Fleiri fréttir

Eiríkur áfram með ÍR

Eiríkur Önundarson er hættur við að hætta og mun leika áfram með ÍR á næstu leiktíð. Ásamt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar.

Vona að hann ráðist ekki á áhorfanda

Kínverski miðherjinn Yao Ming hefur komið af stað nokkrum titringi í herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um nýjasta liðsfélaga sinn Ron Artest í samtali við Houston Chronicle í gær.

Leikdagar klárir í Iceland Express deildinni

Nú er búið að raða niður leikjaplaninu í Iceland Express deild karla fyrir næsta vetur, en deildin hefst með leik FSu og Njarðvíkur í Iðunni á Selfossi þann 16. október.

Bandaríkjamenn völtuðu yfir Tyrki

LeBron James skoraði 20 stig og hitti úr 8 af 9 skotum sínum í dag þegar bandaríska landsliðið í körfubolta rótburstaði Tyrki 114-82 í öðrum æfingaleik sínum fyrir Ólympíuleikana í Kína.

Luol Deng samdi við Chicago Bulls

Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum.

Dómari dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Körfuboltadómarinn Tim Donaghy hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í veðmálahneyksli meðan hann var dómari í NBA deildinni.

Ron Artest til Houston Rockets

Framherjinn umdeildi Ron Artest hjá Sacramento Kings fékk í nótt ósk sína uppfyllta þegar honum var skipt frá félaginu til Houston Rockets.

Vujacic bauðst betri samningur í Evrópu

Slóveninn Sasha Vujacic framlengdi samning sinn við Los Angeles Lakers á dögunum. Hann fullyrðir að sér hafi borist talsvert hærri samningstilboð frá félögum í Evrópu, en hann kaus að vera áfram í herbúðum Lakers.

Jóhann Árni til Þýskalands

Jóhann Árni Ólafsson úr Njarðvík hefur gert eins árs samning við þýska Pro B-deildarliðið Proveu Merlins. Þetta kemur fram á karfan.is í dag.

Okafor samdi við Bobcats

Kraftframherjinn Emeka Okafor hefur undirritað nýjan sex ára samning við Charlotte Bobcats í NBA deildinni og færir samningurinn honum um 72 milljónir dollara í laun, eða tæpa 5,8 milljarða.

Roberson verður áfram hjá Grindavík

Bandaríska stúlkan Tiffany Roberson verður áfram í herbúðum Grindavíkur í Iceland Express deildinni næsta vetur. Roberson var einn besti leikmaður deildarinnar síðasta vetur og fór fyrir liðinu þegar það vann Lýsingarbikarinn í vor.

Myndi hætta að þjálfa og klæðast pilsi

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur í sumar skrifað skemmtilega pistla á fréttasíðuna karfan.is. Í nýjasta pistlinum veltir Benedikt m.a. vöngum yfir bandarískum leikmönnum sem fara í víking til Evrópu og efnilegum körfuboltastúlkum á Íslandi.

Biedrins framlengir við Warriors

Lettneski miðherjinn Andris Biedrins hjá Golden State Warriors hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við félagið sem færir honum að lágmarki 54 milljónir dollara í laun.

Kwame Brown semur við Pistons

Miðherjinn Kwame Brown gerði í gær tveggja ára samning við Detroit Pistons í NBA deildinni, en hann lék með Memphis og LA Lakers á síðustu leiktíð.

Ragna Margrét í hópnum

Ágúst Björgvinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Gentofte í Danmörku dagana 5. til 9. ágúst næstkomandi.

Monta Ellis fær 840 milljón króna kauphækkun

Bakvörðurinn Monta Ellis hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við Golden State Warriors í NBA deildinni. Samningurinn færir hinum unga Ellis tæplega 5,5 milljarða króna í tekjur á samningstímanum.

Ermolinskij íhugar tilboð frá Spáni

Íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij sem leikið hefur með Ciudad Huelva á Spáni er nú að íhuga nokkrar fyrirspurnir sem gerðar hafa verið í hann frá öðrum liðum.

Slagsmál í WNBA (myndband)

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í bandarísku kvennadeildinni í körfubolta í nótt að áflog brutust út í leik Detroit Shock og LA Sparks í Detroit.

Þjóðverjar á Ólympíuleikana

Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld síðasta sætið á Ólympíuleikana með 96-82 sigri á Portó Ríkó í baráttunni um þriðja og síðasta sætið í undankeppni leikanna.

Ginobili í ÓL hóp Argentínumanna

Bakvörðurinn Manu Ginobili hefur verið valinn í 12 manna landsliðshóp Argentínumanna fyrir Ólympíuleikana í Peking. Þessi tíðindi vekja væntanlega litla hrifningu forráðamanna San Antonio Spurs í NBA deildinni, en Ginobili hefur átt við meiðsli að stríða.

Stelpurnar sigruðu í C-deildinni

Íslenska U-16 ára landslið kvenna í körfubolta vann í dag sigur í C-deild Evrópumótsins í körfubolta. Liðið vann stórsigur á Albönum í úrslitaleik 74-41.

Watson verður ekki með Keflavík í vetur

Bandaríska stúlkan TaKesha Watson mun ekki leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deildinni næsta vetur. Þetta staðfesti Jón Halldór Eðvaldsson í viðtali á karfan.is í dag.

Turiaf til Golden State

Miðherjinn Ronny Turiaf hjá LA Lakers mun leika með Golden State Warriors í NBA deildinni á næstu leiktíð. Turiaf var með lausa samninga og fékk tilboð frá Warriors sem forráðamenn Lakers voru tregir til að jafna.

Williams framlengir við Utah Jazz

Leikstjórnandinn Deron Williams hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz í NBA deildinni um þrjú ár með möguleika á fjórða árinu.

Fyrsti leikur Yao Ming í hálft ár

Kínverski risinn Yao Ming lék í nótt sinn fyrsta leik í hálft ár þegar hann spilaði nokkrar mínútur í æfingaleik Kínverja gegn Serbum í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana.

Portland vildi fá Jón Arnór

Lið Portland Trailblazers í NBA deildinni setti sig í samband við landsliðsmanninn Jón Arnór Stefánsson og vildi fá hann í hóp sinn fyrir sumardeildirnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum karfan.is í dag.

Kanada í 8-liða úrslitin

Kanadamenn urðu í gær síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum forkeppni Ólympíuleikanna í körfubolta með naumum 79-77 sigri á Suður-Kóreumönnum.

Marcus Camby til LA Clippers

Miðherjinn Marcus Camby gekk í nótt í raðir LA Clippers frá Denver Nuggets í NBA deildinni. Camby er 35 ára og var valinn varnarmaður ársins árið 2007.

Artest vill fara til Lakers

Framherjinn skrautlegi Ron Artest hjá Sacramento Kings segist sjá mikið eftir því að hafa ekki fengið sig lausan frá samningi sínum við félagið í sumar og segist vilja spila undir stjórn Phil Jackson hjá LA Lakers.

Arenas fær 8,6 milljarða samning

Skorarinn mikli Gilbert Arenas hjá Washington Wizards skrifaði í gærkvöld undir framlenginu á samningi sínum við félagið. Samningurinn er til sex ára og færir kappanum á níunda milljarð í tekjur.

Hörður Axel til Spánar

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík hefur gert tveggja ára samning við spænska B-deildarfélagið Melilla. Þetta staðfesti Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur við Vísi í morgun.

Ísland tapaði stórt í Litháen

Vináttulandsleik Íslands og Litháen í dag lauk með 115-62 sigri hjá sterku liði Litháa. Litháen var yfir í hálfleik 61:35.

Lakers á höttunum eftir Ron Artest?

Fjölmiðlar í Kaliforníu greina frá því að forráðamenn Los Angeles Lakers í NBA deildinni hafi sett sig í samband við Sacramento Kings með það fyrir augum að fá til sín framherjann villta Ron Artest.

Barry-fjölskyldan heldur tryggð við Houston

Bakvörðurinn Brent Barry varð í dag þriðji maðurinn í fjölskyldu sinni til að semja við Houston Rockets í NBA deildinni. Hann gerði tveggja ára samning við Rockets eftir að hafa spilað með San Antonio árið á undan.

Elton Brand semur við 76ers

Mikið var um að vera á leikmannamarkaðnum í NBA deildinni í dag þegar félög í deildinni gátu kynnt nýja leikmenn sína til leiks.

Maggette á leið til Warriors

Framherjinn Corey Maggette hefur samþykkt að ganga í raðir Golden State Warriors frá LA Clippers eftir því sem fram kemur í San Francisco Chronicle. Maggette mun fá um 50 milljónir dollara fyrir fimm ára samning, en hann skoraði 22 stig að meðaltali í leik með Clippers á síðasta vetri.

O´Neal til Toronto

Sexfaldi stjörnuleikmaðurinn Jermaine O´Neal gekk í dag í raðir Toronto Raptors í NBA deildinni í skiptum fyrir leikjstórnandann TJ Ford og miðherjann Rasho Nesterovic.

Elton Brand sagður á leið til Philadelphia

Nokkur ólga hefur verið á leikmannamarkaðnum í NBA deildinni undanfarna daga og sá leikmaður sem mestu fjaðrafoki hefur valdið er framherjinn sterki Elton Brand hjá LA Clippers.

Green semur við Dallas

Gerald Green hefur gert eins árs samning við Dallas Mavericks. Green er bakvörður en hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom í NBA-deildina fyrir þremur árum.

Chris Duhon semur við Knicks

Umboðsmaður Chris Duhon hjá Chicago Bulls í NBA deildinni hefur greint frá því að leikstjórnandinn hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við New York Knicks.

Chris Paul framlengir við Hornets

Leikstjórnandinn Chris Paul hefur skrifað undir nýjan samning við New Orleans Hornets í NBA deildinni. Samningurinn tekur gildi eftir næsta tímabil, er til þriggja ára með möguleika á fjórða árinu og greiðir honum ríflega fimm milljarða króna í tekjur.

Óvíst hvar Brynjar mun spila

Óvissa ríkir um hvar Brynjar Þór Björnsson mun spila á næstu leiktíð. Brynjar fékk tilboð frá Highpoint háskólanum í Bandaríkjanum en var síðan ekki samþykktur inn í kerfið og þarf að bíða að minnsta kosti í eitt ár.

Kaman spilar fyrir þýska landsliðið

Miðherjinn Chris Kaman hjá LA Clippers í NBA deildinni hefur fengið þýskan ríkisborgararétt og mun spila með þýska landsliðinu í undankeppni Ólympíuleikanna síðar í þessum mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir