Fleiri fréttir

Vort líf, vort líf!

Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar

Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman.

Við viljum engin ofurlaun á Íslandi

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn.

Framsókn: Sami grautur í sömu skál

Björgvin Guðmundsson skrifar

Framsókn hafnaði kynslóðaskiptum við val á forustu á nýafstöðnu flokksþingi. Hún kaus í staðinn pólitíska framlengingu á fyrrverandi formanni eins og Þorsteinn Pálsson orðar það í forustugrein í Fréttablaðinu. Flokksþingið kaus með 54% atkvæða þann formamannskandidat, sem fráfarandi formaður hafði handvalið.

Sjá næstu 50 greinar