Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. júlí 2011 07:00 Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þetta plagg er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er hér um að ræða fyrstu frumsömdu stjórnarskrá lýðveldisins og myndu nú margir segja að tími væri kominn til eftir hartnær 70 ár og tilraunir ýmissa nefnda skipuðum valinkunnum mönnum til að koma saman nýrri stjórnarskrá. Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi voru einkunnarorð stjórnlagaráðsins og þess sér stað í frumvarpinu sem er unnið í anda þjóðfundarins 2010, auk þess sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var meðal þess sem haft var til hliðsjónar í starfi ráðsins. Tilraunin sem fólst í stjórnlagaþinginu sem svo varð stjórnlagaráð er einstæð. Í stjórnlagaráðinu kom saman breiður hópur Íslendinga sem áttu sameiginlegan einlægan áhuga á lýðræði og þátttöku í að skrifa Íslendingum nýja stjórnarskrá. Sumir áttu eitthvert bakland í pólitík, aðrir í ýmiss konar hagsmunasamtökum en margir komu einnig stakir leiks. Hópurinn vann svo saman í einingu, skilaði verki sínu á tilsettum tíma, plaggi sem hið 25 manna ráð samþykkti einum rómi. Þessir fulltrúar verðskulda þakkir íslensku þjóðarinnar fyrir vel unnin störf. Þorvaldur Gylfason lét þau orð falla þegar frumvarpið var afhent Alþingi í gær að um væri að ræða stærsta sigur í lýðræðissögu Íslands vegna þess einhugar sem ríkti um það í ráðinu. Ekki ber þó að skilja þetta samhljóða samþykki á þann veg að allir væru alltaf sammála um allt sem þar stendur því sannarlega var tekist á um margt á fyrri stigum ferlisins. Hins vegar ríkti um það eining í ráðinu að standa sameiginlega að því lokaplaggi sem orðið hafði til í lýðræðislegu vinnuferli. Tillögurnar fara nú til meðferðar Alþingis en þar hefur verið skipuð sérstök fastanefnd sem fjallar um stjórnskipunarmál. Sömuleiðis hefur ráðið hvatt til þess að efnt verði til víðtækrar umræðu í samfélaginu um það frumvarp sem nú liggur fyrir. Með starfi sínu hefur stjórnlagaráðið sett fordæmi sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar, meðal annars alþingismenn og ýmsir aðrir sem láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni. Stjórnlagaráð hefur vonandi með starfi sínu og umræðuhefð lagt grunninn að málefnalegri umræðu um það frumvarp að stjórnarskrá sem nú liggur fyrir. Dapurlegt væri í það minnsta ef frumvarpið yrði ómálefnalegri hatursumræðu að bráð eins og svo margt annað sem rætt er um í íslensku samfélagi. Lokamarkmiðið er svo vitanlega það að Íslendingar fagni nýrri stjórnarskrá á allra næstu árum, til dæmis þann 17. júní árið 2014 þegar lýðveldið verður sjötugt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þetta plagg er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er hér um að ræða fyrstu frumsömdu stjórnarskrá lýðveldisins og myndu nú margir segja að tími væri kominn til eftir hartnær 70 ár og tilraunir ýmissa nefnda skipuðum valinkunnum mönnum til að koma saman nýrri stjórnarskrá. Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi voru einkunnarorð stjórnlagaráðsins og þess sér stað í frumvarpinu sem er unnið í anda þjóðfundarins 2010, auk þess sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var meðal þess sem haft var til hliðsjónar í starfi ráðsins. Tilraunin sem fólst í stjórnlagaþinginu sem svo varð stjórnlagaráð er einstæð. Í stjórnlagaráðinu kom saman breiður hópur Íslendinga sem áttu sameiginlegan einlægan áhuga á lýðræði og þátttöku í að skrifa Íslendingum nýja stjórnarskrá. Sumir áttu eitthvert bakland í pólitík, aðrir í ýmiss konar hagsmunasamtökum en margir komu einnig stakir leiks. Hópurinn vann svo saman í einingu, skilaði verki sínu á tilsettum tíma, plaggi sem hið 25 manna ráð samþykkti einum rómi. Þessir fulltrúar verðskulda þakkir íslensku þjóðarinnar fyrir vel unnin störf. Þorvaldur Gylfason lét þau orð falla þegar frumvarpið var afhent Alþingi í gær að um væri að ræða stærsta sigur í lýðræðissögu Íslands vegna þess einhugar sem ríkti um það í ráðinu. Ekki ber þó að skilja þetta samhljóða samþykki á þann veg að allir væru alltaf sammála um allt sem þar stendur því sannarlega var tekist á um margt á fyrri stigum ferlisins. Hins vegar ríkti um það eining í ráðinu að standa sameiginlega að því lokaplaggi sem orðið hafði til í lýðræðislegu vinnuferli. Tillögurnar fara nú til meðferðar Alþingis en þar hefur verið skipuð sérstök fastanefnd sem fjallar um stjórnskipunarmál. Sömuleiðis hefur ráðið hvatt til þess að efnt verði til víðtækrar umræðu í samfélaginu um það frumvarp sem nú liggur fyrir. Með starfi sínu hefur stjórnlagaráðið sett fordæmi sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar, meðal annars alþingismenn og ýmsir aðrir sem láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni. Stjórnlagaráð hefur vonandi með starfi sínu og umræðuhefð lagt grunninn að málefnalegri umræðu um það frumvarp að stjórnarskrá sem nú liggur fyrir. Dapurlegt væri í það minnsta ef frumvarpið yrði ómálefnalegri hatursumræðu að bráð eins og svo margt annað sem rætt er um í íslensku samfélagi. Lokamarkmiðið er svo vitanlega það að Íslendingar fagni nýrri stjórnarskrá á allra næstu árum, til dæmis þann 17. júní árið 2014 þegar lýðveldið verður sjötugt.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun