Fleiri fréttir

Góð frjálshyggja, vont fólk?

Þorsteinn Siglaugsson fór fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að frjálshyggjan yrði hreinsuð af ásökunum um að hafa átt einhvern þátt í efnahagshruni Íslands. Þetta er að sjálfsögðu fróm og góð bón þess sem hefur góðan málstað að verja.

Ögmundur og Úkraína

Töluverðar umræður hafa spunnist um grein Ögmundar Jónassonar alþingismanns um Evrópusambandið fyrir skömmu. Þar notaði þingmaðurinn mjög sérkennilegar líkingar úr mannkynssögunni til að leggja áherslu á mál sitt. Ögmundur hefur síðan reynt að klóra yfir þennan málflutning sinn, þegar betur hefði farið á því að hann bæðist afsökunar á þessum ósmekklega samanburði.

Engin breyting

Ummæli mín í viðtalsþætti á Rás 2 þann 4. ágúst sl., sem slitin voru úr samhengi við annað sem ég hafði sagt, urðu Fréttablaðinu tilefni fréttar þann 10. ágúst síðastliðinn þó að öllum fjölmiðlum hafi þann 6. ágúst sl. verið send yfirlýsing þar sem tekin voru af öll tvímæli um afstöðu LÍÚ til aðildar Íslands að ESB. Yfirlýsing mín var svohljóðandi:

Leiðtogaskortur

Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað.

Skattpíndur sopi

Ólafur Stephensen skrifar

Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman.

Skál fyrir þér!

Gerður Kristný skrifar

Eitt er það umræðuefni sem undarlega oft virðist brenna á konum en það er hvaða nafni beri að nefna kynfæri þeirra. Til eru fjölmörg heiti yfir þetta líffæri en mörg þykja fullgroddaleg og sum of barnaleg til að það sé viðeigandi að nota þau þegar fullorðnar konur eru annars vegar. Yfir

Vinstri græn og Evrópusambandið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar“. Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins“.

Hvað þýðir þögnin?

Á morgun fer fram fyrirtaka í dómsmáli ríkisins gegn nímenningunum sem eru ákærðir fyrir árás á Alþingi, 8. desember 2008. Frá því að málið var þingfest fyrir hálfu ári og því fylgt eftir með hasarfréttamennsku og yfirlýsingagleði helstu fjölmiðla, hefur harðri gagnrýni á ákærurnar vaxið fiskur um hrygg. Gagnrýnin og opinberun sönnunargagna málsins hefur leitt af sér bitra þögn ritstjóra fjölmiðlanna.

Af sama sauðahúsi?

Ólafur Stephensen skrifar

Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán.

Nýskipan stjórnarráðsins

Þorsteinn Pálsson skrifar

Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórnarráðinu. Við stjórnarmyndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum.

Blóðsúthellingalaus leiðrétting

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna" svo ég noti þeirra eigin orð.

Bananar og bjöllusauðir

Þorvaldur Þorvaldsson skrifar

Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri.

Almennur slökkviliðsmaður - Hvað þýðir það?

Sverrir Árnason skrifar

Að undanförnu hafa verkföll slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið nokkuð í umræðunni. Sökum rangfærslna aðila í launanefnd sveitarfélaga hafa launatölur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verið stórlega misskildar.

Hvað er títt af Suðurnesjum?

Einu sinni, ekki svo alls fyrir löngu, var til bær á Suðurnesjum sem hét Keflavík. Þetta var fremur rólegur bær sem byggði afkomu sína að miklu leyti á bandarískum her sem var staðsettur fyrir ofan bæinn, á hinni mannskæðu Miðnesheiði.

Mjólkunarkvótar

Pawel Bartoszek skrifar skrifar

Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel.

Marklaus mótmæli

Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur skrifar

Í liðnum mánuði kom Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, fram með nokkrar góðar ábendingar um afstöðu Evrópuréttar til fjárfestingar aðila utan ESB/EES í orkufyrirtækjum aðildarríkja. Í færslu á bloggi sínu (www.elvira.blog.is) hinn 29. júlí sl. segir hún að aðildarríki ESB/EES geti mótað stefnu sína varðandi rétt erlendra aðila, utan ESB/EES, til þess að fjárfesta í orkufyrirtækjum þeirra.

Blekking um ESB og deilistofna

Það er blekking að aðild að ESB styrki samningsstöðu Íslands um hlutdeild í deilistofnum eins og sumir aðildarsinnar hafa haldið fram. Ýjað er að þessu í niðurlagi leiðara Fréttablaðsins þann 11. ágúst sl., þar sem fjallað er um makrílveiðar og hugsanleg staða gagnvart Noregi tekin sem dæmi.

Trúnaður verður að ríkja

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og gerendur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita.

Einkaritari læknisins

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Ég stend frammi fyrir erfiðu verkefni þessa dagana, verkefni sem ég humma fram af mér, ræski í rot og reyni að gleyma þegar færi gefst. Annað hvort þarf ég að kaupa mér stærri íbúð sem er hægara sagt en gert, eða (ég ráðlegg viðkvæmum lesendum að hætta hér), henda bókum!

Hverjir vilja hringla með gengið?

Talið er nú að vel á annað hundrað aðilar séu handhafar kvóta til fiskveiða í landhelgi Íslands. Allt frá því að það fyrirkomulag var tekið upp, sem sjálfsagt var til að hamla gegn ofveiði, hefur átt sér stað sífelld og vaxandi togstreita um þessi kvótaréttindi. Var kvótinn bundinn við ákveðin skip, en án þess þó að það skip þyrfti endilega að veiða hann.

Hverju breyta útlendir eigendur?

Ólafur Stephensen skrifar

Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög.

Hvað kostar bensínið?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægisíðunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðarverði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann.

Í tilefni skrifa rithöfundar og prófessors

Ögmundur Jónasson skrifar

Á undanförnum tveimur áratugum hef ég átt þess kost að koma að málefnastarfi á vegum Evrópusambandsins sem stjórnmálamaður og forsvarsmaður í verkalýðshreyfingunni og hef ég reynt að láta til mín taka í slíkri vinnu eins og ég frekast hef orkað.

Síðasta tækifærið forgörðum

Guðbrandur Einarsson skrifar

Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku.

Rússnesk rúlletta

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Hvalfjarðargöngin fengu falleinkunn EUROTAP um daginn. Eru víst stórhættuleg að fara um og öll öryggisatriði fyrir neðan allar hellur. Ég hef farið gegnum þessi göng óteljandi ferðir og hef ekki keyrt Hvalfjörðinn síðan þau voru opnuð. Sem betur fer hef ég sloppið í gegn, hingað til. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér vegakerfinu á landinu í heild sinni en ég var á ferðinni um daginn milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Ósvífni ESB

Ólafur Stephensen skrifar

Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga.

Hugmyndafræði Hitlers?

Baldur Þórhallson skrifar

Evrópusambandið var stofnað til að koma í veg fyrir að hildarleikur seinni heimsstyrjaldar gæti endurtekið sig í Evrópu. Markmið var að koma á varanlegum friði í álfunni eftir margra alda róstur. ESB byggir á grunngildum lýðræðis, mannréttinda, frjáls hagkerfis og réttláts ríkisvalds.

Hverjir eiga auðlindina?

Árni Sigfússon skrifar

Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi.

Kerfið drepur

Ólafur Stephensen skrifar

Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja.

Við erum sammála

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur tekið skynsama og raunsæja afstöðu til samningaviðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í umræðum í ríkisútvarpinu 4. ágúst sl. að LÍÚ hefði tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna samninganna og að þeirra markmið væri að tryggja eins góðan samning og kostur væri.

Eldri borgarar taki þátt

Ragnar Sverrisson skrifar

Forystumönnum Akureyrarbæjar voru afhentar undirskriftir 120 starfsmanna Öldrunarheimila bæjarins á dögunum þar sem mótmælt var staðsetningu nýs öldrunarheimilis í Naustahverfi. Þetta ágæta fólk taldi betra fyrir

Forboðnu dyrnar

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar

Eitt af því sem ég hafði alltaf hlakkað til að upplifa þegar að því kæmi að ég gengi með barn var þessi víðfræga óstjórnlega löngun í eitthvað óvenjulegt.

Kæruleysið verður að uppræta

Þegar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræðisbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt.

Ísland úr Efta - kjörin burt!

Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri“ eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island“ og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja – eins og orðinu „lífsrými“ sem skýtur líka upp kollinum.

Dylgjað um hið óséða

Nokkuð óvenjuleg grein birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Margréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð"!

Með Vigdísi á veggnum

Þegar ég fæddist var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands. Ég ólst upp í skýlausri aðdáun á þessum forseta, eins og er líklega algengt með krakka og þjóðhöfðingja. Aðdáunin hefur hins vegar ekki elst af mér með tímanum, og gerir líklega ekki héðan af. Ég veit líka vel að fjölmargir eru sömu skoðunar.

Tvenns konar fjölbreytni

Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana.

Kirkjan er ekki að skorast úr leik!

Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög í landinu. Þau hafa lækkað töluvert undanfarin ár og eðlilegt að kirkjan fari fram á það að það lækki ekki frekar. Sóknargjöldin standa undir starfi safnaðanna, barnastarfi, öldrunarstarfi, kórastarfi og velferðarstarfi í kreppu. Víða, einkum úti um land, standa þau vart undir grunnstarfinu lengur. Þess vegna er eðlilegt að kirkjan móist við þegar hætta er á að þau lækki enn frekar.

Sjá næstu 50 greinar