Fleiri fréttir Upp fyrir SPRON Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008. 6.12.2006 00:01 Svartur listi FATF tómur Til eru samtök sem bera heitið The Financial Action Task Force (eða FATF, sem hljómar eins og heimsyfirráðasamtök úr Bond-mynd) og eru samtök um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi. 6.12.2006 00:01 Viðskiptahallinn nærri tvöfaldast á milli ára Viðskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 80,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessar árs samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að viðskiptahallinn á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 205 milljarðar króna sem er nærri því tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra þegar hann var 103 milljarðar 5.12.2006 16:39 Forstjóraskipti hjá Rio Tinto Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese. 5.12.2006 16:10 Ríkið selur hlut sinn í Alitalia Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega. 5.12.2006 15:24 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi. 5.12.2006 13:59 Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. 5.12.2006 13:52 NASA byggir geimsetur á tunglinu Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, sagðist í dag ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins. 4.12.2006 22:17 Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu. 4.12.2006 13:40 Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn. 4.12.2006 13:35 Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. 4.12.2006 12:13 Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. 4.12.2006 09:42 Vogun ver sig 2.12.2006 00:01 Aer Lingus boðar hagræðingu Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins. 1.12.2006 15:47 Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland. 1.12.2006 15:13 Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan. 1.12.2006 10:51 Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. 1.12.2006 10:30 Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. 1.12.2006 10:08 Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda. 1.12.2006 09:39 Teymi semur um endurfjármögnun Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur. 1.12.2006 09:28 Svínabændur uggandi Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. 1.12.2006 07:30 Rússneskur ríkisrekstur áhyggjuefni Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. 1.12.2006 06:45 Lánshæfi staðfest Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Bankinn er með langtímaeinkunn BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D, og svokölluð stuðningseinkunn er 3. 1.12.2006 06:45 Föroya Sparikassi á Euroland Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyrirtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com. 1.12.2006 06:30 OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX. 1.12.2006 06:30 Fólki fjölgar í fjármálageira Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. 1.12.2006 06:30 Farice með nýjan vef Farice, sem rekur ljósleiðarastreng héðan til Skotlands með viðkomu í Færeyjum, hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.farice.is. 1.12.2006 06:15 Elstu leikfangagerð Bretlands lokað Breski leikfangaframleiðandinn Merrythought hefur verið lýstur gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1930, er eitt elsta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. 1.12.2006 06:00 Peningaskápurinn ... Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum. 1.12.2006 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Upp fyrir SPRON Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008. 6.12.2006 00:01
Svartur listi FATF tómur Til eru samtök sem bera heitið The Financial Action Task Force (eða FATF, sem hljómar eins og heimsyfirráðasamtök úr Bond-mynd) og eru samtök um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi. 6.12.2006 00:01
Viðskiptahallinn nærri tvöfaldast á milli ára Viðskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 80,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þessar árs samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að viðskiptahallinn á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 205 milljarðar króna sem er nærri því tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra þegar hann var 103 milljarðar 5.12.2006 16:39
Forstjóraskipti hjá Rio Tinto Ákveðið hefur verið að skipta um forstjóra hjá ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Leigh Clifford, forstjóri fyrirtækisins, mun láta af störfum í maí en við starfi hans tekur Tom Albanese. 5.12.2006 16:10
Ríkið selur hlut sinn í Alitalia Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna. Af því geti aðeins orðið verði skuldastaða flugfélagsins bætt verulega. 5.12.2006 15:24
Næstmesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar hækkaði um 1,7 prósent í október samanborið við 2,1 prósents hækkun á milli mánaða í september. Ef raforkuverð er undanskilið jafngildir þetta 2,2 prósenta verðbólgu sem er óbreytt á milli mánaða. Næstmesta verðbólgan er líkt og fyrr hér á landi. 5.12.2006 13:59
Sensex í nýjum methæðum Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði nýjum methæðum í dag þegar hún rauf 14.000 stiga múrinn við upphaf viðskipta. Um sögulegt met er að ræða. Vísitalan seig nokkuð og fór niður fyrir 14.000 stig eftir því sem leið á daginn. 5.12.2006 13:52
NASA byggir geimsetur á tunglinu Geimferðastofnun Bandaríkjamanna, NASA, sagðist í dag ætla að byggja varanlega geimstöð á tunglinu, að öllum líkindum á norðurpóli tunglsins. Stöðin verður miðstöð rannsókna á tunglinu auk þess að leggja grunninn að ferðalögum til Mars. Byggingin mun hefjast árið 2020, og munu þá tunglferðir verða tíðari, til þess að flytja megi byggingarefni til tunglsins. 4.12.2006 22:17
Landsbankinn mælir með kaupum í Icelandair Greiningardeild Landsbankans mælir með þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair Group Holding, sem lýkur í kvöld. Deildin telur virði félagsins standa undir útboðsgengi og mælir með að langtímafjárfestar taki þátt í útboðinu. 4.12.2006 13:40
Actavis hækkar hlutafé vegna kaupréttarsamninga Stjórn Actavis Group hf. ákvað á föstudag í síðustu viku, 1. desember síðastliðinn, að nýta heimild sína til hækkunar hlutafjár til að mæta skuldbindingum félagsins vegna kaupréttarsamninga við starfsmenn. 4.12.2006 13:35
Líkur á hærri stýrivöxtum í Evrópu Evrópski seðlabankinn mun á fimmtudag ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi í Evrópu. Greiningardeild Glitnis segir sérfræðinga spá vaxtahækkun, þeirri sjöttu á árinu. 4.12.2006 12:13
Gengi Pfizer féll Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfi. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu. 4.12.2006 09:42
Aer Lingus boðar hagræðingu Írska flugfélagið Aer Lingus, sem var einkavætt í septemberlok, hefur boðað hagræðingaraðgerðir á næsta ári til að draga úr útgjöldum og auka hagnað fyrirtækisins. 1.12.2006 15:47
Aldrei fleiri ferðamenn til Írlands Aldrei fleiri ferðmenn hafa sótt Írland heim en á þessu ári. 8,8 milljónir ferðamanna komu landsins það sem af er árs, en það er 8,5 prósenta aukning á milli ára og met, samkvæmt írska blaðinu Tourism Ireland. 1.12.2006 15:13
Minna atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,7 prósent á evrusvæðinu í október, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er 0,1 prósentustigi minna atvinnuleysi en í mánuðinum á undan. 1.12.2006 10:51
Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. 1.12.2006 10:30
Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. 1.12.2006 10:08
Landsbankinn sölutryggir hlut 365 í Wyndeham Gengið hefur verið frá samkomulagi við Landsbanka Íslands um að sölutryggja 64% eignarhlut 365 hf. í Daybreak Acquisitions Ltd, sem á allan eignarhlut í bresku prentsmiðjunni Wyndeham Press Group. Félagið mun ráðstafa söluandvirði eignanna til lækkunar skulda. 1.12.2006 09:39
Teymi semur um endurfjármögnun Teymi hf. hefur gengið frá samkomulagi um sölu á fasteignum fyrirtækisins fyrir tæpa 2 milljarða krónur. Andvirðinu verður varið til niðurgreiðslu skulda. Félagið hefur ennfremur samið við Landsbankann um endurfjármögnun og stefnir að hlutafjárútboði á fyrsta fjórðungi næsta árs þar sem hlutafé verður aukið um 6 milljarða krónur. 1.12.2006 09:28
Svínabændur uggandi Danskir bændur óttast að hagur sinn versni eftir að stjórnvöld í Rússlandi hótuðu að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum frá löndum Evrópusambandsins á næsta ári. Ástæðan er andstaða stjórnvalda við inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í sambandið í upphafi næsta árs. 1.12.2006 07:30
Rússneskur ríkisrekstur áhyggjuefni Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur lýst yfir áhyggjum vegna mikils vaxtar rússneska ríkisorkufyrirtækisins Gazprom, sem sagt er hafa einokunarstöðu á markaði fyrir jarðgas í Austur-Evrópu. 1.12.2006 06:45
Lánshæfi staðfest Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Bankinn er með langtímaeinkunn BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháða einkunn C/D, og svokölluð stuðningseinkunn er 3. 1.12.2006 06:45
Föroya Sparikassi á Euroland Föroya Sparikassi Group, sem verður skráður í Kauphöll Íslands á næsta ári, er fyrsta óskráða fyrirtækið sem fær aðild að sænsku fjármálaveitunni Euroland.com. 1.12.2006 06:30
OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX. 1.12.2006 06:30
Fólki fjölgar í fjármálageira Í árslok 2005 voru stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum (móðurfélög) 4.548 talsins og fjölgaði þeim um 359 eða um tæp níu prósent á milli ára samkvæmt tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. 1.12.2006 06:30
Farice með nýjan vef Farice, sem rekur ljósleiðarastreng héðan til Skotlands með viðkomu í Færeyjum, hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.farice.is. 1.12.2006 06:15
Elstu leikfangagerð Bretlands lokað Breski leikfangaframleiðandinn Merrythought hefur verið lýstur gjaldþrota. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1930, er eitt elsta fyrirtækið í Bretlandi í þessum geira og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. 1.12.2006 06:00
Peningaskápurinn ... Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum. 1.12.2006 06:00