Handbolti

Wetzlar lagði Hannover í uppgjöri Íslendingaliðanna

Kári og félagar fengu tvo mikilvæga punkta í kvöld.
Kári og félagar fengu tvo mikilvæga punkta í kvöld.
Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar unnu dramatískan sigur, 20-19, á Íslendingaliðinu Hannover Burgdorf í þýska handboltanum í kvöld.

Wetzlar var að elta allan leikinn en Steffen Fäth skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og þar af sigurmarkið á lokasekúndunni.

Wetzlar komst upp fyrir Hannover með sigrinum og alla leið í 13. sætið. Hannover er stigi á eftir.

Kári skoraði eitt mark fyrir Wetzlar í leiknum. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson skoruðu báðir eitt mark fyrir Hannover.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×