörumerkisins Smashbox á Íslandi. Þær eru fullkomnar fyrir konur sem eiga annríkt og þurfa alltaf að vera upp á sitt besta, og eru á góðu verði.

Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars

Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt.

Apple vill bylta sjónvarpsglápinu

Apple mun leggja höfuðáherslu á þróun Apple TV margmiðlunarspilarans eða svipaðrar vöru á næstu misserum. Þetta tilkynnti Tim Cook, framkvæmdastjóri tæknirisans í dag en hann var gestur í fréttaskýringarþætti NBC, Rock Center.

Frjálsi er sá næstbesti

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn næstbesti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Besti lífeyrissjóðurinn í flokknum var valinn Hotel Employees Provident Fund á Kýpur.

Ein stærstu flugvélakaup í Íslandssögunni

Kaupin á Boeing 737 vélunum sem Icelandair Group hefur ákveðið að fara í eru líklega þau stærstu í sögunni, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins. "Líklega eru þau það," segir hann í samtali við Vísi. "Án þess að ég hafi farið mikið ofan í söguna hvað það varðar," segir hann. Fyrirtækið tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að ráðast í kaup á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 vélar með kauprétt á sex til viðbótar. Verðmæti þessa tólf véla er 180 milljarðar króna.

„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns

"Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða,“ segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann gestur nýjast þáttar Klinksins sem aðgengilegur er hér á Vísi.

Segir Íslendinga brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sakar Íslendinga um að brjóta reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og ætlar senda formlega kvörtun til íslenskra stjórnvalda. Ástæðan er sú að honum hefur verið gert að sækja aftur um leyfi til þess að byggja upp ferðamannaparadís á Grímsá á Fjöllum. Nubo segir í samtali við kínverska fjölmiðla að ákvörðunin um að láta hann sækja um aftur sé kínverskum fjárfestum klárlega mismunað.

Lýður Guðmundsson fyrir dómi

Þeir Lýður Guðmundsson, oftast kenndur við Bakkavör, og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru mættir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar fyrirtaka fór fram í máli sérstaks saksóknara gegn þeim.

Auðbjörg segir upp 27 manns

Útgerðarfyrirtækið Auðbjörg ehf. í Þorlákshöfn hefur sagt upp 27 starfsmönnum fyrirtækisins, 13 í landvinnslu og 14 manna áhöfn á línubátnum Arnarbergi ÁR-150, segir á fréttavefnum dfs. Starfsfólkið í landvinnslunni hættir um áramótin en sjómennirnir hafa hætt nú þegar. Fyrirtækið á fjóra báta en ætlar að selja tvo þeirra. Nú eru eftir 45 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Christensen vill að Íslendingar horfi til Singapore

Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank, segir að Íslendingar eigi að horfa til Singapore þegar kemur að því að ákveða peningastefnu. Margt sé líkt með Íslandi og Singapore. Til dæmis séu bæði ríkin fámenn, þótt Singapore sé tífalt stærra. Tekjur séu háar og hagkerfi í báðum ríkjum séu háð ytri aðstæðum. Íslenskir ráðamenn geti því lært mikið af Singapoore þegar kemur að því að bæta peningastefnuna. Stefna Singapore felur í sér fljótandi gjaldmiðil með takmörkunum.

Fyrsti Batmanbíllinn er til sölu

Fyrsti Batmanbíllinn sem smíðaður var fyrir sjónvarpsþáttaröðina um Batman á sjötta áratug síðustu aldar er til sölu.

Ekkert lát á verðhækkunum á áli

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka og er komið yfir 2.100 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London.

Vöruskiptin hagstæð um rúma 12 milljarða í nóvember

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember s.l. var útflutningur 56,3 milljarðar króna og innflutningur 44,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 12,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Lars Christensen spáir 2,2% til 2,9% hagvexti

Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði á bilinu 2,2% til 2,9% á næstu þremur árum. Hann segir einnig að verðbólga fari minnkandi þótt hún verði áfram yfir viðmiðum Seðlabankans.

Þrjár hópuppsagnir tilkynntar í nóvember

Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember 2012. Um er að ræða tvær tilkynningar um hópuppsagnir í útgerð og eina tilkynningu um hópuppsögn í rekstri veitingastaða.

Samráð engu skilað

Ekkert hefur þokast í samningsviðræðum stjórnvalda og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samráðsnefnd aðilanna hefur ekki fundað frá því snemma í október.

Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð

Meint markaðsmisnotkun VBS með bréf í FL Group er til rannsóknar hjá FME. VBS tapaði 2,2 milljörðum á fléttunni og höfðaði einkamál til að sækja féð. Samið var um lyktir þess í lok nóvember. VBS fær greitt í samræmi við nauðasamning.

Eigendur hagnast á tapi Klakka

Klakki hefur tapað 23,3 milljörðum á tveimur árum. Féð rennur til kröfuhafa og eigenda. Eignir rýrnuðu um 33 milljarða í fyrra.

Latibær tapaði 326 milljónum í fyrra

Latibær ehf. tapaði 2,6 milljónum dala á árinu 2011, eða 326 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Félagið hafði skilað 767 þúsund dala, 96 milljóna króna, hagnaði árið áður. Fjölmiðlarisinn Turner Broadcasting System keypti allt hlutafé í Latabæ í september í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Latabæjar sem nýverið var skilað inn til fyrirtækjaskráar.

Kröftug hækkun íbúðaverðs næstu ár

Útlit er fyrir að fasteignaverð hér á landi hækki um 8 til 9% á næstu tveimur árum eða sem nemur 4 til 5% raunverðshækkun. Þetta er niðurstaða greiningardeildar Arion banka sem gaf í gær út skýrslu sem nefnist Fasteignamarkaður á göngudeild: Horfur til 2014.

Ætlaðar endurheimtir margfaldast

Ætlaðar endurheimtir kröfuhafa Glitnis hafa nífaldast frá því í nóvember 2008. Hjá Landsbankanum hafa þær fimmfaldast og hjá Kaupþingi hafa þær tæplega fjórfaldast. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við ýmsum spurningum nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd um stöðu útgreiðslna til kröfuhafa fallinna banka og

Sóknarfæri í hugbúnaðarklasanum

Mikil tækifæri felast í auknu samstarfi meðal íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu þar sem íslenski hugbúnaðargeirinn og möguleikar hans eru kortlagðir.

Ný viðbót við EVE Online frumsýnd

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP gaf í dag út nýja viðbót við fjölspilunarleikinn EVE Online. Uppfærslan ber heitið Retribution og er hún átjánda viðbótin sem fyrirtækið gefur út fyrir leikinn.

Hið opinbera verður að draga úr samkeppnishömlum

Samkeppniseftirlitið hefur sent öllum sveitarfélögum á Íslandi bréf, þar sem minnt er á hversu brýnt það er að þau kappkosti að draga úr opinberum samkeppnishömlum og hvetji fremur til samkeppni. Með því sé unnt að bæta hag fyrirtækja og íbúa og um leið skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf á viðkomandi svæði. Almennt sé viðurkennt að í eflingu samkeppni felist rétt viðbrögð við efnahagskreppu. Í bréfinu er minnt á nokkur álit sem beint hefur verið til sveitarfélaga á síðustu árum þar sem fjallað er um álitaefni þessu tengd.

Steingrímur bendir á Karl bróður sinn

"Mér var haldið utan við allt, og ekki upplýstur um margt hjá Milestone,“ sagði Steingrímur Wernersson, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, Annar dagur réttarhaldanna í Vafningsmálinu fer fram í dómnum í dag.

Lars með nýja greiningu á íslensku efnahagslífi

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, mun kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á morgun. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn.

Þurfum minnst 1400 nýjar íbúðir á ári

Greiningardeild Arion banka spáir verðhækkun á næstu árum. Helstu ástæðurnar eru aukin umsvif í hagkerfinu samhliða vaxandi kaupmætti. Þá eru vaxtakjör hagstæð um þessar mundir sem eru ein afleiðing haftaumhverfis. Byggingarkostnaður er hár sem dregur úr hvata til nýbygginga. Ef verð hækkar ekki umfram byggingarkostnað er útlit fyrir að skortur verði á nýjum eignum.

Spá óbreyttum stýrivöxtum í desember

Hagfræðideild Landsbankans telur að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans þann 12. desember næstkomandi.

Troðfullt á fundi Arion banka um fasteignamarkaðinn

Troðfullt er í húsnæði Arion banka í Borgartúni þar sem árleg skýrsla greiningadeildar bankans um fasteignamarkaðinn framundan er kynnt. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, ávarpaði fundinn við upphaf hans. Hann sagði að íbúðarhúsnæði væri í flestum tilfellum mesta fjárfestinginn sem menn gerðu. Höskuldur fór líka yfir þróun markaðarins að undanförnu. "Mér skilst ssem betur fer að leysingar séu á markaði eftir fimmbulkulda síðustu ára,“ sagði Höskuldur. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður greiningadeildarinnar og Hafsteinn Gunnar Hauksson munu líka flytja erindi og gera grein fyrir niðurstöðum skýrslunnar.

Um 80 milljarða viðsnúningur á þróun viðskiptajöfnuðar

Verulegur viðsnúningur hefur orðið á þróun viðskiptajafnaðar landsins til hins betra. Jöfnuðurinn mældist hagstæður um 29.4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Til samanburður var jöfnuðurinn óhagstæður um tæpa 53 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Tilboð fyrir tæpa 10 milljarða bárust í Vodafone

Tilboð bárust í Vodafone fyrir 9,7 milljarða króna, en lokaða hluta útboðsins lauk klukkan fjögur í dag. Umframeftirspurn var 2,4 föld segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Útboð til almennings hefst á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir