Fleiri fréttir

Þekkileg söngvaraplata

Draumskógur er fyrsta sólóplata Valgerðar Guðnadóttur og hún er að mörgu leyti vel heppnuð.

Samningur í jólagjöf

Rokksveitin We Made God gefur út sína aðra plötu, It’s Getting Colder, á föstudaginn, 7. janúar, og sama dag heldur sveitin útgáfutónleika á Faktorý. Platan kemur út á vegum ítalska plötufyrirtækisins Avantgarde Music á heimsvísu 21. janúar.

Axl Rose besti söngvari allra tíma

Axl Rose, forsprakki rokksveitarinnar Guns N"Roses, hefur verið kjörinn besti hljómsveitasöngvari allra tíma í nýrri könnun. Næstir á eftir honum komu Freddie Mercury, söngvari Queen, og Robert Plant úr Led Zeppelin.

Hvernig er það var ENGINN heima hjá sér yfir áramótin?

Meðfylgjandi myndir voru teknar á gamlárskvöld í miðbæ Reykjavíkur á Nasa og Esju við Austurvöll. Þá var bærinn troðfullur af fólki í gærkvöldi, 1. janúar, sem fagnaði komu nýs árs á veitingahúsunum Hvíta Perlan, Hressó, Bankinn og Austur. Ljósmyndir Sveinbi/Superman.is.

Nýársfagnaður á Borginni

Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársfagnaði sem fram fór á Hótel Borg í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum sá Hilmar Guðjónsson leikari til þess að prúðbúnum gestum leiddist ekki á meðan á borðhaldinu stóð. Söngkonan Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og hljómsveitin Orphix Oxtra sáu um tónlistina. Þá var Magnús Schewing valinn best klæddi maður kvöldsins.

The Charlies á tónleikum

Meðfylgjandi myndir voru teknar á The Charlies tónleikum sem haldnir voru á veitingahúsinu Esju við Austurvöll. Veitingastaðurinn Esja blæs til veislu á gamlárskvöld eins og sjá má hér. Þá er opið á Esju fyrir 25 ára eldri á nýárskvöld, enginn aðgangseyrir rukkaður né lögð aukaálagning á áfengi.

Enginn brosir líkt og Ég

Hljómsveitin Ég á kunnuglegum slóðum með sitt fína furðupopp og sérstaka stíl. Frábær textagerð en einhæfni gætir á stöku stað í raddbeitingu og útsetningum.

Frábær endapunktur

Jónsi hélt flotta og þétta tónleika sem slá glæsilegan botn í tónleikaferðalagið.

Erpur og Dikta rokka Nasa á nýárskvöld

Blaz Roca, Dikta og Cliff Clavin verða með tónleika og heljarinnar nýársfagnað á Nasa á laugardaginn enda hefur árið verið mjög viðburðaríkt hjá þessum tónlistarmönnum.

Mátaði ekki annan kjól

Katrín Atladóttir, forritari hjá CCP, mætir í brúðkaup á nýársdag í sínum eigin brúðarkjól. Hún spurði þó brúðgumann um leyfi.

Westwick illa til reika í Keflavík

Breska sjónvarpsstjarnan Ed Westwick rétt náði heim til Englands fyrir jólin eftir að hafa millilent á Íslandi með eftirminnilegum hætti. Samkvæmt slúðurdálki bandaríska blaðsins New York Post eyddi Westwick 48 klukkustundum í flughöfninni í Keflavík og virtist illa fyrirkallaður. Samkvæmt sjónarvotti í Keflavíkurflugvelli gafst Westwick loks upp og keypti sér vodkaflösku til að sötra á meðan hann beið eftir fluginu til Heathrow.

Tökum á Hangover 2 frestað vegna slyss

Áhættuleikarinn Scott McLean slasaðist alvarlega eftir harkalegan árekstur við tökur á gamanmyndinni The Hangover: Part II í Bangkok í Taílandi. Slysið átti sér stað 17. desember og hafa tökur á myndinni legið niðri síðan. Misvísandi fréttaflutningur hefur verið af slysinu á netinu, sumir vefmiðlar segja áhættuleikarann á batavegi á meðan aðrir halda því fram að hann sé í dái.

Oprah var tekjuhæst

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey var tekjuhæsta manneskjan í skemmtanabransanum árið 2010 með um 36 milljarða króna í tekjur. Í öðru sæti varð Avatar-leikstjórinn James Cameron með um 24 milljarða.

Mikið rétt þetta var ein af þessum VIP samkomum

Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum rétt fyrir frumsýningu sýningarinnar Ofviðrið eftir William Shakespeare á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson fór á kostum sem og aðrir leikarar í verkinu. Hrein unun var að fylgjast með dönsurunum undir stjórn Katrínar Hall og búningar Filippíu Elísdóttur voru brilljant. Sjá þegar þakið ætlaði að rifna af Borgarleikhúsinu hér.

Leikur kappa frá Wales

Mickey Rourke ætlar að leika samkynhneigða ruðningskappann Gareth Thomas frá Wales í nýrri kvikmynd um ævi hans. Rourke segir mikilvægt að saga Thomas komist út til almennings. „Þegar ég hitti Gareth Thomas var þetta það eina sem við töluðum um,“ sagði Rourke. „Þetta er mjög

Friðrik Dór í rokkið á ný

„Fendrix er einhver magnaðasta unglingahljómsveit sem komið hefur upp í hafnfirsku tónlistarlífi,“ segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson.

Varnarræða vændiskonu

Ágætlega skrifuð en frekar daufleg frásögn af lífi einnar alræmdustu konu á Íslandi.

Gera grín að fílahúðflúri Brandy

Slúðurvefir vestanhafs keppast nú við að gera grín að söngkonunni Brandy og nýja húðflúrinu hennar. Þeir vilja meina að rani Ganesh líkist frekar reðurtákni en fílsrana.

Fagna tíu ára afmæli á Prikinu í allt kvöld

Íslenska elektrósveitin The Zuckakis Mondeyano Project, eða TZMP, hefur verið lengi í bransanum en alltaf haldið sig neðanjarðar. Margir bíða þó spenntir eftir tónleikum sveitarinnar þar sem er jafnan mikið fjör.

Þessu liði leiddist ekki um jólin

Eins og myndirnar sýna leiddist liðinu ekki milli jóla og nýárs. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sveinbi hjá Superman.is á veitingahúsunum Risinu, Hressó og Hvítu Perlunni.

Inception er mynd ársins

Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næst­aðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar.

Fær 180 milljónir fyrir 90 mínútna uppistand

Grínistinn Jerry Seinfeld fær um 180 milljónir króna fyrir eina uppistandssýningu í O2-höllinni í Lundúnum á næsta ári. Dýrustu miðarnir kosta um tuttugu þúsund krónur.

Klovn bönnuð innan fjórtán ára

„Við sáum myndina og ákváðum í kjölfarið að það væri við hæfi að banna Klovn: The Movie innan fjórtán ára," segir Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum sem dreifa dönsku gamanmyndinni. Hún verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi og gerir Þorvaldur sér hóflegar vonir um að þeir Casper Christensen og Frank Hvam geti heimsótt Ísland af því tilefni.

Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn

„Ég held að ég hafi í mesta lagi misst út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntan­lega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem honum bregður fyrir í.

Lady Gaga söluhæst

The Fame Monster með söngkonunni Lady Gaga er söluhæsta plata ársins 2010. Platan, sem er stækkuð útgáfa af frumburði hennar The Fame, seldist í tæpum sex milljónum eintaka víðs vegar um heiminn.

Tónleikaveislur um áramótin

Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin.

Skráning í Wacken

Skráning í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle er hafin og stendur yfir til 20. janúar. Sigurvegarinn á Íslandi fer til Þýskalands næsta sumar og spilar á rokkhátíðinni Wacken í alþjóð­legum úrslitum Metal Battle keppninnar.

Þórunn Árna verðlaunuð

„Þetta er fyrst og fremst mjög góð viðurkenning fyrir mig og mína hönnun en auðvitað skemmir ekki fyrir að fá þessi peningaverðlaun,“ segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður en hún lenti í öðru sæti í samkeppni sem virt hönnunarheimasíða, designspongeonline.com, stóð fyrir.

Tron: Stafrænt stuð

Tron er heillandi ævintýri sem missir þó heldur flugið í seinni hálfleik.

Þrumuguð kemst til manns

Refsing Loka er skemmtilegt dæmi um það hvernig gömul saga er poppuð upp. Allt góða efnið úr goðafræðinni notað í nútímalegri sögu.

Esja blæs til áramótaveislu

Esja við Austurvöll blæs til heljarinnar áramótaveislu og er búin að safna saman fullt af plötusnúðum, dönsurum og fleiri til að halda partýinu gangandi.

Nýtt Líf velur konu ársins 2010

Tímaritið Nýtt Líf hefur valið Gerplustúlkur konu ársins 2010. Nýtt Líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980 og mynda þær konur, sem hafa hlotið titilinn, fjölbreyttan hóp en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Í rökstuðningi með valinu segir að stúlkurnar, sem eru fimmtán, hafi komið heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðastliðnum. Mótið sé það stærsta í þessari grein í heiminum. Hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóðina heldur þjóðina í heild sinni. Hann hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast.

Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu

„Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves.

The Suburbs best í Bretlandi

Plata ársins í Bretlandi er The Suburbs með Arcade Fire samkvæmt samantekt HMV. The National hafnaði í öðru sæti og LCD Sound­system í því þriðja. The Suburbs með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire er plata ársins samkvæmt árlegri samantekt bresku verslunarkeðjunnar HMV.

Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur

„Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Hópurinn hans Balta

Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum.

Á rúlluskautum á diskókvöldi

„Ég datt aldrei á hausinn en ég var ansi oft mjög nálægt því," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem hélt sitt fyrsta diskókvöld í fimm ár á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum.

Nútíma pennavinir

Sögurnar í Geislaþráðum eru misgrípandi, í þeim bestu, eins og titilsögunni, tekst að skapa persónum sannfærandi rödd og láta hinn tiltölulega knappa texta tölvupóstanna gefa í skyn undirtexta sem er flóknari og margræðari.

Fá 117 milljónir fyrir áramótatónleika

Töffararnir í Coldplay maka heldur betur krókinn nú um áramótin. Þannig fá þeir 650 þúsund pund, eða tæplega 117 milljónir króna, fyrir að spila á hóteli í Bandaríkjunum á gamlárskvöld.

Natalie Portman ólétt

Leikkonan Natalie Portman er ólétt auk þess sem hún trúlofaðist á dögunum. Hinn heppni er Ísraelskur balletdansari búsettur í Bandaríkjunum. Hann heitir Benjamin Millepied.

Fjölmennt á sýningu Gauragangs

Kvikmyndin Gauragangur var frumsýnd í síðustu viku og var margt góðra gesta á sýningunni. Kvikmyndin er í leikstjórn Gunnars Guðmundssonar og með hlutverk Orms Óðinssonar fer hinn ungi og efnilegi Alexander Briem.

Slægur fer gaur

Alexander Briem fer á kostum í aðalhlutverkinu í Gaurangangi. Vel gerð kvikmynd fyrir ungt fólk sem fangar stemningu bókarinnar.

Dalvík í 60 milljónum farsíma

„Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Hreinskilið uppgjör

Árni og Þórhallur eiga báðir hrós skilið fyrir þessa bók sem geymir hreinskilnasta framlag íslensks stjórnmálamanns til uppgjörsins eftir hrun.

Sjá næstu 50 fréttir