Handbolti

Kiel misstígur sig ekki | Fínn sigur hjá Berlin

Yfirburðir lærisveina Alfreðs eru með ólíkindum.
Yfirburðir lærisveina Alfreðs eru með ólíkindum.
Sigurganga Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik hélt áfram í kvöld er liðið vann sannfærandi útisigur, 25-31, á Lemgo.

Kiel er því búið að vinna alla 27 leiki sína í deildinni og þarf aðeins tvo sigra í viðbót til þess að tryggja sér titilinn. Ótrúlegur árangur.

Berlin styrkti stöðu sína í öðru sætinu með öruggum sigri.

Úrslit:

Lemgo-Kiel  25-31

Aron Pálmarsson gat ekki leikið með Kiel vegna meiðsla.

Füchse Berlin-Huttenberg  36-28

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Berlin.

TuS N-Lübbecke-Bergischer  26-20

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Bergischer.

Magdeburg-Balingen  26-26

Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað hjá Magdeburg í leiknum.

Melsungen-Grosswallstadt  24-23

Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×