Fleiri fréttir

Eitt tonn af hljóðbúnaði fyrir ABBA sýninguna

Um eitt tonn af hljóðbúnaði verður notað á sýningunni The music of ABBA með sænsku hljómsveitinni Arrival í íþróttahúsinu við Hlíðarenda á morgun. Þá verða sett upp sérstök hreyfiljós við sviðið.

Christina Aguilera í latexgalla - myndband

Söngkonan Christina Aguilera, 27 ára, bregður sér í hlutverk ofurhetju sem er stödd í miðri teikinmyndasögu klædd í þröngan latexgalla í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Kepps gettin´better.

Söngkona flýr fárveik af sviði - myndband

Söngkonan Rihanna flýði af sviði í miðju lagi sem ber heitið Umbrella á tónleikum sem hún hélt í Sydney í Ástralíu fyrr í dag. Eins og sést á myndbandinu heldur Rihanna, 20 ára, um magann þegar hún gerir tilraun til að syngja ásamt kærastanum, söngvaranum Chris Brown, lokalagið á tónleikunum.

Bankamenn og grínarar

Fjölmiðlar leika sér gjarnan að því að finna þekktum Íslendingum þekkta tvífara í útlöndum. Flestir Íslendingar kannast sjálfsagt við Íslendingana tvo sem eru tvífarar dagsins á meðfylgjandi mynd. Og flestir Íslendingar kannast sjálfsagt líka við útlendingana tvo sem þeim svipar til. Heiðursmenn sem gaman er að líkjast.

Setja viðskiptabann á Breta

Verslunin Parket og gólf hefur fyrir sitt leiti sett viðskiptabann á Bretland. Í glugga verslunarinnar hefur undanfarið mátt sjá stóra rauða borða með áletruninni „VIÐ SELJUM ENGAR BRESKAR VÖRUR".

Madonna og Britney sameinaðar - myndband

Á tónleikum Madonnu, sem bera yfirskriftina Sticky & Sweet, skemmtu Britney Spears og Justin Timberlake. Fyrrverandi kærustuparið söng við hlið Madonnu og eins og myndirnar sýna skemmtu þau sér vel við flutninginn.

Útifundur á Austurvelli

Frá 11. október hefur hópur fólks staðið fyrir mótmælafundum á Austurvelli vegna ástandsins sem skapast hefur í þjóðfélaginu undir yfirskriftinni "Breiðfylking gegn ástandinu". Hópurinn, sem hefur það markmið að sameina þjóðina og stappa stáli í fólk, hefur fengið til liðs við sig ræðumenn sem víðast að úr þjóðfélaginu og hvatt félagssamtök til að standa saman og mæta á fundina.

Talandi dæmi um misheppnaða lýtaaðgerð

Bandaríska leikkonan Lisa Rinna, 45 ára, sem þekkt er fyrir að leika í sápuóperum í gegnum tíðina, hefur viðurkennt að hún hefur látið stækka á sér varirnar.

Ég átti hvorki að sjást né heyrast með Tom, segir Nicole

Leikkonan Nicole Kidman ræðir opinskátt um samband hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar leikarans Tom Cruise í nýjasta hefti Glamour tímaritsins. Nicole segist hafa lifað í skugga eiginmanns síns fyrrverandi því hennar starf var að líta vel út en hvorki sjást né heyrast.

Avril haugadrukkin og fölsk á sviði - myndband

Kanadíska söngkonan Avril Lavigne, 21 árs, tók lagið með meðlimum í hljómsveitinni Metal Skool show, sem er bandarískt rokkband sem eru vinsælir fyrir að flytja þekkta rokkslagara. Það sem vekur athygli er að Avril er drukkin þegar hún stígur á svið með rokkurunum.

Kærastan fékk nóg af Marilyn Manson

Leikkonan Evan Rachel Wood, 21 árs, er hætt með söngvaranum Marilyn Manson, 39 ára. Hún hætti með söngvaranum eftir að hann rak atvinnulausan bróður hennar á dyr af heimili þeirra sem er í hennar eigu.

Óskar á Ljósvakaljóði

Leikstjórinn góðkunni Óskar Jónasson tekur þátt í pallborðsumræðum á Ljósvakaljóði, stuttmyndahátíð unga fólksins, sem hefst í dag. Ljósvakaljóð er haldin í þriðja sinn og í þetta sinn fer hún fram í Norræna húsinu. Hátíðin hefst klukkan 15 í dag.

Jennifer Aniston ólétt af tvíburum

Bandaríska tímaritið Star heldur því fram að leikkonan Jennifer Aniston, 39 ára, og söngvarinn John Mayer, 30 ára, eiga von á tvíburum og þess vegna hafi þau ákveðið að byrja saman eftir 2 mánaða aðskilnað.

Hilmar áhrifamikill

Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP sem gefur út Eve Online, hefur verið valinn fjórði áhrifamesti maður heims innan þess geira sem starfar við fjölspilunarleiki á netinu.

Umboðsmaður Íslands tekur að sér alþingismann

„Þegar kallað er eftir aðstoð úr þessari átt, á tímum sem þessum, getur maður ekki skorast undan. Ég sá þetta sem leið til að geta orðið að einhverju gagni,“ segir Einar Bárðarson sem oft hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands.

Yesmine Olsson gefur út matreiðslubók

Yesmine Olsson er nú loksins komin með framhald af hinni geysivinsælu matreiðslubók Framandi og freistandi – létt & litrík matreiðsla sem kom út árið 2006 og selst hefur í yfir 6000 eintökum.

Námskeið fyrir verðandi og nýbakaða foreldra

Reykjavíkurborg býður upp á námskeið, hannað af hjónunum og sálfræðingunum John og Julie Gottman. Reykjavíkurborg kostar námskeiðin sem eru gjaldfrjáls fyrir verðandi og nýorðna foreldra, en framkvæmd þeirra er í höndum ÓB-ráðgjafar. Reykjavíkurborg mun bjóða 48 pörum á námskeiðið og Kópavogsbær mun bjóða 32 pörum.

Milljón dollara módelleit Ásdísar í kreppu

Mikil óvissa er hvað verður af þáttunum Million Dollar Model Search, sem Ásdís Rán vann sér inn þátttökurétt í síðastliðinn vetur. Upptökur áttu að hefjast upp úr áramótum, en kreppan hefur farið illa með framleiðslufyrirtækið sem stendur að þáttunum. Framleiðslufyrirtækið ásamt vefsíðunni Saavy.com var tekið yfir af fyrirtæki, og kostendur þáttanna hafa dregið sig út einn af öðrum. Keppninni hefur því verið verið frestað um óákveðinn tíma.

Neikvæðar fréttir hafa áhrif á röddina, segir söngdíva

,,Þetta leggst bara rosaleg vel í mig. Ég er byrjuð að undirbúa mig. Þetta verður rosa törn og ég þarf að vera í góðu formi líkamlega og andlega," svarar Margrét Eir söngkona sem er ein af söngdívum stór-jólatónleika Frostrósa sem haldnir verða í Laugardalshöll 13. desember næstkomandi. Miðarnir á tónleikana seldust nær upp á innan við klukkustund eftir að miðasala hófst.

Tvífarar: Annar er Óskar en hinn var tilnefndur

Vísir heldur áfram óvæginni tvífaraleit sinni. Skemmst er að minnast þess er Gísli Marteinn Baldursson og hinn japanski Joseph Yam voru spyrtir saman og tvífarar dagsins í dag eru ekki síður líkir – jafnvel líkari.

Ástarjátning á netinu - myndband

Það sem vekur athygli um þessar mundir er myndband með kærastu Formúlu 1 kappans, Nicole Scherzinger, söngkonu kvennasveitarinnar Pussycat Dolls.

Ánægðir með Íslandsför

Danska dagblaðið Jyllands-Posten fjallar ítarlega um ferð þeirra Klovn-bræðra, Casper Christiansen og Frank Hvam, til Íslands. Þeir félagar voru hæstánægðir með móttökurnar.

Obama sigraði á Grand Hótel

Niðurstöður kosningar á kosningavöku á Grand Hótel liggja fyrir. Barack Obama sigraði með 85% greiddra atkvæða. John McCain hlaut 7,2% og aðrir frambjóðendur minna.

Birgir Ármanns kaus John McCain

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins upplýsti í beinni útsendingu Rúv frá kosningavöku á Grand Hótel fyrr í kvöld, að hann hefði kosið John McCain.

Segja Obama vera framsóknarmann

„Það stefnir allt í að vinur okkar í Bandaríkjunum, framsóknarmaðurinn Barack Obama, verði kjörinn forseti í nótt. Nú er að bíða og sjá og vona það besta. Eitt er víst að sögulegir hlutir munu gerast í nótt,“ segir á heimasíðu Alfreðs, Sameinaðs félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík.

Alvöru kreppupartý á Bar 11

Vegna slæmrar stöðu íslenska hagkerfisins hefur X-ið 977 í samvinnu við Bar 11 ákveðið að bjóða landanum upp á alvöru kreppupartý fimmtudaginn 6.nóvember.

Logi og Glóð komin á kreik

Logi og Glóð fara nú eins og eldur um sinu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða árlegt verkefni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sem gengur út á að kynna fimm ára gömlum börnum leikreglur varðandi reykskynjara, kertaljós og hvernig eiga að yfirgefa hús þegar eldur kemur upp.

Hlýtur heiðursorðu franska ríkisins

Frakklandsforseti hefur ákveðið að veita Sigurði Pálssyni skáldi heiðursorðu franska ríkisins, Chevalier de l'Ordre du Mérite. Sigurður veitir orðunni viðtöku næstkomandi fimmtudag úr hendi sendiherra frakka, Olivier Mauvisseau.

Bo himinlifandi yfir móttökunum

Miðasala á stórtónleikana Jólagestir Björgvins hófst með miklum látum klukkan 10:00 í morgun. 3000 miðar sem voru í boði ruku út með ógnarhraða og var því brugðið á það ráð að bæta strax við aukatónleikum sem verða haldnir sama dag, 6. desember, klukkan 16.

Skjöldur Eyfjörð syngur Bubbalag - myndband

„Ég get ekki gert annað því innri rödd mín segir mér að láta vaða og stökkva út í djúpu laugina," svarar Skjöldur Eyfjörð hárgreiðslumeistari aðspurður af hverju hann ákvað að gerast söngvari en hann endurgerði lag Bubba Morthens, Fjöllin hafa vakað.

„Ísland bak við gufubaðið!“ – Finnar formæla

Hér á eftir fylgja athugasemdir lesenda finnska vefmiðilsins Taloussanomat.fi um lán til handa Íslendingum. Umræða um hugsanlega lánveitingu komst á skrið eftir fund norrænu forsætisráðherrana í Finnlandi í síðustu viku.

Blóðug átök í kringum Jessicu - myndband

Þegar söngkonan Jessica Simpson og vinur hennar, Ken Paves, hárgreiðslumaður yfirgáfu veitingastað í Los Angeles um helgina slasaðist hann í andliti þegar hann hjálpaði söngkonunni í gegnum ljósmyndaraþvöguna sem beið þeirra fyrir utan veitingahúsið.

Aldrei fleiri tilnefningar til Edduverðlauna

Brúðguminn hefur að öllum líkindum sett met í fjölda tilnefninga til Edduverðlauna en myndin hlaut 14 tilnefningar. „Ég man ekki eftir að það hafi svo margar tilnefningar verið á eina mynd," segir Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, þegar Vísir spyr hann út í málið.

Miklar áhyggjur af stöðu kvikmyndagerðar

Þórhallur Gunnarsson segir að RÚV muni kappkosta við að halda dampi í framleiðslu á leiknu innlendu efni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fyrirtæki Björgólfs Guðmundssonar, Ólafsfell, gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Hafði Ólafsfell skuldbundið sig til að styrkja spennuþáttaröðina Hamarinn um 25 milljónir samkvæmt samkomulagi fyrirtækisins og RÚV en hafði einungis greitt átta.

Sjá næstu 50 fréttir