Fleiri fréttir

Styðjum fórnarlömbin

Haukur Arnþórsson skrifar

Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella.

Þróun námsefnis fyrir nemendur í brottfallshættu

Björn M. Sigurjónsson skrifar

Undanfarin tvö ár hafa þrír framhaldskólar á Íslandi, einn í Frakklandi og einn á Spáni þróað námsefni í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum með styrk Leónardó da Vinci starfsmenntaáætlunar Evrópusambandsins.

Öruggar strandveiðar

Hilmar Snorrason skrifar

Útkall –F2-Gulur – bátur vélarvana“ eða „Útkall –F2-Gulur – bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu“ eru útköll sem björgunaraðilar hafa fengið í vaxandi mæli eftir að vora tók. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skipa- og flugfloti Landhelgisgæslunnar sem og skip og bátar á viðkomandi svæðum fara þegar til aðstoðar eða leitar að viðkomandi bátum. Halda menn ekki aftur til hafnar fyrr en vandamálið hefur verið leyst og hafa þá margir tugir manna komið að lausn málanna hverju sinni. Björgunaraðilar á Íslandi hafa aldrei talið það eftir sér að fara til aðstoðar eða leitar og geta sjómenn þakkað það fórnfúsa starf sem allir þessir aðilar fara í hvenær sem kall berst.

Vituð ér enn…

Sverrir Hermannsson skrifar

Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi.

Nútímalegt Alþingi

Siv Friðleifsdóttir skrifar

Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttar­ríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins.

Græða almennir lántakendur?

Íris Erlingsdóttir skrifar skrifar

Ég myndi telja það afskaplega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látnir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistryggingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um hin ólögmætu gengistryggðu lán, 25. júní, 2010.

Draumur Vigdísar

Ragnheiður Jónsdóttir skrifar skrifar

Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980.

Viðskiptaráðuneytið var lagt niður

Svavar Gestsson skrifar skrifar

Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður.

Níu þingmenn

Hallgrímur Helgason skrifar

Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út.

Samþykkt Sjálfstæðisflokksins

Björn Friðfinnsson skrifar skrifar

Samþykkt flokksþings Sjálfstæðisflokksins hinn 26. júní s.l. er þeim flokki til mikillar vanvirðu. Samþykkt var að draga ætti til baka aðildarumsókn Íslendinga að ESB.

Niðurskurður og norræn velferð

Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að niðurskurður til velferðarmála á fjárlögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti orðið 6% miðað við árið 2010 en það ár var skorið niður í félags- og tryggingamálum um 5%. Ráðherra hefur jafnframt gengið fram fyrir skjöldu og bent á nauðsyn þess að farið verði í allsherjar uppstokkun á útgjöldum ríkisins.

Þjóð, kirkja og hjúskapur

Um helgina tóku gildi ný hjúskaparlög á Íslandi. Fyrir það hafa Íslendingar hlotið hrós frá mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem lítur á lögin sem skref í þá átt að samkynhneigðir njóti jafnra réttinda og virðingar.

Þjóðfundir stjórnmálaflokkanna

Jónas Gunnar Einarsson skrifar

Um þessa helgi koma saman til flokksþinga stórir hópar flokksbundins fólks til samráðs og samstarfs á eins konar minni þjóðfundum stjórnmálaflokkanna.

Fullveldið tryggt í ESB

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar

Síðastliðið sumar samþykkti Alþingi að fela ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var söguleg og lýðræðisleg ákvörðun. Á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní síðastliðinn samþykkti síðan leiðtogaráð Evrópusambandsins að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu.

Naflastrengurinn á Gylfa

Í hinu pólitíska umhverfi Bandaríkjanna er vanalegt að fyrrum varðhundar auðugra sérhagsmunaaðila á borð við banka og fjárfesta verði ráðherrar. Tveir síðustu fjármálaráðherrar Bandaríkjanna komu báðir úr risa bönkum og samanlagt hafa þeir styrkt risa bankana um yfir billjón dollara („trillion dollars“ á ensku).

Bréf til hægrimanna

Jóhann Páll Jóhannsson og Ólafur Kjaran Árnason skrifar

Kæru hægrimenn. Hugsjónir ykkar hafa átt stóran þátt í lífskjarabótum og framförum síðari alda. Því er brýnt að á Alþingi Íslendinga sitji traustir og marktækir málsvarar einstaklingsframtaks og markaðsfrelsis.

Verjum heilbrigðisþjónustuna

Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins.

Með A4 innanklæða

Bryndís Björgvinsdóttir skrifar

Hver sá sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru miklar. – 100. gr. almennra hegningarlaga.

Meirihluti presta ætlar að gifta

Sunnudagurinn 27. júní er hátíðisdagur. Þá fær hjónabandið meira vægi og verður réttlátari stofnun. Hjónaband, sáttmáli tveggja einstaklinga. Við erum prestar sem fögnum þessum tímamótum og erum stoltar af því að vera Íslendingar. Við erum líka stoltar af því að tilheyra Þjóðkirkjunni og þar fagnar meirihluti presta, guðfræðinga og djákna nýjum lögum með okkur.

Skuldir sem þarf að greiða

Í Fréttablaðinu birtust tvær greinar þann 22. júní síðastliðinn. Annars vegar var um að ræða grein eftir Einar Huga Bjarnason og Björgvin Halldór Björnsson og hins vegar eftir einn lífsreyndasta þingmann þjóðarinnar, Kristin H. Gunnarson.

Hvers vegna aðild að ESB nú?

Ákvörðun leiðtogafundar ESB um að hefja aðildarviðræður við Ísland er fagnaðarefni. Margir spyrja: Hvers vegna á að hefja aðildarviðræður nú? Eru ekki önnur mál brýnni? Svarið er einfalt. Við erum að súpa seyðið af vondum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árum saman. Stjórnvöld höguðu málum svo að frelsi í fjármagnsflutningum var unnt að misnota af skammsýnum bankamönnum. Vildarvinum voru afhentir bankar og þess gætt að eftirlit uppfyllti einungis lágmarkskröfur. Markmiðið var sem fyrr að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu.

Launalækkanir í heilbrigðisþjónustu

Á síðustu vikum hafa laun lækna verið gerð að umtalsefni í fjölmiðlum með neikvæðum og villandi upplýsingum. Nýlega var sagt frá því að meðallaun lækna hefðu lækkað um 6,9% frá síðasta ársfjórðungi 2008 meðan laun annarra heilbrigðisstétta hefðu lækkað meira. Ætlunin var greinilega að leiða rök að því að læknar láti sitt eftir liggja á erfiðum tímum.

Almennra aðgerða er þörf

Eygló Harðardóttir skrifar

Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir núverandi ríkisstjórnar." Þetta skrifaði ég fyrir tæpu ári síðan, þegar Alþingi kom aftur saman haustið 2009. Þessi orð eiga því miður enn fullan rétt á sér nú þegar Alþingi kemur saman til að afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar heimilunum.

Tími gerjunar

Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega.

Og hvað svo? síðari hluti

Einar Hugi Bjarnason skrifar

Ljóst er að talsverður fjöldi aðila hefur þegar gert upp samninga sína við fjármögnunarfyrirtæki samkvæmt útreikningum þeirra sjálfra miðað við gengisbreytingar. Þessir aðilar hafa ekki þann valkost að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Hins vegar eiga þessir aðilar að mati undirritaðra ótvíræðan endurkröfurétt á viðsemjanda sinn sem nemur ofgreiddu endurgjaldi samningsins.

Merk tímamót

Einar Benediktsson skrifar

Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB.

Skuldir þarf að greiða

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Þegar einn greiðir ekki skuld sína verður það hlutskipti annars. Ef skuldari þarf ekki að greiða neina verðtryggingu af bílaláni mun hann ekki skila því fé sem hann fékk. Það getur hlaupið á hundruðum milljarða króna sem dómur Hæstaréttar færir milli landsmanna ef ekkert kemur í stað verðtryggingarinnar, sem dæmd var ólögmæt.

Aukið öryggi ferðamanna

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau.

Hver eru skilaboð stjórnvalda?

Haukur Claessen skrifar

Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks.

Og hvað svo? – fyrri hluti

Einar Hugi Bjarnason skrifar

Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum.

Íslenski stíllinn

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðar­hverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi?

Aukinn fjárhagsvandi stúdenta

Jens Fjalar Skaptason skrifar

Nýverið samþykkti meirihluti Háskólaráðs Háskóla Íslands að fara þess á leit við ráðherra að gjaldtökuheimild fyrir skrásetningargjöldum yrði hækkuð úr 45.000 kr. í 65.000 kr. fyrir hvern nemanda á ársgrundvelli. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði neituðu að greiða atkvæði með tillögunni og sátu hjá.

Um orkulögmálið í fjármálaheiminum

Jón Baldur Þorbjörnsson skrifar

Eitt af lögmálum eðlisfræðinnar segir að orka geti hvorki orðið til né eyðst, heldur aðeins umbreyst. Án þess að vera sérlega hagspekilega vaxinn tel ég að þannig sé þessu einnig háttað um fjármagn: Það verður hvorki til úr engu né heldur getur það gufað upp (eða bara farið til himna, eins og Björgólfur Thor orðaði það í kvikmynd Gunnars Sigurðssonar). Fjármagn umbreytist aðeins í vinnu, hluti, og þjónustu, og öfugt.

Allt að vinna og engu að tapa

Konur og karlar á Íslandi, til hamingju með kvenréttindadaginn. Fyrir réttum 95 árum undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Karlar eldri en 25 ára nutu þá þegar þess. Að líkindum óttuðust ráðandi öfl svo stóran kjósendahóp - ómögulegt var að vita á hverju konur tækju upp. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem hafði barist ötullega fyrir kosningarétti kvenna, skrifaði árið 1915 að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim út af þessu aldursákvæði. Aldursmarkið átti að lækka árlega um eitt ár í senn þar til jafnrétti karla og kvenna væri náð. Þetta breyttist árið 1920 með endurskoðaðri stjórnarskrá vegna fullveldis Íslands. Það voru Danir sem lögðu áherslu á að konur og karlar hefðu jöfn pólitísk réttindi, ekki forystumenn hins nýfrjálsa ríkis. Okkur er hollt að minnast þess að fyrirstaða ráðandi afla innanlands hefur um aldir og allt fram á síðustu ár helst staðið í vegi umbóta í mannréttindum og almennum lýðréttindum.

Spurning um raunsæi

Atvinnuleysi á Suðurnesjum er það mesta á landinu öllu. Fjöldi fólks nýtur ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta gengið til vinnu sinnar og séð sér farborða. Það fólk er upp á ríki og sveitarfélög komið með framfærslu sína. Allir sjá að ástandið er alvarlegt og þörf á samstöðu allra.

Endir eða upphaf?

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Fólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru:

Fjöldasamstaða kvenna

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður.

Ein níðlaus vika?

Svavar Gestsson skrifar

Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina.

Mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni

Jón Karl Helgason skrifar

Fyrir réttu ári síðan var verulegur meirihluti íslensku þjóðarinnar hlynntur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í skoðanakönnun sem Morgunblaðið gerði á tímabilinu 28. maí til 4. júní 2009 og kynnti 13. júní kom fram að 57,9% atkvæðisbærra Íslendinga voru hlynnt aðildarviðræðum, 26,4% voru því mótfallin og 15,7% voru óákveðin. Þetta þýðir að rúmir 2/3 hlutar þeirra sem tóku afstöðu vildu hefja viðræður.

Ökum edrú

Við getum verið sammála um að ölvunarakstur getur haft í för með sér skelfilegar afleiðingar. Við þekkjum alltof mörg dæmi þess. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að aðalástæða ölvunaraksturs er neysla áfengis. Í gegnum tíðina hafa slys og óhöpp tengd ölvunarakstri tekið of háan toll í umferðinni. Það er okkar að bregðast við til að draga úr hættunni. Margar leiðir eru færar og hafa allar það markmið að hvetja ökumenn til að aka ekki eftir neyslu.

Vei Birgir

Fréttir bárust af því nýlega að Birgir Ármannsson hefði haldið langa tölu í umræðum um stjórnlagaþing, sem meirihluti á Alþingi vill koma á, sem og meirihluti þjóðarinnar. Birgir þingmaður brást þannig ekki skyldu sinni til þess að stuðla að því að sú virðing sem Alþingi nýtur meðal almennings héldist óbreytt enn um sinn, en alltaf er sú hætta fyrir hendi að það breytist ef enginn sinnir þessu verkefni.

Er ekki lýðræði í Hafnarfirði?

Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki?

Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða

Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin.

Kálsopi

Líf Magneudóttir skrifar

Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar.

Sjá næstu 50 greinar