Almenningur bjóði í Símann 11. apríl 2005 00:01 Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent