Fleiri fréttir

Snæfell vann í spennuleik

Það var boðið upp á mikla skemmtun í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti Snæfelli. Þetta var fyrsta viðureign þessara liða í undanúrslitum Íslandsmótsins en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit.

Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum

Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld.

Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum

Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport.

Mikilvægur sigur hjá Dallas

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann mjög mikilvægan útisigur á Phoenix 105-98 og styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.

ÍR vann eftir framlengingu í Keflavík

ÍR-ingar unnu glæstan sigur gegn Keflavík á útivelli í kvöld. Þetta var fyrsti leikur þessara liða í undanúrslitaeinvígi á Íslandsmótinu. Leikurinn endaði 87-92 eftir framlengingu.

Boston fær heimavallarrétt alla úrslitakeppnina

Eftir sigur Boston Celtics á Charlotte í nótt er ljóst að liðið hefur tryggt sér besta árangur allra liða í NBA-deildinni þetta tímabilið. Það verður því með heimavallarrétt alla úrslitakeppnina.

NBA í nótt: Boston á sigurbraut

Sex leikir voru háðir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics trjónir á toppi síns riðils en liðið vann Charlotte á útivelli 101-78. Leon Powe skoraði 22 stig fyrir Boston og tók 9 fráköst.

Utah rassskellti San Antonio

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst LA Lakers vann Dallas og New Orleans Hornets festi tak sitt á efsta Vesturstrandarinnar með sigri á New York Knicks, 118-110, á meðan San Antonio Spurs var rassskellt af Utah Jazz.

Keflavík Íslandsmeistari í körfu kvenna

Keflavíkurstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í kvöld þegar liðið bar sigurorð af KR, 91-90, í æsispennandi þriðja leik liðanna. Keflavík vann einvígið, 3-0.

Fékk hjartastopp í 30 sekúndur

Jón Halldór Eðvaldsson. þjálfari Íslandmeistara Keflavíkur, var sigurreifur þegar Vísir ræddi við hann eftir að hans stúlkur höfðu lagt KR að velli, 91-90, og tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

KR með tveggja stiga forystu í Keflavík

KR-stúlkur leiða með tveimur stigum, 45-43, í hálfleik gegn Keflavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Candace Futrell hefur skorað 18 stig fyrir KR en TaKesha Watson er með 9 stig fyrir Keflavík.

Alveg til í fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld þegar þær mæta KR-stúlkum í Toyota-höllinni í Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, segist vera klár í að fara í sumarfrí með bikarinn í kvöld.

Benedikt boðar breytingar hjá KR

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, vildi í gær meina að sér hefði mistekist að laða fram það besta í sínum mönnum þegar þeir féllu úr leik gegn ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Barnalán í Boston

Leikmönnum Boston Celtics hefur gengið allt í haginn innan sem utan vallar í vetur. Liðið er með bestan árangur allra liða í NBA deildinni, en þar fyrir utan hafa nokkrir leikmanna liðsins orðið svo heppnir að verða feður á árinu.

NBA í nótt: Hughes góður gegn gömlu félögunum

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Chicago vann nokkuð óvæntan útisigur á Cleveland 101-98 þar sem Larry Hughes var fyrrum félögum sínum erfiður og skoraði 25 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Chicago en LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland.

Brown er farið að leiðast

Larry Brown segir að sér sé farið að leiðast þófið á skrifstofunni hjá Philadelphia 76ers og segist vilja snúa sér aftur að þjálfun á næsta keppnistímabili. Til greina komi að þjálfa í NBA eða í háskólaboltanum.

Ég tek þetta á mig

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var afar óhress með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar þeir létu ÍR-inga flengja sig á heimavelli og féllu úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta.

Grindavík í undanúrslitin

Grindvíkingar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar þegar þeir lögðu Skallagrím 93-78.

ÍR í undanúrslit eftir stórsigur á meisturunum

ÍR gerði sér lítið fyrir og sendi Íslandsmeistara KR í sumarfrí í Iceland Express deildinni í kvöld. ÍR vann sannfærandi 93-74 sigur í vesturbænum þar sem liðið var með frumkvæðið frá fyrstu mínútu.

Eiríkur lofar ÍR-sigri í kvöld

Reynsluboltinn Eiríkur Önundarson segir ekkert annað en sigur koma til greina hjá ÍR í kvöld þegar liðið sækir KR heim í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta.

NBA í nótt: Óvænt endurkoma Dirk og Dallas vann

Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla.

Íslandsmeistararnir í vondum málum

Íslandsmeistarar KR eru í frekar vondum málum þegar flautað hefur verið til leikhlés í oddaleik þeirra gegn ÍR í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur forystu í hálfleik 46-29. Þá hefur Grindavík yfir 45-31 gegn Skallagrími í oddaleik liðanna í Grindavík.

FSu í Iceland Express deildina

Lið FSu tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir 67-63 sigur á Val í oddaleik í Iðunni á Selfossi. Troðfullt var út úr dyrum á Selfossi í kvöld og gríðarleg stemming á pöllunum.

Nýr forseti hjá New York Knicks

Donnie Walsh, fyrrum yfirmaður Indiana Pacers, var í dag ráðinn forseti New York Knicks í NBA deildinni. Hann tekur þar með við starfi Isiah Thomas, en sá síðarnefndi mun halda starfi sínu sem þjálfari liðsins eitthvað lengur.

Gasol væntanlega með Lakers í nótt

Spánverjinn Pau Gasol verður væntanlega í byrjunarliði LA Lakers í kvöld þegar liðið tekur á móti Portland Trailblazers í NBA deildinni. Gasol hefur misst af síðustu níu leikjum liðsins vegna ökklameiðsla og hefur það tapað fjórum þeirra.

Chamberlain á frímerki?

Svo gæti farið að körfuboltagoðsögnin Wilt Chamberlain yrði þess heiðurs aðnjótandi í framtíðinni að fá andlit sitt prentað á frímerki í Bandaríkjunum.

Öruggt hjá Keflavík gegn KR

Keflavík komst í kvöld í 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir sigur á KR, 84-71, í KR-heimilinu.

Sjá næstu 50 fréttir