Fleiri fréttir

Pabbi fer frá Playstation

Ken Kutaragi faðir Playstation leikjatölvunnar hjá Sony hefur sagt af sér. Hann starfaði hjá fyrirtækinu síðan 1975. Sony berst nú fyrir því að ná aftur markaðsforystu á leikjatölvumarkaðnum en samkeppnin hefur harðnað verulega.

Myndavél frá Playstation

PLAYSTATION®Eye myndavélmyndavélin færir samskipti á PLAYSTATION®3 yfir á næsta stig. Um er að ræða myndavél sem skynjar hreyfingar, reiknar út umhverfið og er með hljóðnema sem getur eytt út umhverfishljóðum.

God of War II á toppnum í Bandaríkjunum

Playstation 2 leikurinn „God og War II“ sem Sony framleiðir var mest seldi tölvuleikurinn í mars í Bandaríkjunum. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið NPD Group sem tók saman sölutölurnar.

Uppsagnir í vændum hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum.

Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna

Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn.

Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar.

GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur

Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr.

Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3

Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað.

Spá sexföldum hagnaði hjá Sony

Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir