Fleiri fréttir

Aukum kaupmátt tugþúsunda launamanna

Valgerður Sigurðardóttir skrifar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks kynnti í gær tillögu þar sem áhersla er lögð á að liðka til í kjaraviðræðunum sem fram undan eru.

Ösku(r)dagur

Bjarni Karlsson skrifar

Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni.

Frelsi til að grilla

Katrín Atladóttir skrifar

Með bættum lífskjörum verða Íslendingar veraldarvanari. Algengt er að fólk ferðist víða um heim, verji tíma í stórborgum og jafnvel afli sér menntunar eða starfi erlendis. Það er vant fjölbreyttu borgarlífi sem og úrvali vöru og þjónustu.

Til varnar femínisma ii

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Í fyrri grein (Fréttablaðið 14.02.19) sagði ég dæmisögu frá Kanada, um það hvernig öfgafemínistar eru að koma óorði á femínismann, þar rétt eins og hér. Saklaus maður var lýstur sekur án dóms og laga og líf hans lagt í rúst.

Leikjafræði

Haukur Örn Birgisson skrifar

Nokkur verkalýðsfélög ætla nú í verkföll eftir að hafa slitið kjaraviðræðum. Fyrsta verkfallið var samþykkt með 89% greiddra atkvæða.

Andvaraleysi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Hjarðónæmi er dýrmætur og einstakur ábati sem rekja má til tveggja ólíkra, en þó nátengdra, þátta: annars vegar skilvirks bóluefnis og hins vegar öflugrar þátttöku í bólusetningu.

Þruman er að boða okkur stríð

Bubbi Morthens skrifar

Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum?

Sprengidagar

Skúli Ólafsson skrifar

Allt á sér sögu og bakgrunn. Þessir tímar áts sem nú standa yfir, eru leifar af kjötkveðjuhátíð. Vikurnar fram undan, allt til páska, kallast fasta.

Kjarapakki

Eyþór Arnalds skrifar

Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar.

Eiga allir að grauta í öllu?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Læknar eru læknar og lækna fólk, röntgentæknar taka röntgenmyndir, flugumferðarsjórar stjórna flugumferð, vélstjórar stjórna vélum og forritarar forrita.

Styttri vinnudagur, betri vinnustaður

Trausti Björgvinsson skrifar

Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu.

Reiptog úreltra og nýrra tíma

Hjördís Albertsdóttir skrifar

Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Heiðarleiki

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum.

Hvað mun sigra?

Guðmundur Steingrímsson skrifar

Framlag Íslands í Júróvisjón í ár er hressandi. Það fær mann til að hugsa. Og hlæja. Og fara í stuð. Þetta er frábært atriði.

Gullfiskaminni

Guðmundur Brynjólfsson skrifar

Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni.

Stórsóknarfórn

Óttar Guðmundsson skrifar

Ég fylgdist sem ungur drengur með baráttu Dagsbrúnarmanna fyrir bættum kjörum. Í verkfallinu 1955 smurði ég brauð ásamt foreldrum mínum handa verkafólkinu í eldlínunni.

Flækjast fyrir

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Dregið hefur úr trausti til Alþingis og borgarstjórnar, samkvæmt könnun Gallup. En dómskerfinu, lögreglunni og ríkissaksóknara vex ásmegin í vitund þjóðarinnar.

Að stela mat úr munni

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Árið 1960, þegar Bonnie Tiburzi var tólf ára, fór hún í sinn fyrsta flugtíma. Sextán ára var hún farin að stunda sóló-flug. Hún gerðist flugkennari og flaug leiguvélum.

Hrossakaup í menntamálum

Guðríður Arnardóttir skrifar

Nú liggur fyrir í samráðsgátt stjórnvalda nýtt frumvarp til laga um menntun kennara.

Nýtum færið 

Hörður Ægisson skrifar

Það hefur flest fallið með okkur á undanförnum árum.

Sull

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Ég var átján ára þegar bjór­múrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu.

Lög um samþykki – er það nóg?

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Við erum sem betur fer að vakna til vitundar um skelfilegar og langvinnar afleiðingar kynferðisofbeldis og að ofbeldi af þessu tagi er útbreitt samfélagslegt mein sem við verðum að horfast í augu við og hefjast handa án tafar til að vinna bug á því.

Eitrað umhverfi

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er. Þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, bæði á vinnustað og utan hans, og verða að lúta þeirri kröfu að hegða sér skikkanlega.

Barnaþing haldið í ár

Salvör Nordal skrifar

Embætti umboðsmanns barna hefur verið styrkt. Embættið mun hafa hóp barna sér til ráðgjafar og sérstakt barnaþing verður haldið í lok árs.

Hálfkák og til óþurftar

Guðjón H. Hauksson skrifar

Stjórnvöld hafa boðað stórsókn í menntamálum sem ætti að fela í sér metnað til þess að efla kennara í starfi, styðja á allan hátt við starfsþróun og alvöru samkeppni um vel menntað og hæft fólk í kennslu allra greina.

Kjóll ársins 2019

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Fyrir okkur sem erum ekki að vinna til verðlauna alla daga er eitthvað við það að fylgjast með öðrum við þá iðju.

Börn og álag

Teitur Guðmundsson skrifar

Sem foreldri vill maður börnum sínum allt hið besta, vonar að þeim gangi vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur og að þau dafni og þroskist eðlilega.

Eitrað umhverfi

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga furðu oft í erfiðleikum með að átta sig á því að þeir geta ekki hegðað sér hvernig sem er.

Vöknum

Högni Egilsson skrifar

Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður.

Pólun samfélagsins

Helgi Héðinsson skrifar

Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur.

Völd hinna valdalausu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Þeir sem telja sig bera skarðan hlut frá borði geta reynt að rétta hlut sinn í kjörklefanum og gera það iðulega.

Tölum um #samræmd próf

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir samráð um breytinga á lögum um menntun kennara. Þegar þetta er skrifað hafa fimm athugasemdir borist í samráðsgátt.

Svikapóstar og fjársvik  

Hópur skrifar

Mikið hefur borið á því í fréttum nýlega að íslensk fyrirtæki eru að lenda í fjársvikum í formi svikapósta.

Twitter-forsetinn 

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins?

Við höfum öll hlutverk – verndum börn samfélagsins

Ellen Calmon skrifar

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem í daglegu tali er nefndur Barnasáttmálinn var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember 1989 og fagnar því 30 ára afmæli í ár.

Neyð loðið hugtak

Davíð Þorláksson skrifar

Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða.

Spekileki

Logi Einarsson skrifar

Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda.

Hamilton vs. Loftsson

Ólöf Skaftadóttir skrifar

Það leið ekki á löngu frá því að sjávar­útvegsráðherra undirritaði reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023 þar til stórir erlendir fjölmiðlar hófu umfjöllun um málið.

Dýrkeypt fórn

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Með því að leyfa opið sjó­kvía­eldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það.

Sjá næstu 50 greinar