Fleiri fréttir

Avion opnar nýjar höfuðstöðvar

Avion House, nýjar höfuðstöðvar Avion Group flugrekandans, verða opnaðar í nýbyggingu við Hlíðarsmára 3 í Kópavogi í dag og munu 220 manns starfa þar á vegum félagsins, auk dótturfélagsins Atlanta. Annars er félagið með starfsstöðvar í 29 löndum í öllum byggðum heimsálfum, gerir út 67 flugvélar og eru strarfsmenn i heild um 3.200.

Fjárfestar gæti sömu hagsmuna

Litlir og stórir fjárfestar hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta og átök milli þeirra geta skaðað fyrirtækin. Þetta kom fram á opnum morgunverðarfundi sem Samtök fjárfesta efndu til á Hótel Sögu í morgun.

VÍS ekki leiðandi kaupandi

Finnur Ingólfsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, sagði í viðtali á morgunvakt Ríkisútvarpsins í morgun að VÍS yrði alls ekki leiðandi kaupandi á Símanum, eins og sögur ganga um. Hins vegar væri ekki útilokað að fyrirtækið yrði þátttakandi í stærri hópi fjárfesta en ekkert væri ákveðið um það.

Hóparnir vinna saman

Þeir tveir aðilar sem skráð hafa einstaklinga sem vilja kaupa hlut í Símanum hafa ákveðið að vinna saman og leita nú samstarfs. Agnes Bragadóttir segir enga stóra fjárfesta hafa gert formlegt tilboð, en hún á allt eins von á að fjárfestar muni slást um að vera með almenningi í tilboðshópi.

Straumur seldi í TM

Straumur hefur selt tæplega fjörutíu prósenta hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni. Kaupendur eru Sund ehf., sem keypti 20%, Fjárfestingarfélag sparisjóðanna, sem keypti 12,9%, og Höfðaborg sem keypti 5%.

Verðbólgan niður fyrir þolmörk

Verðbólgan mun fara niður fyrir þolmörk Seðlabankans í maí ef spá greiningardeildar Íslandsbanka gengur eftir. Verðbólgan er núna 4,3% en fer samvæmt spá niður í 3,7%.

Útflutningur í Afríku jókst um 31%

Samkvæmt skýrslu frá Alþjóðaviðskiptastofnuninni WTO jukust alþjóðaviðskipti um 9% á síðastliðnu ári og því er spáð að þau muni vaxa um 6,5% á þessu ári. Í skýrslunni kemur einnig fram að vöruútflutningur frá Afríku jókst um 31% í fyrra sem er mesta aukning í rúma hálfa öld.

Síminn: Frestur frá stjórnvöldum?

Hópurinn sem stendur að söfnun hluthafa til kaupa á Símanum íhugar að fá frest hjá stjórnvöldum til að fá ráðrúm til að vinna að málinu. Í dag hafði hópurinn safnað hlutafjárloforðum upp á tólf og hálfan milljarð króna.

Baugur tilbúinn að selja

Baugur er tilbúinn að selja hlut sinn í stórverslanakeðjunni Iceland, takist þeim að festa kaup á Somerfield. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu. 

Vísitalan hefur hækkað um 4,3%

Vísitala neysluverðs í apríl hækkaði um 0,21% frá fyrra mánuði og munaði þar lang mest um hækkun húsnæðis um tæp 4% og hækkun á fatnaði um tæp 3% þar sem útsölur eru búnar. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3%.

Níunda besta viðskiptaumhverfið

Ísland er samkeppnishæfasta land Evrópu og í 9.-10. sæti á lista yfir þau lönd þar sem viðskiptaumhverfið er best í heiminum. Hér er til dæmis mjög auðvelt að stofna fyrirtæki og hagvöxtur er mikill.

Skráð fyrir 979 milljónum

878 manns höfðu í morgun skráð sig fyrir 979 milljónum króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum, samkvæmt upplýsingum á vef logiledger. Þar segir að ætlunin sé að stofna félag og bjóða í fyrirtækið, ef loforð fást fyrir meira en milljarði króna.

Gerir tilboð í Póllandi

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur, ásamt pólsku fyrirtæki, gert tilboð í símaleyfi í Póllandi fyrir fjórða GSM-kerfið þar í landi og þriðju kynslóð flutningskerfis. Tvö önnur erlend fyrirtæki gera tilboð í leyfið og er stefnt að því að velja tilboðsgjafann 9. maí næstkomandi.

Síminn: Hátt í 4000 hafa skráð sig

Á fjórða þúsund einstaklingar hafa skráð sig fyrir meira en tveimur milljörðum króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum hjá tveimur hópum. Forsvarsmaður söfnunarinnar á bókhaldssíðunni logiledger segir vel koma til greina að sameinast hópi Agnesar Bragadóttur.

Síminn: 7-8 milljarðar komnir

Þúsundir einstaklinga hafa skráð sig fyrir 7-8 milljörðum króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum hjá tveimur hópum. Ingvar Guðmundsson, forsvarsmaður söfnunarinnar á bókhaldssíðunni logiledger, segir vel koma til greina að sameinast hópi Agnesar Bragadóttur þegar fram líða stundir.

Hagnaður aukist um 78%

Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hagnaður sextán félaga í Kauphöll Íslands nemi samtals 31,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi og aukist um 78% frá því í fyrra. Þetta er gífurleg aukning á milli ára, eða um 13,7 milljarða króna, en að langmestu leyti er það tilkomið vegna mikillar hagnaðaraukningar hjá KB banka.

Olíuverð lækkar enn

Olíuverð lækkaði enn í dag og fór í rétt rúma 50 dali á tunnuna. Hefur verðið ekki verið lægra í sjö vikur en það náði sögulegu hámarki í síðustu viku þegar það fór yfir 58 dali á tunnuna.

Hóparnir útiloka ekki samstarf

Á fjórða þúsund einstaklingar hafa skráð sig fyrir á áttunda milljarð króna til kaupa á hlutabréfum í Símanum hjá tveimur hópum. Hóparnir tveir útiloka ekki samstarf.

Jafnvægi að nást á olíumarkaði

Sprenging í olíuþörf sem valdið hefur mikilli olíuverðshækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segja allt benda til þess að olíuþörfin sé nú að jafnast út eftir að hafa aukist gríðarlega undanfarin tvö ár.

Vilja ekki spá verðhjöðnun strax

Gríðarmikil olíuþörf sem valdið hefur mikilli verðhækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar vilja þó ekki spá verðhjöðnun strax og er jafnvel búist við að verð hækki fram á sumar vegna ferðalaga fólks yfir sumartímann.

Óákveðið hvort krafist verði bóta

Síminn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni kerfjast bóta vegna þess að Og fjarskipti hafa ekki gætt jafnræðis í verðlagningu gagnvart Símanum samkvæmt úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.

Íslendingar eyði ekki um efni fram

Krítarkortaeyðsla Íslendinga í útlöndum hefur aukist um 33 prósent á einu ári. Ingólfur Bender, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, telur Íslendinga ekki vera eyða langt um efni fram.

Viðskiptaumhverfið með því besta

Ísland lenti í 9. til 10. sæti af 150 ríkjum þegar samanburður var gerður á viðskiptaumhverfi í löndunum í fyrra. Þetta kom fram á hádegisfundi Verslunaráðs Íslands og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í dag þar sem fjallað var um skýrslu Alþjóðabankans sem kallast <em>Doing business</em>. Skýrslan var unnin í samvinnu við Verslunarráð og viðskiptaþjónustuna.

Gríðarlegur áhugi á bréfum Símans

Gríðarlegur áhugi virðist vera meðal almennings að kaupa Landssímann, ef marka má fyrstu viðbrögð, en loforð upp á hundruð milljóna hafa borist. Forsætisráðherra lýsir ánægju með áhuga almennings.

Áfram spenna á húsnæðismarkaði

Spennan á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að magnast. Ef litið er fjórar vikur aftur í tímann hefur verð hækkað um fimm prósent sem er talsvert yfir meðallagi síðustu tólf mánaða. Þá var húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu tæpir fimm milljarðar í síðustu viku sem er nokkru yfir meðallagi.

KredittBanken kaupir norskt félag

KredittBanken, dótturfélag Íslandsbanka í Noregi, hefur vilyrði fyrir yfir 50% af hlutabréfum í fjármálafyrirtækinu FactoNor og mun í framhaldinu gera tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Eyða meiri peningum ytra

Íslendingar virðast vera að nýta sér sterka stöðu krónunnar til mikilla viðskipta erlendis ef marka má aukningu á krítarkortaviðskiptum landans í útlöndum. Í febrúar straujuðu Íslendingar fyrir 2,1 milljarð króna í útlöndum og er það um þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Þá voru íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll 36 prósentum fleiri í febrúar í ár en í sama mánuði í fyrra samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka.

Samherji selur skip til Úrúgvæs

Samherji hefur gengið frá sölusamningi á Margréti EA 710 við útgerðarfyrirtæki í Montevideo í Úrúgvæ. Frá þessu er greint á heimasíðu Samherja. Samningurinn er með fyrirvara um skoðun kaupanda á botni skipsins, en gera má ráð fyrir að sigli skipið frá Akureyri í næstu viku ef botnsskoðun stenst og á siglingin til Úrúgvæs að taka um mánuð.

Kaupa fimm vélar í viðbót

Stjórn Flugleiða, eða FL GROUP, samþykkti á fundi sínum í dag að undirrita samning við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum um kaup á fimm Boeing 737-800 flugvélum til viðbótar við þær 10 sem samið var um í febrúar. Félagið fékk kauprétt á þessum fimm flugvélum sem hluta af samningnum sem undirritaður var í febrúar og hefur nú ákveðið að nýta þennan rétt.

Almenningur bjóði í Símann

Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings.

40 fyrirtæki með ólöglegt vinnuafl

Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir.

Fullbókað í ferð

Fulltrúar 95 fyrirtækja, tæplega 200 manns, munu fylgja forseta Íslands í opinbera heimsókn til Kína 15.-22. maí.

Vöruskiptahallinn rýkur upp

Vöruskiptahallinn við útlönd hefur rokið upp í mars að mati greiningardeildar Landsbankans, þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Útlit er fyrir að hann hafi verið um fimm milljarðar króna sem bætast þá við þá 5,7 milljarða sem hann var óhagstæður fyrstu tvo mánuði ársins.

Morgan Stanley brotlegt

Ráðgjafa- og fjármálafyrirtækið Morgan Stanley, sem er ráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar við sölu á Landssímanum, hefur gerst brotlegt við reglur norrænu raforkukauphallarinnar Nord Pool.

RARIK tók tilboði ÍAV

RARIK hefur tekið tilboði Íslenskra aðalverktaka um stækkun Lagarfossvirkjunar. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 838 milljónir króna sem er um 75 prósent af kostnaðaráætlun RARIK.

Össur vann mál í Bandaríkjunum

Össur tilkynnti í dag um að sigur hefði unnist í málarekstri sem félagið höfðaði á hendur Bledsoe Brace System vegna brota á einkaleyfum. Dómstóll í Seattle komst að þeirri niðurstöðu að Bledsoe, sem er dótturfyrirtæki Medical Technology Inc., þyrfti að greiða Össuri bætur vegna brotanna upp á 3,4 milljónir bandaríkjadala.

Útrásin er ekki flótti!

Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, telur að útrás fyrirtækjanna sé ekki flótti frá íslenskum vinnumarkaði eða velferðarkerfi.

Útrás eða flótti

Forystumenn í verkalýðshreyfingunni velta fyrir sér hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé í raun útrás eða kannski flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð kjör og verkalýðshreyfingin er sterk. </font /></b />

Seldi hlutabréf í Og Vodafone

Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar losuðu sig við hlutabréf sín í Og Vodafone skömmu áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans. Hlutabréfin hefðu gert Björgólf Thor vanhæfan til að bjóða í Símann.

Sýslumaður samþykkti beiðni Kers

Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í dag beiðni Kers og fleiri hluthafa í Festingu ehf. um að setja lögbann við því að Angus hagnýti sér þann rétt sem fylgir hlutafjáreign félagsins í Festingu. Jafnframt var lagt lögbann við því að Angus gæti framselt hluti sína til þriðja aðila. Lögbannið tekur gildi síðar í dag þegar lögð hefur verið fram 75 milljóna króna trygging af hálfu Kers.

Vinnslustöðin umbunar starfsfólki

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. hefur ákveðið að umbuna fastráðnum starfsmönnum sínum til sjós og lands fyrir vel unnin störf með því að afhenda þeim hlutabréf í félaginu að nafnvirði um 2 milljónir króna. Heildarverðmæti bréfanna er um 8 milljónir króna miðað við gengið 4, síðasta skráða gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni í Kauphöll Íslands.

Varað við sænsku fyrirtæki

Samtök atvinnulífsins vara á heimasíðu sinni við sænska félaginu Nordisk Industri, sem hefur skrifað íslenskum fyrirtækjum og óskað eftir almennum upplýsingum um þau. Samtökin telja að þarna séu svikahrappar á ferð og segja að nokkuð hafi borið á því að að íslenskum fyrirtækjum hafi borist erindi frá sænska fyrirtækinu þar sem óskað er skriflegrar staðfestingar á faxi á upplýsingum, meðal annars um símanúmer og heimilisfang.

80% hagnaðaraukning á árinu

Hagnaður helstu félaganna í Kauphöllinni á fyrstu þremur mánuðum ársins eykst um tæp 80 prósent milli ára ef afkomuspá greiningardeildar Íslandsbanka gengur eftir. Munar þar mestu um 11,3 milljarða króna hagnað KB banka en hagnaður KB banka á sama tíma í fyrra var 2,65 milljarðar.

Útlit fyrir fimm milljarða halla

Útlit er fyrir að vöruskiptahalli í mars verði rúmir fimm milljarðar, en innflutningur í mánuðinum var 16 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í hálffimm-fréttum KB banka.

Sjá næstu 50 fréttir