Fleiri fréttir

Enginn tími til að vera gamall

Listamaðurinn Guðmundur Guðmundsson, betur þekktur sem Erró, varð áttræður í júlí. Í tilefni þess er opnuð yfirlitssýning í dag í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi af merkustu grafíkverkum hans, undir stjórn Danielle Kvaran. Erró ber aldurinn með reisn, er beinn í baki og fjörlegur.

Stórt hjarta í þessu

Klukkan er tíu að morgni og leikarar Þjóðleikhússins að tínast í hús bakdyramegin. Sumir eru komnir til að æfa Dýrin í Hálsaskógi sem á að frumsýna 8. september, þeirra á meðal þeir Jóhannes Haukur og Ævar Þór. En áður en sminkurnar ná til þeirra eru þeir króaðir af í viðtal og fyrsta spurning er hvernig stemningin sé í Hálsaskógi.

Ánægðir gestir á Ávaxtakörfunni

Kvikmyndin Ávaxtakarfan var frumsýnd í gær. Gestir voru bæði stórir og smáir líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og virtust þeir skemmta sér stórvel yfir ævintýrinu.

Hétu því að spila meira heima

„Ævintýrið byrjaði með því að okkur var boðið að spila á Ítalíu,“ segir Guðbjörg Tómasdóttir sem skipar íslensk-sænska nýkántrí dúettinn My Bubba & Mi ásamt sænska lestarstjóranum My Lardotter.

Frábært hvað börn eru klár

Eva María Jónsdóttir situr ekki aðgerðalaus þó hún hafi horfið af skjáum landsmanna og öldum ljósvakans um sinn. Fram undan er fyrsta verkefnið í tvö ár utan heimilis og það snýst um börn.

Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum

„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst,“ segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum.

Matreiðsluþáttur fyrir tískuunnendur

Tíska Vefsíðan Fashionista.com hefur farið af stað með matreiðsluþætti er nefnast Haute cuisine. Þar munu þekktir einstaklingar úr tískuiðnaðinum elda uppáhaldsrétti sína með þáttastjórnandanum David Yi.

Tónverk um skákeinvígi

Í tilefni fjörutíu ára afmælis „einvígis aldarinnar“ í Laugardalshöll 1972 á milli Bobbys Fischer og Boris Spasskíj verður flutt tónverk eftir Guðlaug Kristin Óttarsson á sunnudaginn.

Dauðalausi maðurinn og daufdumba stúlkan

Téa Obreht sló hressilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Konu tígursins, hlaut Orange-verðlaunin 2011 og hefur verið hyllt víða um lönd sem einn besti höfundur sinnar kynslóðar, en hún er fædd 1985.

Átakið Á allra vörum formlega hafið

Meðfylgjandi myndir voru teknar á hótel Marina við Mýrargötu í dag í tilefni af því að söfnunarátakið Á allra vörum leggur nú af stað í sína fimmtu landssöfnun...

Inga komin á Íslenska barinn

Inga á Nasa eins og við þekkjum hana er hvergi nær hætt í bransanum þrátt fyrir að hafa kvatt Nasa fyrir stuttu.

Síðasti séns að gera myndband fyrir Sigur Rós

Nú eru tíu dagar í að frestur renni út til að senda sitt eigið myndband inn í myndbandasamkeppni Sigur Rósar. Samkeppnin er hluti af hinu svonefnda "Valtari mystery film experiment" þar sem ýmsir leikstjórar eru fengnir til að gera myndbönd við lögin af nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara.

Koss sem rokkar

Leikkonan Kate Hudson og rokkarinn Matt Bellamy kysstust remingskossi á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á Ítalíu í gær. Eins og sjá má er parið ástfangið og rokkarinn má eiga það að hann heldur Kate við efnið með svona líka góðum rembingskossi fyrir framan her af ljósmyndurum sem smelltu af. Meðfylgjandi má skoða kossinn betur og að ekki sé minnst á Atelier Versace kjólinn sem Kate klæddist umrætt kvöld.

Karamellupopp kynfræðingsins

Sigga Dögg eins og hún vill láta kalla sig deilir hér með með uppskrift að leynipoppinu sínu! "Þetta ­klikkar aldrei,“ segir kynfræðingurinn hressi.

Linda P einlæg í forsíðuviðtali Lífsins

Linda Pétursdóttir framkvæmdastjóri hefur í nægu að snúast þegar kemur að rekstri Baðhússins samhliða því að hugsa um Ísabellu dóttur sína. Linda rifjar upp hættulega páskaferð þeirra mæðgna ásamt gjör­breyttum lífsstíl.

Ben Stiller og frægir á djamminu

Það vantaði ekki þekktu andlitin þegar litið var inn á Hótel Marina síðastliðna helgi. Má þar fyrst nefna Hollywood-stjörnuna Ben Stiller sem var umvafinn íslenskum félögum...

Hvetjandi foreldrar

Eva Longoria úr sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives segist ávallt hafa haft mikla trú á sjálfri sér og trúað því að hún gæti gert hvað sem er. Hún þakkar foreldrum sínum fyrir að hafa hvatt sig áfram frá unga aldri.

Britney brosandi í bikiní

"Skemmti mér í sólinni… vil ekki að sumarið endi," skrifaði Britney Spears söngkona og X-Factor dómari á Twitter síðuna sína í gær ásamt því að pósta meðfylgjandi mynd af sér þar sem hún stendur skælbrosandi klædd í bikiní með gleraugu á nefinu...

Stuð á Skuggabar

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Skuggabarnum síðustu helgi þar sem fögur fljóð kvöddu sumarið með bros á vör....

Ávaxtafjör fyrir blessuð börnin

Íslenska barnaleikritið um ávextina í Ávaxtakörfunni hefur nú verið flutt af sviði yfir á hvíta tjaldið í fyrsta skipti og verður bíómyndin frumsýnd á morgun.

Dad Rocks! á tónleikaferð

Dad Rocks! er á leiðinni í tónleikaferð um England og Skotland í október. Þar mun hann hita upp fyrir hina tilraunakenndu ensku hljómsveit Tall Ships.

Fagrir kjólar í Feneyjum

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum fer fram þessa dagana en þetta er í 69. sinn sem hátíðin er haldin. Opnunarhátíðin fór fram með pompi og prakt á miðvikudagskvöldið þar sem ekki síst síðkjólarnir vöktu athygli. Kate Hudson kastaði stjörnublæ á samkomuna þar sem hún kom í gullkjól með unnusta sinn Matt Bellamy upp á arminn. Hudson leikur aðalhlutverkið í myndinni The Reluctant Fundamentalist sem var opnunarmynd hátíðarinnar.

Fjallað opinskátt um kynlíf

„Þetta er fræðsluþáttur en efnið er séð með augum ungs fólks og við upplifum þetta svolítið í gegnum það,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna 2+6 sem hefja göngu sína á Popptíví í vetur. Stórveldið framleiðir þættina í samstarfi við Hrefnu Björk.

Grín á þremur tungumálum

Uppistandarinn DeAnne Smith frá Montreal og Freddie Rutz, svissneskur grínisti og töframaður, koma fram á Iceland Comedy Festival 2012 sem verður haldin í september á Gamla Gauknum og í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Rökkvi Vésteinsson stendur fyrir komu þeirra og mun hann einnig troða upp.

Kvintett með Slowscope

Kvintettinn The Heavy Experience hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu, Slowscope. Áður hefur sveitin gefið út samnefnda stuttskífu.

Leikur repúblikana

Óskarsverðlaunaleikarinn Michael Douglas er í samningaviðræðum um að leika Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, í væntanlegri mynd um leiðtogafundinn í Höfða. Þessar viðræður hafa komið sumum á óvart því sjálfur er Douglas harður stuðningsmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum en Reagan var repúblikani.

Herratískan í vetur - Leðurklæði og lopapeysur

Herratískan breytist ekki jafn mikið milli ára og kvenfatatískan en þó er hægt að greina ákveðna tískustrauma fyrir komandi haust og vetur. Lopapeysur, síðir frakkar og hversdagsleg jakkaföt voru mest áberandi á tískupöllunum.

Náðu efsta sæti á breska iTunes

Plata Of Monsters and Men, My Head is an Animal, kom út í Bretlandi á mánudaginn og náði strax efsta sætinu á sölulista iTunes þar í landi.

Rúnar snýr aftur

Það gleður landann eflaust að heyra að hinn vinsæli þáttur Loga Bergmanns Eiðssonar, Spurningabomban, er væntanlegur aftur á Stöð 2 í vetur. Ekki nóg með að þátturinn vinsæli snúi aftur heldur hefur endurkoma leikarans Rúnars Freys Gíslasonar í þættina verið staðfest. Rúnar Freyr annaðist liðinn Dansleikurinn í þáttunum síðasta vetur þar sem hann túlkaði lagatexta með frábærum tilþrifum og þurftu þátttakendur að giska á um hvaða lag væri að ræða. Rúnar hvarf þó úr þáttunum undir lokin og tók ekki þátt í þáttaröðinni sem hófst síðasta vor og stóð yfir fram á sumar.

Tónleikar og kaffi

Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 2. september klukkan 15.

Fantasíur rjúka út

"Viðtökur Fantasía hafa komið okkur ánægjulega á óvart en ég held að íslenskar konur hafi langað í bók af þessu tagi lengi," segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, en fyrsta upplag, 2.500 eintök, er uppselt hjá útgefanda og annað jafn stórt upplag er í prentun.

Misheppnuð tilraun

Myndasería af vegg sem umlykur byggingarsvæði í miðbæ Reykjavíkur. Þetta hljómar satt að segja ekki neitt brjálæðislega spennandi, en þetta er samt myndefnið sem ljósmyndarinn Ingvar Högni Ragnarsson valdi sér fyrir einkasýninguna Veggir sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Skuggar í Hafnarborg

Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag.

Ótrúlega góðhjörtuð sál

„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi,“ segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook.

Sjá næstu 50 fréttir