Fleiri fréttir

Vofur R-listans

Gömlu R-lista flokkarnir verða að gefa skýr svör um með hverjum þeir vilja vinna eftir kosningar. Þeir geta ekki gefið hið hefðbundna svar stjórnmálaflokka, sem starfað hafa saman í samsteypustjórnum, að þeir gangi óbundir til kosninga.

Listahátíð til fyrirmyndar

Listahátíð í Reykjavík var sett á föstudag í tuttugusta sinn. Sú fyrsta var haldin árið 1970, fjórum árum eftir að Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar. Það er um margt athyglisvert að bera saman þessar tvær menningarstofnanir sem eiga það sammerkt að vera menningarfyrirtæki sem eru fjármögnuð í bland með skattpeningum og sjálfsaflafé.

Húrra fyrir Dorrit

Hér er fjallað um Dorrit Moussaieff og rétt hennar til að tjá sig, hina sorglegu ríkisstjórn sem á eftir að lafa í Washington í næstum þrjú ár í viðbót, vangaveltur Styrmis um partner fyrir Sjálfstæðisflokkinn og loks er spurt hvort brandarinn um Sylvíu Nótt sé að súrna...

Metnaðarfullt markmið

Háskóli þarf annars vegar að standa undir nafni sem vísindastofnun og hinsvegar að sjá þjóðfélaginu fyrir vel menntuðu fólki til að annast hin margvíslegustu störf, þar sem í síauknum mæli er gerð krafa um háskólamenntun,- ekki síst til að standast alþjóðlega samkeppni. Það er því ekki aðeins varðandi fjölda doktora sem háskólar þurfa að standa sig, heldur ekki síður varðandi gott og vandað hagnýtt nám til þess að hér geti þrifist gott þjóðfélag.

Þeim var ég verst, er ég unni mest

Pólitísk umræða er nauðsynleg og æskileg en getum við ekki hafið okkur yfir þá lágkúru að gera lítið úr einstaklingum eða manneskjum, sem okkur fellur ekki við? Ég vek athygli á því að Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn sem temur sér þennan málflutning.

Galbraith látinn

Hagfræðingurinn heimskunni John Kenneth Galbraith lést á dögunum, 97 ára að aldri. Snemma á áttunda áratug var ég eitt sinn í hópi nokkurra námsmanna í Oxford, sem snæddu kvöldverð með Galbraith í matstofu málfundafélags háskólans, áður en hann flutti þar ræðu.

Gráglettni örlaganna

Sú var tíð að helst var aldrei minnst á Ísland í dönskum blöðum, hvað þá öðrum fjölmiðlum. Almenningur í Danmörku vissi lítið sem ekkert um þessa gömlu hjálendu norður í Atlantshafinu. Fæst ungt fólk í Danmörku þekkir aukheldur til gamalla stjórnskipulegra tengsla við Ísland.

Baugsmál, Mogginn, Sylvía Nótt

Hér er fjallað um deilurnar vegna Kastljóssins og Baugs, furðulega fréttamennsku á Mogganum, ljótleika Reykjavíkur, óþjóðhollt kapítal og svo er spurt hvort sé verra að Sylvía Nótt fari með guðlast eða klám...

Aldrei sama greiðslan?

Sá þriðjungur sílesku þjóðarinnar, sem studdi Pínóchet og stjórn hans gegnum þykkt og þunnt, þreyttist aldrei á að mæra Pínóchet fyrir heiðarleika. Hann kann að hafa brotið gegn mannréttindum, sagði þetta fólk (130 þúsund handtökur, 30 þúsund fangelsisdómar með pyndingum og öllu tilheyrandi, þrjú þúsund morð), en hann er strangheiðarlegur.

Fjölmiðlar á krossgötum

Uppspretta frétta er orðin margfalt fjölbreyttari en sú að fólk sæki eingöngu til blaða, ljósvakamiðla eða fréttasíðna á netinu þar sem atvinnumenn í fréttum vega og meta hvað telst fréttnæmt og deila því síðan út til lesenda sinna, hlustenda eða áhorfenda.

Það sem skiptir máli

Maður á ekki að segja að þessar kosningar séu leiðinlegar. Það er verið að tala um hluti sem skipta máli. Og það er frábært að frambjóðendur séu tilbúnir að leggja fram konkret, alvöru hugmyndir – ekki bara moð sem stuðar ekki neinn og miðar að því að hafa miðjuna góða.

Flugvallarmál og Sundabraut

Framtíð Reykjavíkurflugvallar er svo ekki síður hagsmunamál landsbyggðarfólks og sjónarmið þess verður að virða og taka tillit til varðandi málið.

Ekki alveg sú fegursta

Höfuðborgarsvæðið okkar minnir líka miklu meira á samvaxna smábæi í Bandaríkjunum en á evrópska borg.

Að gegnsýra pólitíkina

Háskólamenntun á Íslandi þarf að komast á það stig að hingað sæki erlendir námsmenn og vísindamenn. En á sama hátt er brýnt að íslenskir námsmenn haldi áfram að sækja menntun til útlanda í einhverjum mæli. Það eykur á fjölbreytni þekkingarinnar.

Um kosningar

Mér finnst rétt að staldra aðeins við þessa óþolinmæði og þreytu, og spyr sjálfa mig, hvenær eiga stjórnmálamenn að láta í sér heyra ef ekki fyrir kosningar? Ætli við mundum muna sérlega vel hvað þau segðust ætla að gera eða beita sér fyrir ef allir frambjóðendur hefðu þagað síðan síðasta sumar?

Allir sammála

Egill Helgason skrifar

Við erum að fara um landið með kosningafundi á vegum NFS – sem er ákaflega gaman. En það vekur athygli að víðast hver eru menn sammála um flest mál, þ.e. grundvallaratriðin – hvað sveitarfélagið eigi að gera, hver stefnan skuli vera. Stundum er ekki hægt að toga fram skoðanaágreining með töngum...

Fjarar undan Blair í Bretlandi

Tony Blair virðist hafa verið búinn að gera ráð fyrir hvernig færi í kosningunum nú, því strax á föstudagsmorgun kallaði hann ráðherrana hvern á fætur öðrum á sinn fund og tilkynnti þeim um örlög þeirra. Það mátti lesa á svipbrigðunum í andlitum þeirra þegar þeir komu út af fundi hans í forsætisráðherrabústaðnum, hver þau hefðu verið, að sögn breskra fjölmiðla.

Vetur án RÚV

Fræg er sagan af fyrrum yfirmanni RÚV sem kynnti fjárhagsáætlun stofnunarinnar með þessum lokaorðum: Og restin fer síðan í dagskrárhítina.

Árbæjarsafn, hrepparígur, kosningabrellur, evran

Hér er mælt með því að Árbæjarsafn verði flutt í Hljómskálagarðinn en flugvöllur verði settur niður á Bessastaðanesi, rætt um viðbrögð við hugmyndum um flugvöll á Lönguskerjum, kosningabrellu Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem gefur kjósendum peninga og fyrirtæki sem vilja frekar nota evrur en íslensku krónuna...

Stórar spurningar

Óróleikinn á fjármálamörkuðum síðustu vikur hefur kallað fram mjög svo áhugaverða umræðu um stefnuna í peningamálum og stöðu þjóðarbúskaparins almennt. Í byrjun hentu menn á lofti efasemdarspurningar um snaran vöxt íslensku bankanna og stöðu ríkisbúskaparins.

Mogginn og verkalýðshreyfingin

Þegar ég var strákur norður á Siglufirði í gamla daga var mér kennt að það væri mikil gæfa ef Morgunblaðið skammaði mann. Það væri trygging fyrir því að sá sem fyrir skömmunum varð hefði rétt fyrir sér. Útsendarar auðvaldsins voru flestir óforbetranlegir heildsalar í Reykjavík sem lært höfðu klæki sína í verslunarskóla Hörmangarafélagsins.

Vinstri, hægri, fram og aftur

Allt frá dögum frönsku byltingarinnar hefur verið hefð fyrir því að skilgreina stjórnmál sem eins konar dans eða handbolta þar sem meginhreyfingarnar eru til vinstri og hægri en hreyfingarleysið er á miðjunni. Þessi flokkun hefur ýmsa kosti en einnig verulega galla.

Ánægjuleg tillitssemi við kjósendur

Í dag eru réttar þrjár vikur til kjördags í sveitastjórnarkosningum um land allt. Kosningabaráttan lætur þó enn lítið yfir sér. Varla er hægt að merkja að flokkarnir séu farnir að hita upp fyrir komandi átök að neinu marki, fyrir utan örfáar og frekar meinleysislegar gusur.

Jane Jacobs, aldraðir ávextir, kynlífskönnun

Hér er fjallað um Jane Jacobs sem hafði merkilegar hugmyndir um skipulagsmál og er sögð hafa forðað stórum hlutum New York frá tortímingu, epli í búðum sem geta verið allt að ársgömul þegar þau eru seld og borgaralega óhlýðni sem felst í að gefa vitlaus svör í skoðanakönnunum...

Málefni, málþóf og kosningar

Venja hefur staðið til þess að ljúka þingstörfum í hæfilegum tíma fyrir sveitarstjórnarkosningar. Starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir að svo yrði einnig að þessu sinni. En ekki verður ávallt á allt kosið. Þingmenn áttu ýmislegt ósagt þegar að lokadegi kom.

Margmenni á miðjunni

Kosningabaráttan virðist óvenju sein af stað og þar til í gær hefur umræðan frá Alþingi yfirskyggt hina pólitísku umræðu síðustu vikur. Frestun þingstarfa kann að valda breytingu, en það mun koma í ljós.

Stjórnmálaviðhorfið

Skoðanakönnunin sem birtist um daginn og sýndi að ríkisstjórnin hefur aðeins 48 prósenta fylgi vekur athygli. Þarna eru vísbendingar um að hveitibrauðsdögum Geirs Haarde sem formanns Sjálfstæðisflokksins sé að ljúka...

Útgönguleiðir og Afríka

Mörgum Afríkulöndum fleygir fram, en ýmislegt stendur samt í þeim, þar á meðal þriðja kjörtímabilið. Vandinn er þessi: margar Afríkuþjóðir hafa brennt sig illilega á einræði og óstjórn og hafa því reynt að efla lýðræði með því til dæmis að takmarka kjörgengi forseta sinna við tvö kjörtímabil að bandarískri fyrirmynd.

Barátta fyrir betra samfélagi

Kjör fatlaðra og aldraðra hafa mikið verið til umræðu á almennum vettvangi á nýliðnum vetri og þá ekki síst skattahlið þessara mála. Samtök eldri borgara og Stefán Ólafsson prófessor hafa haldið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju árinu sem líður vegna þess að skattleysismörk hafi ekki fylgt þeirri launaþróun sem verið hefur í landinu.

Vændi í Þýskalandi, Gumball kappaksturinn

Frænka mín sem var lengi búsett í Þýskalandi sagði mér að ólíklegustu menn færu til vændiskvenna þar í landi. Fyrir þeim væri þetta svona eins og að fara í sund. Vændi er enda löglegt í Þýskalandi og vændiskonur njóta þar verndar yfirvalda...

Auðvæðing kosningabaráttu?

Átök á heimsvísu á næstu áratugum muni ekki snúast um hugmyndafræði, heldur orkulindir. Þess vegna er það ekki nútímalegt að neita alfarið að setja ribbaldakapítalismanum eðlilegar skorður á stjórnmálasviðinu.

Óttinn við hið óþekkta

Þvert á móti er erfitt að gera sér í hugarlund að íslenskt samfélag væri hreinlega starfshæft án erlends vinnuafls. Allt frá sjúkrahúsunum til byggingasvæða um land allt eru útlendingar ómissandi hjól til að halda vélinni gangandi.

Eftirlíkingar athafnamanna

Orkuveitan er að stærstum hluta einokunarfyrirtæki. Hún selur Reykvíkingum heitt vatn á mun hærra verði en nauðsyn krefur. Sá umframhagnaður er bakbein fjárfestinga í veitingahúsnæði, sumarhúsabyggðum, fiskeldi og hugsanlega grunnneti Símans og á fjölmörgum öðrum sviðum. Kaupendur heitavatnsins geta hins vegar ekki leitað neitt annað með viðskipti sín.

Refsivöndinn gegn rusli

Það mætti t.d. sekta um 26 þúsund krónur fyrir að spýta út úr sér tyggigúmmíi á víðavangi, hver sígarettustubbur gæti þá kostað um 20 þúsund krónur, tóm drykkjarferna gæti lagt sig á 24 þúsund krónur og í þessum samhengi mætti setja nokkur hundruð þúsund króna verðmiða á akstur utan vega.

Uppgjör við arfleifð Davíðs

Það fer ekki ýkja hátt en uppgjörið við Davíð eru ein mestu tíðindin í stjórnmálum þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn fjarlægist hann óðfluga. Í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík býður hann upp á stefnu sem getur varla talist annað hreinræktaður sósíaldemókratismi...

Að skemmta andskotum sínum

Til eru tvenns konar stjórnmálamenn, þeir sem með verkum sínum virðast telja að stjórnmálin og allt sem gerist á þeim vettvangi snúist einmitt um þá sjálfa og svo hinir sem líta á stjórnmálin sem leið til að hrinda í framkvæmd hugmyndum og hugsjón.

1. maí

Það er kannski misréttið í þjóðfélaginu sem launþegahreyfingin i landinu þarf að einbeita sér að á næstu miserum, því það virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Launþegahreyfingin hefur á undanförnum árum samið um margskonar úrbætur á velferðarsviðinu og beitt sér fyrir innleiðingu ýmissa réttlætismála, sem eiga rætur að rekja til ákvarðana Evrópusambandsins. Þar hefur ASÍ staðið vel á verði.

Sjá næstu 50 greinar