Bradford: Fékk góðar fréttir frá læknunum og verður með í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2009 18:30 Nick Bradford í síðasta leik með Grindavík á móti ÍR. Mynd/Rósa Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick. Dominos-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Nick Bradford hefur fengið leyfi frá læknum til þess að spila með Grindavík í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta en kappinn lenti í því að það leið yfir hann eftir að hann fékk sprautu hjá lækni í vikunni. „Ég vissi ekki hvort ég gæti verið með í fyrsta leiknum en ég fékk góðar fréttir frá læknunum og allt er í góðu lagi," sagði Nick sem hefur hugsað vel um sig og fer alltaf árlega í læknisskoðun. „Mér var brugðið eins og öðrum. Ég ætlaði bara að fara að fá sprautu en svo svimaði mér og það leið yfir mig," lýsir Nick Bradford og bætir við. "Mér líður miklu betur núna og hlakka bara til að fara að spila." Bradford hefur aldrei lent í svona áður en það skipti mestu máli að læknarnir gátu fullvissað sig um að það væri allt í lagi með hjartað en það leið yfir hann þegar blóðþrýstingur hans datt skyndilega niður. „Ég hef nefbotnað nokkrum sinnum en hef aldrei lent í einhverju eins og þessu. Ég þakklátur að ekki fór verr og er jafnframt tilbúinn að gleyma þessu. Það eina sem minnir mig á þetta er að sjá sporin á hökunni þegar ég kíki í spegil," sagði Nick Bradford sem þurfti að láta sauma 12 spor í hökuna sína og laga nokkrar tennur sem duttu út. Framundan eru leikir á móti Snæfelli sem vann eins stigs sigur á Grindavík í deildinni á dögunum. „Ég spilaði ekki vel í síðasta leik á móti þeim og ætla að bæta það. Við vitum að við þurfum að gefa rétta tóninn í fyrsta leiknum í seríunni og sýna að við erum tilbúnir og ætlum okkur lengra," segir Nick sem var ánægður með einvígið á móti ÍR sem Grindavík vann 2-0 og varð fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin. „Þetta voru ekki léttir leikir á móti ÍR. Við komum bara einbeittir til leiks og spiluðum vel varnarlega. Við vorum að spila bestu vörnina sem við höfum spilað síðast mánuðinn. Vörnin skiptir okkur öllum máli því við getum sett boltann í körfuna. Við verðum bara að halda einbeitingunni í vörninni," segir Nick.
Dominos-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira