Fleiri fréttir

Ný Scarface í bígerð

Handritshöfundur Training Day, David Ayer, hefur verið ráðinn til að skrifa handritið að nýrri útgáfu af Scarface fyrir Universal-kvikmyndaverið. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en nú virðist loks vera kominn hreyfing á málið.

Fagna með Reyka vodka í Bandaríkjunum

„Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að geta klárað jólagjafainnkaupin en svo verður bara svo brjálað að gera,“ segir Bjarni Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum í New York og Chicago í samstarfi við Reyka vodka, auk þess að koma fram í fjölda blaða- og sjónvarpsviðtala.

Lét lemja sig í fimm tíma

Ryan Reynolds lét á dögunum á það reyna að leika í sínum eigin áhættuatriðum við tökur á spennumyndinni Safe House.

Mótmælir okurverði

Enski tónlistarmaðurinn Elvis Costello, sem aflýsti tónleikum sínum í Hörpunni í nóvember, hefur hvatt aðdáendur sína til að kaupa ekki nýtt safnbox með lögunum sínum.

FBI ósátt við Eastwood

Clint Eastwood hefur margoft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og margverðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma.

Notar ekki Facebook

Scarlett Johansson vill halda einkalífi sínu fyrir sjálfa sig og notar því hvorki Facebook né Twitter. „Ég veit ekki hvað mér finnst um þessa hugmynd um að:

Hjúkra móður Pacasar

Beggi og Pacas flugu af landi brott í nótt. Áfangastaðurinn er Brasilía, heimaland Pacasar. Þar ætla þeir að hitta móður hans, sem er alvarlega veik. Þeir félagar, sem slógu í gegn í sjónvarpsþættinum Hæðin, hafa verið að stússast í ýmsum skemmtilegum verkefnum að undanförnu og flest hafa þau tengst matargerð.

Nýtt lag frá Einari Ágústi

„Ég er með margt skemmtilegt í pípunum varðandi músík,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson, sem sent hefur frá sér sitt fyrsta lag í rúm fjögur ár.

Amor skaut hestamanninn Fjölni

Fjölnir Þorgeirsson, hestamaðurinn góðkunni, lýsti því yfir við Séð og Heyrt árið 2008 að hann hygðist taka sér frí frá konum. Hann var þá nýhættur með sænskri kærustu sinni.

Fögnuðu gríðarlega í lok vel heppnaðrar sýningar

Ný fatalína Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Það vantaði ekki stjörnurnar sem tróðu upp á sýningunni, sem var með öðru sniði en venjuleg tískusýning. Um eiginlegt skemmtikvöld var að ræða. Vel þekktir tónlistarmenn, leikarar og snyrtipinnar voru meðal fyrirsæta, auk þess sem listamenn á borð við Mugison, Ragnar Kjartansson og fleiri tróðu upp á milli fatasýninganna.

Nýtt lag frá Páli Óskari á fljúgandi siglingu

Í tilefni af degi rauða nefsins 9. desember næstkomandi hafa Páll Óskar Hjálmtýsson og lagahöfundarnir í Redd Lights sent frá sér lagið "Megi það byrja með mér“. Lagið var frumflutt á útvarpsstöðinni FM 957 í gær og vakti strax mikla athygli, enda ekki á hverjum degi sem Páll Óskar sendir frá sér nýtt lag.

Lopez kyssir unglambið

Jennifer Lopez, 42 ára, kyssti og faðmaði dansarann Casper Smart, 24 ára, innilega eins og sjá má á myndunum...

Barnvæn vinnustofa

Vala Magnúsdóttir hefur drifið óvenjulegt verkefni af stað. Ólátagarður er hönnunarverslun með barna- og barnatengda vöru sem býður auk þess upp á opna vinnustofu. Þar geta foreldrar og börn föndrað vörur sem Vala framleiðir undir heitinu Ólátagarðshönnun

Radcliffe leikur væntanlega Ginsberg

Daniel Radcliffe er smám saman að fjarlægjast sitt þekktasta hlutverk, sjálfan Harry Potter. Hann leikur aðalhlutverkið í spennuhrollvekjunni The Woman in Black og upplýsti nýverið að hann myndi að öllum líkindum leika Allen Ginsberg í kvikmyndinni Kill Your Darlings sem mun fjalla um samband bítskáldsins við þá Jack Kerouac og William Burroughs.

Greifarnir líta stoltir um öxl

„Þetta eru bara fyrstu 25 árin,“ segir Viddi í Greifunum um nýja tvöfalda safnplötu frá hljómsveitinni. Tilefnið er 25 ára afmæli hennar. „Það er ekki spurning að við lítum stoltir um öxl og bjartsýnir fram á við.“

Samningur í Þýskalandi

Lockerbie hefur gert samning við þýska fyrirtækið Käpitan Platte um útgáfu plötunnar Ólgusjór í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Lúxemborg og Liechtenstein.

Gróft grín og jólastuð

Þær eru af ólíkum meiði, kvikmyndirnar tvær sem frumsýndar verða um helgina. Annars vegar er um að ræða gáskafulla gamanmynd um orgíu og hins vegar hugljúfa jólamynd með jólasveininum, hreindýrum og helling af snjó og fallegum boðskap.

Dýrt spaug í Hollywood

Bandaríska gamanmyndin Jack & Jill með Adam Sandler í aðalhlutverki hefur fengið afleita dóma meðal gagnrýnenda, auk þess sem aðsóknin hefur verið langt undir væntingum. Fréttablaðið tók saman lista yfir fimm aðrar misheppnaðar gamanmyndir sem eiga það sameiginlegt að hafa fengið herfilega dóma og tapað svimandi háum fjárhæðum.

Smáskífa í Kanada

Raftónlistarhljómsveitin Reptilicus gaf fyrir skömmu út smáskífu í Kanada. Þar spilaði hún einnig á tónleikum og tók upp efni í hljóðverinu Grant Avenue Studio. Það var stofnað af Lanois-bræðrum en annar þeirra, Daniel, er þekktastur fyrir samstarf sitt við írsku rokkarana í U2. Útgáfutónleikar vegna smáskífunnar, sem er fyrsta útgáfa Reptilicus í þrettán ár, verða haldnir 9. desember á skemmtistaðnum Gauki á Stöng.

Höfundur Disco Frisco gefur út

Stefán S. Stefánsson, fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Ljósin í bænum, hefur gefið út plötuna Von.

46 ára og þetta líka svona flott

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 46 ára, var glæsileg í hvítu Louis Vuitton dressi á árlegum Unicef dansleik í New York í gærkvöldi eins og sjá má á myndunum...

Súrsætt að hætta

Meðlimir R.E.M. hugsuðu fyrst um endalok hljómsveitarinnar þegar þeir voru á tónleikaferð til að fylgja plötunni Accelerator eftir árið 2008. Þremur árum síðar, eða í september síðastliðnum, lagði sveitin upp laupana. „Okkur fannst við hafa gengið í gegnum mjög dapurt tímabil. Hver og einn okkar vildi ljúka því sem við höfðum verið að gera síðan við urðum fullorðnir. Vildum allir ljúka þessu á réttan hátt, okkar eigin hátt,“ sagði söngvarinn Michael Stipe.

Undarleg sýniþörf vægast sagt

Courtney Love, söngkona hljómsveitarinnar Hole, klæddi sig úr að ofan á tónleikum í Brasilíu eins og sjá má á myndunum...

Í fótspor Madonnu

Leikkonan unga Felicity Jones er nýtt andlit tískuhússins Dolce & Gabbana og fetar þar með í fótspor frægra kvenna á borð við Madonnu og ScarlettJohansson. Jones er frekar lítið þekkt nafn í kvikmyndaheiminum en hlaut mikið lof fyrir leik sinn í myndinni Like Crazy. Bæði myndin og Jones hlutu verðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni.

Úr skugga White Stripes

Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra.

Kallar Kardashian-fjölskylduna hálfvita

Kardashian-fjölskyldan fær skot úr óvæntri átt, en leikarinn Daniel Craig fer ekki fögrum orðum um raunveruleikaþáttastjörnurnar í nýju viðtali við tímaritið GQ. Þar segir Craig Kardashian-systurnar gera allt fyrir frægð og frama.

Þessi lét hugmynd verða að veruleika

Í meðfylgjandi myndskeiði segir Rakel Sævarsdóttir frá því hvernig hugmynd sem hún fékk eftir að hún lauk BA námi í Listfræði og MA námi í Hagnýtri Menningarmiðlun frá Háskóla Íslandis varð að veruleika. Hugmyndin var Muses.is...

Kardashian fjölgar sér

Von er á fjölgun í Kardashian-fjölskyldunni, en elsta systirin Kourtney tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni. Kourtney er aðeins komin níu vikur á leið en gat hreinlega ekki beðið með að opinbera gleðifregnirnar.

Útgáfutónleikar Grafíkur í kvöld

Útgáfutónleikar Grafíkur verða haldnir í Austurbæ í kvöld í tilefni af nýrri safnplötu með bestu lögum hljómsveitarinnar og nýrri heimildarmynd.

Langbesta byrjunin hjá Yrsu

„Þetta er langbesta byrjun hennar frá upphafi og þótti þó mörgum nóg um í fyrra,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, um söluna á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Brakið.

Flest mun fullnað...

Stórvirki frá einu af okkar albestu skáldum, sem slær nýja tóna og kemur á óvart í þessari bók.

Sjá næstu 50 fréttir