Fleiri fréttir

Sjónvarpsskrekkurinn úr KR-ingum

KR unnu í kvöld þrettán stiga sigur í Keflavík, 75-88 í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Einhverjir voru farnir að halda að beinar sjónvarpsútsendingar færu illa í KR-liðið en það afsannaðist í kvöld.

Fannar: Við erum erfiðir þegar við spilum svona vörn

Miðherjinn Fannar Ólafsson skoraði 9 stig og hirti 11 fráköst á gamla heimavellinum sínum í Keflavík í kvöld þegar lið hans KR vann 88-75 sigur og komst með annan fótinn í úrslitaeinvígið í Iceland Express deildinni.

Valsmenn komnir í úrslit þriðja árið í röð

Það verða Valur og Fjölnir sem spila til úrslita í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta eftir 18 stiga sigur Vals á KFÍ, 102-84 í oddaleik í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Fjölnismenn unnu oddaleikinn á Ásvöllum

Fjölnismenn tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi 1. deildar karla með fjögurra stiga sigri á Haukum, 71-75, í oddaleik á Ásvöllum í kvöld. Fjölnir mætir annaðhvort Val eða KFÍ í úrslitaeinvíginu en oddaleikur þeirra byrjaði 45 mínútum seinna og er enn í gangi.

Oddaleikir í báðum einvígunum í 1. deild karla

Það er mikil spenna í baráttunni um síðasta sætið sem er laust í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta ári. Úrslitakeppni 1. deildar karla er í fullum gangi og í kvöld verða spilaðir oddaleikir í báðum undanúrslitaeinvígunum.

Góðar fréttir fyrir Pál Axel

Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, fékk góðar fréttir hjá læknum í morgun þegar hann fór í skoðun vegna hnémeiðsla sem héldu honum frá leik Grindavíkur og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í gærkvöld.

NBA í nótt: Atlanta á siglingu

Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum sínum í nótt.

Þurftum kannski á tapinu að halda

„Við þurftum kannski á þessu tapi að halda til að berja okkur saman og ég er alveg rosalega stoltur af öllum stelpunum," sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka eftir 68-64 sigur á KR í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

Hlynur: Okkur verður slátrað með svona spilamennsku

"Það verður vonandi annar bragur á okkur í næsta leik. Ég vona að þetta sé það sem við þurftum til að vakna. Ef við spilum aftur svona á miðvikudaginn, þá slátra þeir okkur," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, eftir að lið hans var kjöldregið 110-82 í Grindavík í kvöld.

Haukakonur jöfnuðu metin eftir spennuleik í DHL-Höllinni

Haukakonur unnu fjögurra stiga sigur á KR, 68-64, í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í DHL-Höllinni í kvöld. Staðan er því jöfn í einvíginu en það lið sem verður á undan að vinna þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Grindavík vann auðveldan sigur á Snæfelli

Grindvíkingar hafa tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Snæfell í Iceland Express deildinni eftir öruggan 110-82 sigur á heimavelli sínum í kvöld.

Hlynur hefur sparað skotin gegn Grindavík í vetur

Það mun mikið mæða á þjálfurum Snæfells, Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni, í kvöld þegar Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.

Guðrún Gróa byrjaði lokaúrslitin á persónulegu stigameti

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir átti mjög góðan leik með KR í fyrsta leik lokaúrslita Iceland Express deildar kvenna á Ásvöllum. Gróa var stigahæst í KR-liðinu með 19 stig í 61-52 sigri á Haukum. Annar leikur einvígsins milli Hauka og KR er í DHL-Höllinni klukkan 19.15 í kvöld.

Hægðu á Nick og Pál Axel en réðu ekkert við Brenton

Grindavík og Snæfell mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deild karla. Leikurinn fer fram í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.

Sagan segir að KR-konur vinni einvígið 3-0

KR-konur urðu á laugardaginn fyrsta liðið í tólf ár sem vinnur opnunarleik lokaúrslita kvenna á útivelli síðan Grindavík vann fyrsta leik á útivelli árið 1997. Þau lið sem hafa unnið fyrsta leik á útivelli hafa unnið einvígið 3-0. Leikur tvö í úrslitaeinvígi Hauka og KR er í DHL-Höllinni klukkan 19.15 í kvöld.

Arnar Freyr sker sig úr í Grindavíkurliðinu

Þrátt fyrir að lykilleikmenn Grindavíkur hafi ekki spilað með sama liðinu í fyrra eiga þeir það allir sameiginlegt að hafa mætt Snæfelli í úrslitakeppninni í fyrra.

Páll Axel verður ekki með Grindavík í kvöld

Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur orðið fyrir blóðtöku á versta mögulega tíma. Páll Axel Vilbergsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með liðinu í fyrsta leiknum gegn Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í Grindavík í kvöld.

Shaq komst upp með að blogga í hálfleik

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix stalst á samskiptasíðuna Twitter í hálfleik í leik gegn Washington á laugardaginn og skrifaði stutta færslu.

TCU féll úr leik

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu í nótt fyrir South Dakota í fyrstu umferð NCAA-úrslitakeppninnar, 90-55.

NBA í nótt: Metjöfnun hjá Cleveland

Cleveland vann í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta og þar með sinn 57. sigur á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu.

Jón Arnór: Þetta er rétt að byrja

"Þetta var flottur leikur hjá okkur, sérstaklega varnarleikurinn," sagði Jón Arnór Stefánsson hjá KR eftir að hans menn tóku Keflavík í kennslustund 102-74 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld.

KR vann stórsigur á Keflavík

KR hefur tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir öruggan 102-74 sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld.

O´Neal í fimmta sætið á stigalistanum

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns í NBA deildinni komst í nótt í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar þegar hann skoraði 13 stig í sigri liðsins á Washington í gærkvöldi.

Jón, Jakob og Helgi sjóðheitir á móti Keflavík í vetur

KR og Keflavík hefja undanúrslitaeinvígi sitt í Iceland Express deild karla í dag þegar fyrsti leikurinn fer fram í DHL-Höllinni í Frostaskjólinu. Þetta verður fimmti leikur liðanna í vetur og hefur KR unnið hina fjóra.

Ferðalag Lakers byrjar vel

Sjö leikja ferðalag Lakers hófst í nótt þegar liðið sótti Chicago Bulls heim. Það var engin þreyta í strákunum hans Phil Jackson sem unnu góðan sigur.

1-0 fyrir KR

KR-stelpurnar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana. Þær sópuðu Keflavík 3-0 í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna og unnu svo fyrsta leikinn gegn Haukum í úrslitaeinvíginu í dag.

Miklu meiri lokaúrslitareynsla í KR-liðinu

Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga.

Annað árið í röð hækkar Hildur sig í úrslitakeppninni

Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en fyrsti leikurinn er klukkan 16.00 á Ásvöllum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, hefur leikið frábærlega í úrslitakeppninni og annað árið í röð hefur hún hækkað framlag sitt í úrslitakeppninni frá því sem hún skilaði til liðsins í deildinni.

Valur og Fjölnir með sigra

Valur og Fjölnir unnu sína leiki í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla. Fjölnir vann góðan sigur á Haukum í Hafnarfirði, 80-71.

Tveir af fimm spá sigri hjá Helenu og félögum

Tveir af fimm spámönnum heimasíðu WNBA-deildarinnar spá því að Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU komist í gegnum fyrstu umferð NCAA-deildarinnar. Helena hefur átt frábært tímabil með TCU sem fékk boð um að taka þátt í úrslitakeppninni í ár.

Fjögur efstu liðin fóru öll í undanúrslitin

Fjögur efstu lið deildarkeppni Iceland Express deildar karla tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar en þetta vare ljóst þegar Snæfell vann æsispennandi leik á móti Stjörnunni í gær.

Rivers sektaður af NBA

Doc Rivers, þjálfari meistara Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik Boston og Chicago Bulls.

Snæfell í undanúrslitin

Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld.

Friðrik: Ég var mjög smeykur

Óvíst er hvort framherjinn Nick Bradford geti leikið með Grindvíkingum í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Bradford datt illa og rotaðist þegar hann var að koma frá lækni.

Sjá næstu 50 fréttir