Fleiri fréttir

Boston fer vel af stað

Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics unnu sannfærandi sigur á Washington Wizards í fyrsta leik sínum á tímabilinu.

Góður endasprettur tryggði Snæfelli sigur

Snæfell gerði góða ferð í Hveragerði í kvöld þar sem liðið lagði Hamar 77-70 í Iceland Express deild karla í körfubolta. Heimamenn höfðu betur í fyrri hálfleik en Hólmarar tryggðu sér sigur með því að halda Hamarsmönnum í aðeins 8 stigum í lokaleikhlutanum.

Eigandi Sonics sækir um flutning á liðinu

Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, staðfesti í kvöld að hann ætlaði að óska eftir því við forráðamenn deildarinnar að liðið verði flutt frá Seattle eins fljótt og hægt er.

Boston - Washington í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta á miðnætti í nótt þegar stöðin sýnir beint frá viðureign Boston og Washington. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Boston.

Fjárfestar í Seattle vilja kaupa Sonics

Hópur fjárfesta í Seattle gaf það út í dag að þeir hefðu í huga að kaupa NBA lið Seattle Supersonics af núverandi eiganda Clay Bennett, með það fyrir augum að halda liðinu í borginni. Fátt bendir til annars en að Bennett flytji liðið til heimaborgar sinnar Oklahoma.

McGrady sallaði 47 stigum á Jazz

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tracy McGrady var maður kvöldsins þegar hann skoraði 47 stig í góðum útisigri Houston á Utah 106-95.

Ævintýraleg sigurkarfa Helga tryggði KR sigur

KR-ingar unnu dramatískan 82-81 sigur á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld þar sem ævintýraleg þriggja stiga karfa Helga Magnússonar tryggði KR sigurinn um leið og lokaflautið gall.

Stórleikur KR og Njarðvíkur í beinni á Sýn

Fimm leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsiner viðureign KR og Njarðvíkur í DHL höllinni og verður hann sýndur beint á Sýn.

Nemanja Sovic til Breiðabliks

Breiðablik fékk í gær góðan liðsstyrk er Nemanja Sovic samdi við Breiðablik en hann kemur frá Fjölni þar sem hann var á sínu fjórða tímabili.

Ginobili hetja San Antonio

Það var nóg um að vera í NBA-deildinn í nótt en átta leikir fóru fram. San Antonio vann góðan sigur á Memphis í æsispennandi leik.

Njarðvíkingar komnir yfir

Njarðvíkingar hafa náð forystu 67-65 gegn KR þegar þriðja leikhluta er lokið í þessum stórslag í Iceland Express deildinni. Brenton Birmingham fór mikinn í liði Njarðvíkur í þriðja leikhluta þar sem gestirnir komust yfir eftir að hafa verið undir í hálfleik.

KR hefur yfir í hálfleik

KR-ingar hafa yfir 43-37 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í stórleik liðanna í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn en hér er um að ræða einvígi liðanna sem léku til úrslita um titilinn í vor.

Odom fékk heilahristing eftir árekstur

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers lenti í árekstri í gærkvöldi þegar hann var á leið á opnunarleik liðsins gegn Houston í gærkvöld. Benz-birfreið hans gjöreyðilagðist í árekstrinum og þurfti að klippa ökumann hinnar bifreiðarinnar út úr bílflakinu.

Tvær beinar útsendingar á NBA TV í nótt

Það verður mikil körfuboltaveisla á NBA TV í nótt þegar tveir leikir verða sýndir beint frá miðnætti. Meistarar San Antonio sækja Memphis heim og þá tekur Denver á móti Seattle um klukkan hálf þrjú í nótt.

Magic: Kobe fer ekki til Chicago

Magic Johnson, varaforseti LA Lakers í NBA deildinni, segir að ekkert geti orðið af því að Kobe Bryant fari til Chicago Bulls eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikurnar.

Helena er fjölhæfur leikmaður

Jeff Mittie, þjálfari körfuboltaliðs TCU-háskóalns í Bandaríkjunum segir að Helena Sverrisdóttir sé fjölhæfur leikmaður sem komi til með að nýtast liðinu vel á leiktíðinni.

Kobe með 45 stig en Lakers tapaði

LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik.

Howard kominn aftur til Dallas

NBA lið Dallas Mavericks fékk góðan liðstyrk í nótt þegar liðið gekk frá samningi við framherjann reynda Juwan Howard sem keyptur var út úr samningi sínum hjá Minnesota á dögunum.

Duncan að framlengja við Spurs

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio er búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár ef marka má fréttaskot ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld.

NBA deildin hefst í nótt

Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti.

Hitað upp fyrir NBA-deildina

Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni.

Hitað upp fyrir NBA-deildina - Miðriðillinn

Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni.

Heimasigrar í körfunni

Fjórðu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með tveimur leikjum. Heimasigrar unnust í þeim báðum. Grindavík vann Hamar 95-67 og ÍR vann Skallagrím naumlega 76-74 í Seljaskóla.

Keflvíkingar með fullt hús

Keflvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir góðan útisigur á grönnum sínum í Njarðvík í kvöld 78-63. Fjórir leikir fóru fram í kvöld en fjórðu umferð lýkur annað kvöld.

Stórleikur í Njarðvík

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðvík. Liðin eru bæði með fullt hús stiga eftir þjár umferðir og því mætast stálin stinn í kvöld.

Bibby verður frá í 6-10 vikur

Keppnistímabilið hjá Sacramento Kings í NBA deildinni byrjar ekki gæfulega eftir að í ljós kom að leikstjórnandi liðsins Mike Bibby verður frá í 6-10 vikur eftir að hafa tognað á þumalputta og gæti því misst af fyrstu 20 leikjum liðsins í deildarkeppninni eða meira.

Garnett með þrennu gegn Cleveland

Boston Celtics vann í nótt lokaleik sinn á undirbúningstímabilinu í NBA þegar liðið skellti Austurdeildarmeisturum Cleveland 114-89 á heimavelli. Kevin Garnett var með þrennu í leiknum.

Hörður Axel með fínan leik í sigri Njarðvíkur

Hörður Axel Vilhjálmsson stimplaði sig rækilega inn í lið Njarðvíkur í kvöld þegar liðið vann þriðja leik sinn í röð í upphafi móts í Iceland Express deildinni. Njarðvík lagði ÍR 83-68 í Ljónagryfjunni og þá héldu Tindastólsmenn upp á 100 ára afmæli félagsins með 102-90 sigri á Skallagrími á Sauðárkróki.

Chicago missti þrjá meidda af velli

Fimm leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Chicago lagði Milwaukee 97-81 en missti þá Ben Wallace, Tyrus Thomas og Joakim Noah alla í meiðsli í leiknum.

Þriðja tap Snæfells

Snæfellingar eru enn án sigurs í Iceland Express deild karla eftir þrjá leiki. Liðið tapaði í kvöld fyrir KR á útivelli, 85-71.

Undirbúningurinn gengur illa hjá Lakers

Kobe Bryant er nýjasta nafnið á sjúkralista LA Lakers í NBA deildinni en hann meiddist á hendi í æfingaleik gegn Utah Jazz í fyrrinótt. Bryant var þá óðum að ná sér eftir aðgerð á hné.

Stuckey handarbrotnaði

Detroit Pistons varð fyrir áfalli í nótt þegar nýliði liðsins, leikstjórnandinn Rodney Stuckey, handarbrotnaði í 104-85 sigri á Washington á undirbúningstímabilinu.

Riley losaði sig við Walker

Pat Riley, þjálfari og forseti Miami Heat í NBA, nældi sér í ágætan liðsstyrk í gærkvöld þegar hann losaði sig við framherjann Antoine Walker sem hefur verið til vandræða hjá liðinu síðasta árið.

Haukar og Grindavík með fullt hús

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Haukar, Grindavík og KR unnu sína leiki en Haukar og Grindavík eru á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

Þrír leikir í kvennakörfunni í kvöld

Í kvöld fara fram þrír leikir í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Grindavík tekur á móti Val í Grindavík klukkan 19:15 og á sama tíma mæta Haukar Fjölni á Ásvöllum. Klukkan 20 taka svo KR-ingar á móti Hamri í DHL-höllinni.

Miami vann ekki leik

Miami Heat tapaði í nótt 104-87 fyrir San Antonio á undirbúningstímabilinu í NBA og tapaði þar með öllum sjö leikjum sínum í undirbúningnum. Þetta er lélegasti árangur í sögu félagsins.

Baulað á Isiah Thomas í sigri New York

Isiah Thomas, þjálfari New York Knicks, þurfti að hlusta á nokkuð baul frá áhorfendum í Madison Square Garden í nótt þegar hans menn lögðu Boston 94-87 í æfingaleik.

Sjá næstu 50 fréttir