Fleiri fréttir

Kaupin á West Ham efst í huga

Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi.

Ár mikilla fjárfestinga

Þetta var afar viðburðaríkt ár á öllum sviðum hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands. Skráning félagsins í Kauphöll Íslands gekk afar vel í upphafi árs. Þetta var ár mikilla fjárfestinga víðs vegar í Evrópu og Ameríku. Að sama skapi innleysti félagið góðan hagnað undir lok ársins þegar stórar einingar voru seldar fyrir mjög gott verð. Hagnaðurinn af eignasölunni var um 10,5 milljarðar króna.

Tækifærin spruttu fram á árinu

Mikið framboð af fjármagni og auknar skuldsetningar einkenndu alþjóðlega fjárfestingamarkaði á árinu 2006 líkt og árið á undan. Engu að síður má greina vatnaskil í einstaka greinum og á sumum markaðssvæðum.

Horfi með tilhlökkun til næsta árs

Það er enginn vafi á því að áframhaldandi vöxtur Exista og skráning félagsins í Kauphöll Íslands stendur upp úr í mínum huga þegar litið er yfir árið. Á vettvangi Viðskiptaráðs, þar sem ég gegni nú formennsku, var einkum eftirminnileg útgáfa skýrslu um ástand íslensks atvinnulífs og kynning á henni beggja vegna Atlantsála.

Undiralda breytinga

Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni.

Veikur grunnur íslensku krónunnar er áhyggjuefni

Athyglisverðustu tíðindin í viðskiptalífinu á Íslandi árið 2006 eru án vafa áhlaupið sem gert var á íslenskt efnahagslíf undir lok fyrsta ársfjórðungs. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækja hafi almennt gengið vel þá sannaði þetta áþreifanlega hversu brothætt íslenska hagkerfið er, meðan krónan spilar jafn stórt hlutverk í peningamálastefnunni og raun ber vitni.

Alþjóðlegt orðspor og ímynd

Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið.

Stormasamt en gjöfult ár að baki

Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár.

Stökkpallurinn sem hrundi

Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög.

Í hóp þeirra stærstu

Árið 2006 var einkar viðburðaríkt hjá Actavis. Félagið lauk kaupum á fjórum lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Rúmeníu og er starfsemi félagsins nú í 32 löndum. Auk þess hafa verið markaðssett um 300 samheitalyf á markaði samstæðunnar á árinu og önnur 300 verkefni eru í þróun og skráningu.

Besta ár í sögu SPRON

Árið 2006 er vafalaust besta ár í sögu SPRON. Auk þess sem afkoman hefur aldrei verið betri komum við einstaklega vel út úr könnunum sem við teljum afar mikilvægar fyrir þjónustufyrirtæki eins og SPRON.

Stefnufesta í úfnum sjó

Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins.

Ójafnvægi efnahagslífsins veldur enn áhyggjum

Árið 2006 var mjög viðburðaríkt ár hjá Marel. Í tengslum við aðalfund félagsins í febrúar var kynnt metnaðarfull stefna um áframhaldandi vöxt þess. Í stefnunni fólst að Marel stefndi að því að leiða samrunaferli sem fyrirsjánlegt var að gerðist á mörkuðum félagsins.

Sund selur og kaupir

Sund fjárfestingarfélag hefur eignast um fimm prósenta hlut í FL Group sem kostaði tæpa 9,3 milljarða króna. Seljandi bréfanna var FL.

Viðskiptaannáll 2006

Árið 2006 má segja að hafi verið nokkur eldskírn fyrir íslenskt bankakerfi og að nokkru leyti efnahagslíf. Eftir mikla útrás íslenskra fyrirtækja beindust augu alþjóðafjárfesta og peningastofnana í auknum mæli hingað og upp risu áleitnar spurningar um inn

Vorið og bankaóróinn

Óróleiki á fjármálamarkaði byrjaði með skrifum greiningardeilda og endaði með Mishkin og hálfsársuppgjörum bankanna.

Samrunar og sókn framundan

Árið 2006 var áhugavert fyrir marga hluta sakir en það sem bar hæst að mínum dómi var sá mótbyr sem íslensku viðskiptabankarnir fengu á sig á árinu og neikvæð umfjöllun erlendra fagaðila og fjölmiðla um þá. Þetta setti svip sinn á sókn bankanna erlendis og hægði á henni sem ég tel að mörgu leyti hafa verið jákvætt fyrir þá.

Skin og skúrir, en bjart framundan

Þetta var ár andstæðna þar sem skiptust á skin og skúrir. Reksturinn gekk mjög vel og bankinn óx og dafnaði. Starfsemin hér á landi gengur prýðilega um þessar mundir og í heild verður þetta gott ár fyrir okkur.

Flugtak Hannesar og FL Group

Hannes Smárason er maður ársins 2006 að mati dómnefndar Markaðarins. Hann fór inn í þetta ár með ýmsar hrakspár á bakinu og efasemdir um stefnu, en kemur út úr því með innleystan hagnað fyrir á fimmta tug milljarða og með eitt öflugasta fjárfestingarfélagið.

Búast við tapi hjá AMR

Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur.

Salan á Sterling kom ekki á óvart

Greiningardeild Landsbankans segir enga lognmollu í kringum FL Group á síðustu dögum ársins. Greiningardeildin segir sölu félagsins á danska lággjaldafélaginu Sterling ekki koma á óvart enda hafi komið fram á við uppgjör þriðja ársfjórðungs að stjórnendur FL Group ætluðu að selja Sterling að hluta eða félagið allt fyrir lok árs.

Ford og Toyota í samstarf?

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Toyota fór í methæðir í dag í kjölfar fregna þess efnis að stjórnarformaður fyrirtækisins og forstjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford hefðu fundað í Tókýó í Japan í síðustu viku.

Baugur orðaður við kaup á Moss Bros

Gengi hlutabréfa í bresku herrafataverslanakeðjunni Moss Bros hefur hækkað um rúm 13,6 prósent í kauphöll Lundúna í dag vegna orðróms um að Baugur ætli að kaupa verslanakeðjuna. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity. Moss Bros reka meðal annars Hugo Boss búðir í Bretlandi.

FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða

FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandinn er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu, Northern Travel Holding, sem er í eigu íslensku fjárfestingafélanna Fons, FL Group og Sund. Hannes Smárason segir söluna á Sterling mikilvægt skref og að spennandi afl verði til á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding.

Olíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman einn og hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er minni eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum yfir jólin vegna góðs veðurfars. Lækkunin sló á fyrri hækkun á hráolíuverði vegna ótta við að Íranar drægju úr olíuframleiðslu vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna.

Minnka hlutinn í Daybreak

Daybreak Holdco Ltd., dótturfyrirtæki 365 hf., hefur gefið út nýtt hlutafé. Vaxtaberandi skuldir 365 hf. lækka við það í um 8,1 milljarð króna.

FL Group kaupir í móðurfélagi American Airlines

FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR sem er móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Sagði í tilkynningunni að þeir hefðu stefnt að þessu í talsverðan tíma og hefðu eytt um 400 milljónum dollara í það, eða um 29 milljörðum íslenskra króna.

Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum

Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007.

Rússar kæra PWC

Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess.

Bloomberg les í olíuverðið

Flestir greinendur telja líkur á að heimsmarkaðsverð á hráolíu muni hækka í næstu viku vegna aðgerða OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, til að stemma stigu við verðlækkunum á olíu á seinni hluta árs og minnka umframbirgðir af olíu helstu hagkerfa, samkvæmt Bloomberg í gær.

Glitnir heldur einkunn

Lánshæfi Glitnis er óbreytt að mati Standard & Poor's sem staðfesti mat sitt þrátt fyrir að matsfyrirtækið hafi lækkað lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins.

Peningaskápurinn ...

Fjármálaeftirlitið birti á vef sínum í gær breytingu á skilgreiningu í leiðbeinandi tilmælum um efni starfsreglna stjórna fjármálafyrirtækja um hverjir teljist venslaðir fjármálafyrirtækjum. Hluti var þar undanskilinn skýrslugjöf um fyrirgreiðslur sem áður þurfti að skila reglulegum skýrslum um.

Actavis dregur úr framleiðslu í Evrópu

Actavis hefur tilkynnt um sölu á lyfjaverksmiðju sinni í Lier í Noregi til norska tryggingar­félagsins Storebrand. Félagið greiðir sem samsvarar 900 milljónum króna fyrir verksmiðjuna.

Kosningaslaki rýrir lánshæfismat íslenska ríkisins

Mikill viðsnúningur varð til hins verra á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði í gær eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor"s greindi frá því að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt úr AA- í A+ og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+. S&P lækkaði einnig lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar.

Gengið frá viðskiptum Straums og FL Group

Gengið hefur verið frá viðskiptum á 22,6% heildarhlutafjár í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf., á milli bankans og fjárfesta annars vegar og FL Group hf. hins vegar. Heildarkaupverð nemur 42,1 milljarði króna og greiðast um 28,3 milljarðar króna í reiðufé, um 10,2 milljarðar króna með hlutum í finnska flugfélaginu Finnair og um 3,5 milljarðar króna með hlutum í skráðum íslenskum félögum.

Statoil dregur úr olíuframleiðslu

Norska ríkisolíurisinn Statoil hefur ákveðið að minnka olíuframleiðslu á svokölluðu Kvitebjørnsvæði í Norðursjó í næstu fimm mánuði og mun framleiðslan eftirleiðis nema 95.000 tunnum af olíu í dag. Fyrirtækið grípur til þessa ráða til að tryggja olíubirgðir og vernda borholur. Þá horfir fyrirtækið til þess að auka framleiðslu sína á öðrum svæðum og vega þannig upp á móti skerðingunni.

Lánshæfismat Landsvirkjunar lækkar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Landsvirkjunar. Ástæðan er lækkun lánshæfis ríkissjóðs.

Krónan fellur eftir lækkað lánshæfismat ríkissjóðs

Krónan hefur fallið um tæp þrjú prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor’s greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Matsfyrirtækið segir lækkanirnar endurspegla minnkandi aðhald í ríkisfjármálum í aðdraganda þingkosninga á næsta ári og líkur hafi aukist á harðri lendingu í efnahagslífinu. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat. Fjárlög fyrir næsta ár sögð þensluhvetjandi og á skjön við peningamálastefnu Seðlabankans.

Icelandic Group selur VGI

Icelandic Group hefur gert samning um sölu á öllum hlutabréfum í VGI ehf, sem framleiðir umbúðir og rekstrarvörur til matvælafyrirtækja. Söluverð nemur 270 milljónum króna. Samningurinn tekur gildi á Nýársdag og taka nýir stjórnendur við rekstri félagsins frá þeim tíma.

Kaupþing spáir lægri verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings segir flest benda til að verðbólga hafi náð hámarki. Vegna vísbendinga um að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum muni draga úr verðbólguþrýstingi. Muni verðbólgumarkmiðið Seðlabankans verða náð á þriðja fjórðungi næsta árs. Greininardeildin spáir því sömuleiðis, að fasteignaverð muni lækka um 4 prósent á næsta ári.

Toyota stærsti bílaframleiðandi heims?

Allt virðist stefna í að japanski bílaframleiðandinn Toyota taki fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors sem stærsta fyrirtækið á þessu sviði á næsta ári. Toyota ætlar að gefa í á nýju ári og auka framleiðslu á nýjum bílum um 4 prósent sem jafngildir því að fyrirtækið búi til 9,42 milljónir bíla á árinu.

Vodafone staðfestir fyrirtækjaskoðun á Indlandi

Stjórn breska farsímarisans Vodafone hefur staðfest að fyrirtækið sé að íhuga að gera tilboð í indverska farsímafélagið Hutchison Essar. Vodafone mun bjóða allt að rúma 13,5 dali eða um 944 milljarða krónur í félagið. Með kaupunum er horft til þess að stækka fyrirtækið þar sem evrópski farsímamarkaðurinn er mettur.

Össur kaupir franskt stoðtækjafyrirtæki

Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur keypt franska fyrirtækið Gibaud Group fyrir um 132 milljónir Bandaríkjadala eða rúma 9,2 milljarða íslenskra króna. Gibaud Group er forystufyrirtæki í Frakklandi á sviði þróunar og framleiðslu á stuðningstækjum með sérstakri áherslu á spelkur og vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir (phlebology).

Sjá næstu 50 fréttir