Fleiri fréttir

Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

Spurning um næsta áfanga?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stjórnlagaráð hefur lokið störfum og hugmyndir að nýrri stjórnarskrá litið dagsins ljós, sumar nýtilegar og aðrar ekki eins og gengur. Formlega er málið nú í höndum Alþingis, sem ber ábyrgðina, þó að ríkisstjórnin ráði för.

Stjórnlögum náð

Pawel Bartoszek skrifar

Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg.

Við lýsum eftir stuðningi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi.

Neyðin í Afríku er ekki ný af nálinni

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Af þeim hörmungarfréttum sem hafa dunið yfir undanfarna daga hafa hryðjuverkin í Noregi verið mest áberandi. Það er eðlilegt vegna skyldleika og nálægðar við Noreg að finna sérstaklega til með þeim, en margir hafa réttilega bent á að víða annars staðar um heiminn gerast skelfilegir atburðir á hverjum degi.

Heildarstefnumótun nauðsynleg

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sífellt fleiri þolendur kynferðisbrota hafa hugrekki til að stíga fram og greina frá þeim brotum sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta á ekki síst við fólk sem orðið hefur fyrir brotum innan vébanda skóla, trúfélaga og ýmissa félagasamtaka.

Ágæt áskorun frá Evrópu

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu.

„Við“ og „hinir“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við erum auðvitað misjafnlega félagslynd en okkur er það samt flestum eiginlegt að vilja lifa í samfélagi við aðra menn; við höfum þörf fyrir félagsskap, samkennd, samvinnu – og speglun.

Með kærleika gegn hatri

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks.

Ný heimsmynd á Norðurlöndum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin.

Einkaframkvæmdarstefnan

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva vegaframkvæmdir og nýja fangelsisbyggingu. Ágreiningslaust er að framkvæmdirnar eru brýnar og ríkissjóður er tómur. Fordómar ráðherrans gagnvart því sem kallað er einkaframkvæmd eru sagðir ráða því að allt situr fast.

Brotalamir sem verður að laga

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda.

Rússagull

Þorvaldur Gylfason skrifar

Gengið gegn lífseigum fordómum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum.

Hægt að bjarga lífi barns

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert.

Rannsóknina þarf að rannsaka

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum.

Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru.

Útilegumaður deyr

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð.

Nördarnir eru framtíðin

Ólafur Stephensen skrifar

Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum.

Vörnin

Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning.

Sektum sóðana

Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá.

Múgurinn spurður II

Pawel Bartoszek skrifar

Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn.

Tímaskekkjur í skipulaginu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni.

Saga frá Keníu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust

Ástæðulaus ótti

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum

Varnarlínur gegn skynsemi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað.

Stöðugleika beðið

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða.

„Látum þá alla svelgja okkur“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd.

Ekki tefja nýtt fangelsi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun.

Öfugsnúin staða

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru.

Múgurinn spurður

Pawel Bartoszek skrifar

Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“.

Skref í átt að sæmilegri sátt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar.

Rökin fyrir fækkun þingmanna

Þorvaldur Gylfason skrifar

Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í samlyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa.

Ógagnleg upphlaup

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands.

Ber að neðan

Sigga Dögg skrifar

Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta.

„Mjög sláandi“

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót.

Tæknileg fitubrennsla

Bergþór Bjarnason skrifar

Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu.

Það sem við vitum ekki

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur.

Hagsmunir fórnarlambanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Tillaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni.

Uppáhaldssynir og olnbogabörn

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. "Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka,“ sagði bæjarstjórinn stoltur. "Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum.“

Íþróttasjálfurinn

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk.

Deilan um „óreiðumannastefnuna“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið.

Ráðherrann og fyrirspyrjandinn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra eru mikilvægur þáttur í aðhaldi þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þessi réttur þingmanna er þó stundum misnotaður; stundum liggja svörin þegar fyrir og stundum spyrja þeir spurninga sem leiða af sér mikla vinnu fyrir ráðuneytin án þess að við blasi að upplýsingarnar skipti miklu máli.

Dómskerfi nr. 2

Pawel Bartoszek skrifar

Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö.

Gervihnattapólitík

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda.

Sjá næstu 50 greinar