Fleiri fréttir

Leikskólakennari eða bardagakappi

Fjóla Þorvaldsdóttir skrifar

Gunnar Nelson fékk þessa fínu ábendingu í lok bardagans í gærkvöldi, allavega trúi ég því að þulurinn hafi ekki ætlað sér að vera með fordóma.

Gömul próf

Pálmar Ragnarsson skrifar

Háskólakerfið á Íslandi á við eilítið vandamál að stríða. Í of mörgum námskeiðum eru sömu prófin lögð fyrir nemendur ár eftir ár. Þeir nemendur sem verða sér úti um eldri prófin frá samnemendum eða prófbúðum eru því mun betur staddir en þeir nemendur sem gera það ekki og kjósa að læra allt námsefnið.

Fjölskrúð og fáskrúð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég horfist í augu við gamlan barnæskubangsa milli þess sem ég skrifa þetta – hann er ekkert sérstaklega hjálplegur frekar en fyrri daginn, en hann hefur þó fylgt mér gegnum tíðina blessaður, aldrei verulega atkvæðamikill og eiginlega ekkert sérlega skilningsríkur heldur en hann hefur þó sína áru sem hefur verið að mótast frá því að fundum okkar bar saman kringum þriggja ára afmælið.

Þekkir ráðherra eigin stefnu?

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það.

Ríkissprúttsalan

Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar

Ég á eftir að stúdera skipuritið betur til að skilja hvað aðstoðarforstjórinn gerir og hvað forstjórinn gerir, en ég þori varla að hugsa þá hugsun til enda ef hvorugt þeirra mun koma að því verkefni að stýra áfengiskaupum mínum í framtíðinni.

Betri tímar

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Phillipu York þekkja fáir. York hét áður Robert Millar og var heimsfrægur hjólreiðamaður. Hann vann þrjár dagleiðir í Tour de France keppni, sem er stórkostlegt íþróttaafrek.

Martröð í morgunsárið

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég hef lesið eina sjálfshjálparbók um ævina. Það reyndist ein hættulegasta lesning lífs míns.

Gjaldþrot geðheilbrigðismála

Sævar Þór Jónsson skrifar

Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu.

Unnið sitt verk

Hörður Ægisson skrifar

Frá því að haftaáætlun stjórnvalda var kynnt í júní 2015 hefur raungengi krónunnar hækkað um liðlega 35 prósent á aðeins tveimur árum.

Staðreyndir fyrir Hildi Knútsdóttur

Heiðar Guðjónsson skrifar

Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar.

Ábyrgð á hinu ósýnilega

Þórlindur Kjartansson skrifar

Sá er sagður reginmunur á hundum og köttum að þótt báðar tegundir upplifi á góðum heimilum svipað atlæti þá dragi þær ólíkar ályktanir.

Skólpsund

Þórarinn Þórarinsson skrifar

Aldrei hef ég buslað í söltum sjó við Íslandsstrendur. Heldur ekki farið með börnin mín í fjöruna við Ægisíðu að leita að krabba­klóm í mörg ár.

Út úr kú

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú.

Svíum vegnar vel, en …

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fyrir aldarfjórðungi geisuðu harðar deilur í Svíþjóð um efnahagsmál. Stjórnarstefna jafnaðarmanna sem höfðu verið lengi við völd – samfleytt frá 1932 til 1976, lengst af í minnihlutastjórn, og síðan aftur 1982-1991, 1994-2006 og frá 2014 – sætti margvíslegri gagnrýni.

Upprisa holdsins

Frosti Logason skrifar

Svallið átti sér stað í íbúð í eigu kardínálans Francesco Coccopalmerio, en hann er sérstakur aðstoðarmaður og ráðgjafi Frans páfa. Francesco var þó fjarri góðu gamni, en ritari hans var færður á sjúkrastofnun til þess að láta dæla úr sér vímuefnum og svara spurningum lögreglu.

Íslensk verslun í alþjóðlegu umhverfi

Andrés Magnússon skrifar

Verslun á Íslandi hefur óumdeilanlega búið við mikla erlenda samkeppni í gegn um tíðina, enda þekkt að stór hluti af ferðum Íslendinga til útlanda eru gagngert farnar til þess að kaupa ýmis konar varning.

Himnesk heilbrigðisþjónusta

Guðjón S. Brjánsson skrifar

Allir farþegarnir voru af biðlista Klíníkurinnar, enginn hafði verið á bið hjá Landspítala, á Akureyri eða Akranesi. Stofa þessi hefur verið að reyna að brjóta sér leið að opinberum sjóðum til að veita heilbrigðisþjónustu. Sérkennilegt hvernig þetta ber allt að, kannski óheppileg tilviljun í samhengi hlutanna.

Svaraðu nú Benedikt

Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar

Hvað sem mönnum kann að finnast um þessa fyrirhuguðu hækkun, þá er það auðvitað óásættanlegt með öllu að ekki sé búið að útkljá þetta mál, nú þegar ferðaþjónustan þarf að ganga frá sínum samningum fyrir næsta ár.

Rannsóknir í ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar

Ég hef ekki séð þetta verkefni fyrir mér sem nýja stofnun heldur fremur sem styrkingu á því sem fyrir er; vonandi nógu mikla styrkingu til að hægt verði að tala um gerbreytingu á rannsóknaumhverfi greinarinnar.

Í hvers konar samfélagi viljum við búa?

Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson skrifar

Þannig er nefnilega mál með vexti að báðir eigum við tvær dætur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Samtals fjórar stúlkur. Á ýmsan hátt hefur þeim verið nauðgað, þær beittar ofbeldi og misnotaðar kynferðislega. Þeirri fimmtu var byrluð ólyfjan en henni komið undir læknishendur áður en frekari glæpir áttu sér stað.

Bænin

Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar

Ég finn að þegar ég ætla að tala um bænina verð ég svolítið feimin. Við erum mörg sem lifum bænalífi en erum ekki mikið að deila því.

Um launastefnu ríkis og afturvirkt kjararáð

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Sautján aðildarfélög BHM undirbúa kjaraviðræður við ríkið en gerðardómur um kjör félagsmanna fellur úr gildi 31. ágúst nk.

KÞBAVD og skátavagninn

Herdís Sigurjónsdóttir skrifar

Það sást á vilja kjósenda í samkeppni Strætó bs um skreytingu á strætisvagni á dögunum að það er markaður fyrir breytingar í samfélaginu.

Nýtt upphaf

Magnús Guðmundsson skrifar

Það er frekar dapurlegt að fylgjast með því hvernig komið er fyrir Neytendasamtökunum þessa dagana.

Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins

Björgvin Guðmundsson skrifar

Almannatryggingar voru stofnaðar 1946. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins, svo kölluð nýsköpunarstjórn, kom tryggingunum á fót.

Heilbrigðisþjónustan í dag, partur 2

Úrsúla Jünemann skrifar

Það er almennt viðurkennt að sál og líkami mynda eina heild. Ef sálinni líður illa þá hefur það oft neikvæðar afleiðingar á líkamann og starfsemi hans og ef líkaminn er veikur þá eykst álagið á sálina.

Þagað um mengun

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það er mikilvægt að hafa hugfast að í þessar þrjár vikur sem skólp rann út í sjó við Faxaskjól vissu starfsmenn Veitna og embættismenn borgarinnar ekki hvort magn saurgerla í sjó væri yfir viðmiðunarmörkum og hvort saurmengun á staðnum væri þannig skaðleg heilsu fólks.

Þögnin er rofin – núna þarf að auka öryggið

Bjarni Karlsson skrifar

Við gleymum því hins vegar gjarnan að flestir barnaníðingar eru á táningsaldri þegar verknaður er framinn og eru oft náskyldir fórnarlömbum sínum. Fjölskylduboð og sumarbústaðaferðir eru líklega algengustu vettvangar glæpanna. Flestum gerendum endist ekki ævin til að harma gjörðir sínar eftir að þeir ná þroska og verða nýtir þjóðfélagsþegnar.

Listi ráðalausu ríkisstjórnarinnar lengist

Sigurður Ingi Jóhansson skrifar

Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands.

Ríkra manna íþróttin fótbolti

Benedikt Bóas skrifar

Íslenskur toppfótbolti má skammast sín og ég vona að þeir lækki miðaverð þannig að heilar fjölskyldur geti farið á völlinn. Annars endar þetta illa og sumarið 2017 verður knattspyrnunni til skammar. Það er nefnilega varla hræða á vellinum.

Vonbrigði

Magnús Guðmundsson skrifar

Við lifum á tímum afþreyingar við hvert fótmál. Tæknibylting síðustu ára hefur margfaldað aðgengi okkar að leiknu sjónvarpsefni og af því leiðir að í framleiðslu á slíku efni er fólgið gríðarlegt sóknarfæri.

Æran fæst hvorki keypt né afhent

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sóma­tilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur.

Skólaljóðin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Skólaljóðin voru með öðrum orðum barn síns tíma, stórgölluð bók á ýmsan máta og hlaut að vekja sífellt andsvar, jafnvel kalla á uppreisn. En þessi bók hafði einhverja töfra.

Velferðin í forgangi

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa.

Öryrkjar eru ekki óþokkar

Ívar Halldórsson skrifar

Ég þekki ekki marga sem hafa verið skilgreindir sem öryrkjar, sem eru sáttir við nafnbótina.

Sleppt og haldið

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Samtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra viðskiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu.

Sjá næstu 50 greinar