Fleiri fréttir

Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.

Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar
Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara.

Willy ráðinn yfir markaðsviðskiptum Kviku banka
Willy Blumenstein hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns markaðsviðskipta hjá Kviku banka. Hann hefur undanfarin ellefu ár farið fyrir eigin viðskiptum bankans.

Sigþór ráðinn til Arctica Finance
Sigþór Jónsson, sem hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa og Landsbréfa, er að ganga til liðs við verðbréfafyrirtækið Arctica Finance.

RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu
Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu.