Fleiri fréttir

Töluvert af laxi í Langá

Á annan tug laxa höfðu gengið laxastigann í Skuggafossi í Langá á Mýrum í fyrradag. Fyrir neðan fossinn má nú sjá þó nokkuð af laxi og útlitið gott fyrir opnun árinnar. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR).

Ytri-Rangá: Níu komnir í gegnum teljarann

Óhætt er að segja að útlitið sé gott fyrir Ytri-Rangá í sumar. Nú þegar eru níu laxar komnir í gegnum laxastigann við Ægissíðufoss og enn eru tvær vikur í opnun. Enginn lax er undir 70 sentímetrum. Fimm fóru í gegn í gær.

Stórlaxahelgi í Blöndu

Á sunnudaginn komu vanir menn til veiða og komu þá upp 7 laxar og var meðalvigtin með afbrigðum góð.

Veiði að glæðast í Straumunum

Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR.

Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna

Frekar rólegt hefur verið á Þingvöllum undanfarna daga. Veiðin hefur verið fremur dræm reyndar var hún svo döpur á föstudaginn að einn veiðimaður gafst upp og byrjaði að veiða spúna.

Risaurriði veiddist í Varmá

Risaurriði veiddist í Varmá í Hveragerði nýlega. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) er sagt frá því að fiskurinn hafi keyrt silungavigt, sem bar 6,5 kíló, í botn.

Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá

"Rétt fyrir klukkan tíu hlýnaði verulega allt í einu. Þá fór einfaldlega allt af stað, og með ólíkindum að fylgjast með náttúrunni. Laxinn helltist einfaldlega inn á Eyrina og laxinn stökk og djöflaðist."

21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun"

Fjórir laxar veiddust fyrir hádegi í Blöndu í dag og lauk opnunarhollið því veiðinni með því að landa 21 laxi. Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-Á, er himinlifandi með opnunina.

Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld

Fjórir laxar veiddust á seinni vaktinn í Blöndu í dag og hafa nú veiðst 18 laxar í ánni. Mjög kalt var í veðri og aðstæður því ekki beint ákjósanlegar til veiða.

Svona var baráttan við fyrsta lax sumarsins

Barátta Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, við fyrsta lax sumarsins var eftirminnileg þeim sem fylgdust með. Myndband af viðureigninni fylgir fréttinni.

Fyrsti dagurinn gaf 26 laxa!

Opnunardagurinn var gjöfull, bæði í Borgarfirðinum og fyrir norðan. Þegar veiðimenn komu í hús eftir veiðar í Blöndu var afraksturinn 10 laxar, sá stærsti 17 pund. Í Norðurá gaf seinni vaktin fimm laxa en ellefu komu á land í morgun.

Sex laxar komnir á land í Blöndu

Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund.

Fyrsti laxinn kom í Norðurá

Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, landaði fyrsta laxi sumarsins í Norðurá klukkan 7.22 í morgun. Þetta var um 10 punda hrygna og tók hún rauða Black Eyed Prawn, sem er eins og rauður Frances með svörtum augum.

Þrír laxar á land í Blöndu í morgun

Tveir nýgengnir laxar og einn hoplax að auki hafa fengist í morgun við opnun svæðis 1 í Blöndu. Þetta kemur fram á agn.is. Hermann Svendsen veiddi fyrsta laxinn.

Eyðir ekki tímanum í aðrar skepnur

"Ég held að það verði nú ekki mikil aflabrögð ef það verða óvanir menn við veiðar þarna," segir Þórarinn Sigþórsson tannlæknir sem í fyrsta skipti í háa herrans tíð er ekki við veiðar við opnun Blöndu í dag.

Tveir stórlaxar í Holunni

Þar horfði hann á tvo stóra laxa sem hann áætlaði á bilinu 14 – 16 pund, en eins og flestir vita þá opnar Blanda í fyrramálið og hefst þá laxveiðitímabilið formlega.

SVFR framlengir við Norðurá

Stjórn SVFR og Veiðifélags Norðurár gengu í gærkvöldi frá nýjum samningi um leigu árinnar, en fyrri samningur hefði að óbreyttu runnið út á næsta ári.

Opnuðu Laxá með 550 urriðum

Þeir sem opnuðu Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal fengu 550 urriða; 350 í Mývatnssveitinni og hátt í annað hundrað komu úr Laxárdalnum.

Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði

Gústaf Gústafsson var forfallinn golfáhugamaður áður en hann "frelsaðist." Það gerðist í fluguhnýtingarkennslu hjá Sigurði Pálssyni fyrir sex árum.

Laxinn ER mættur í Ytri-Rangá

Sést hefur lax stökkva fyrir neðan Þjóðvegsbrúna yfir Ytri-Rangá við Hellu og er það í annað sinn á nokkrum dögum sem sést hefur til laxa í ánni.

Laxveiðin hafin í Noregi: Bein útsending!

Laxveiðitímabilið í Noregi hófst klukkan tólf á miðnætti. Frændur vorir eru jafn spenntir og við Íslendingar yfir upphafi laxveiðitímabilsins og reyndar svo mjög að NRK, norska ríkissjónvarpið, heldur úti 24 klukkustunda beinni útsendingu frá stórlaxaánni Gaulu í Syðri-Þrándalögum.

Fjölbreytt dagskrá í Veiðihorninu

Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu í Síðumúla um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16.

Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum

Veiðivötn frá hinum ýmsu sjónarhornum er viðfangsefni ljósmyndasýningar sem opnuð verður í Heklusetrinu á Leirubakka á morgun kl. 16:00.

Sjá næstu 50 fréttir