Fleiri fréttir Solskjær verður betri með aldrinum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með framlag sinna manna eftir 2-0 sigur á Newcastle í dag og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu þeirra Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo. Hann segir liðið vera aftur að finna taktinn í deildinni. 1.10.2006 18:10 Æfur út af vítaspyrnudómnum Harry Redknapp var mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í viðureign Tottenham og Portsmouth í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag og kallar á reglubreytingar þar sem fjórða dómara leiksins verði gert kleift að koma í veg fyrir atvik sem þetta með því að styðjast við myndbandsupptökur. 1.10.2006 18:02 Óverðskuldaður sigur Tottenham Tottenham vann í dag langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Portsmouth 2-1 á heimavelli sínum White Hart Lane. Danny Murphy kom heimamönnum yfir eftir aðeins 39 sekúndna leik og Jermaine Defoe kom liðinu í 2-0 með marki úr vítaspyrnu sem heimamenn fengu á mjög vafasaman hátt. Kanu minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins, en Portsmouth þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að vera betra liðið í leiknum. 1.10.2006 17:43 Markheppni Solskjær tryggði United sigur Manchester United vann auðveldan 2-0 sigur á slöku liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði bæði mörk heimamanna, en þau voru dæmigerð fyrir þennan ótrúlega markheppna framherja. United átti auk þess fjögur stangarskot í leiknum, en liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í dag. 1.10.2006 15:58 Góður sigur hjá Reading Nýliðar Reading unnu enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti lánlausu liði West Ham á útivelli 1-0. Það var Seol Ki-Hyeon sem skoraði sigurmarkið strax eftir tvær mínútur og þó Alan Pardew hefði tjaldað öllu til að reyna að jafna leikinn, þurftu hans menn að sætta sig við enn eitt tapið og nú er stóllinn farinn að hitna verulega undir Pardew á Upton Park. 1.10.2006 14:54 Solskjær í byrjunarliði United Leikur Manchester United og Newcastle á Old Trafford er nú hafinn. Alex Ferguson gerir tvær breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik, en þeir Darren Fletcher og Ole Gunnar Solskær koma inn í byrjunarliðið í stað John O´Shea og Louis Saha. Þá gerir Newcastle einnig breytingar og þar er Obafemi Martins á bekknum og Shola Ameobi leikur einn í framlínunni. Þá er leikur Blackburn og Wigan einnig hafinn og þar hefur Emile Heskey komið Wigan yfir með marki á 2. mínútu. 1.10.2006 14:06 Ívar í byrjunarliði Reading Landsliðsmiðvörðurinn Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði nýliða Reading í ensku úrvalsdeildinni, en liðið sækir nú West Ham heim í fyrsta leik dagsins af fjórum. Leikurinn hófst klukkan 13 og komust gestirnir raunar yfir strax eftir 2 mínútur með marki Seol Ki-Hyeon. 1.10.2006 13:21 Heimili Peter Crouch lagt í rúst Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, varð fyrir því óláni í vikunni að brotist var inn á heimili hans á meðan hann var að skora tvö mörk fyrir Liverpool gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Fjölda verðmætra muna og bifreið á að hafa verið stolið af heimili hans og það sem eftir stóð var rifið, brotið og bramlað. 30.9.2006 23:06 Shevchenko átti aldrei fara til Chelsea Kakha Kaladze, félagi Andriy Shevchenko hjá AC Milan til sex ára, segir að Úkraínumaðurinn hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea. 30.9.2006 23:00 Skammar Mido fyrir ummæli sín Martin Jol var ekki par hrifinn af ummælum framherja síns Mido í dag, en í samtali við bresku slúðurblöðin sagði Egyptinn að Sol Campbell væri auðveldasti andstæðingur sem hann hefði mætt á knattspyrnuvellinum. Þessi ummæli framherjans hafa eflaust vakið gleði stuðningsmanna Tottenham, en Jol hefur aðrar hugmyndir um upphitun fyrir leik Tottenham og Portsmouth á morgun. 30.9.2006 22:30 Loksins sigur hjá Sheffield United Nýliðar Sheffield United unnu í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á lærisveinum Gareth Southgate í Middlesbrough á heimavelli sínum. Það var fyrirliðinn Phil Jagielka sem skoraði sigurmark United í uppbótartíma með þrumuskoti, en þetta var fyrsti sigur liðsin í úrvalsdeildinni síðan í apríl árið 1994. 30.9.2006 19:29 Sýndi stuðningsmönnum Everton beran bossann Joey Barton hjá Manchester City á yfir höfði sér lögreglurannsókn eftir að hann leysti niður um sig buxurnar og flassaði stuðningsmenn Everton eftir að liðin gerðu jafntefli á Goodison Park í dag. Barton er sjálfur frá Liverpool og á sér sögu í viðskiptum sínum við stuðningsmenn Everton. Hann á nú örugglega yfir höfði sér leikbann fyrir þessa glórulausu framkomu. 30.9.2006 18:39 Markið hans Van Persie var stórkostlegt Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins. 30.9.2006 18:09 Jafntefli var mjög ósanngjörn niðurstaða Jose Mourinho var hundfúll í dag eftir að hans menn í Chelsea náðu aðeins jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, en meistararnir fóru illa með fjölmörg færi sín í leiknum. Stjóri Villa var að vonum ánægðari með niðurstöðuna. 30.9.2006 17:56 Arsenal lagði Charlton Arsenal vann góðan 2-1 útisigur á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 er nú lokið. Darren Bent kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie skoraði tvívegis sitt hvoru megin við hálfleikinn og það nægði Arsenal. 30.9.2006 16:12 Baráttan skilaði okkur sigri Sam Allardyce var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Liverpool í dag, en Bolton átti ekki mikið fleiri skot á markið en þau tvö sem rötuðu í netið og færðu liðinu 2-0 sigur. Allardyce sagði sigurinn afrakstur blóðugrar baráttu sinna manna. 30.9.2006 14:59 Enn skorar Drogba Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor. 30.9.2006 14:51 Bolton lagði Liverpool Bolton gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool 2-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gary Speed kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og Ivan Campo tryggði Bolton sigurinn með laglegu skallamarki í upphafi síðari hálfleiksins. Þetta var þriðji tapleikur Liverpool í röð á útivelli, liðið hefur aðeins krækt í eitt stig á útivöllum það sem af er leiktíðinni. 30.9.2006 13:41 Krefst sönnunargagna í árásum á ensku knattspyrnuna Brian Barwick vill að það sé á tæru að ef menn ætli sér að leggja fram gögn sem sýna eigi fram á spillingu í ensku knattspyrnunni, verði þeir að leggja fram gögn til að sanna mál sitt svo hægt sé að greina staðreyndir frá áróðri. 29.9.2006 21:15 Srnicek kominn aftur til Newcastle Hinn gamalreyndi tékkneski markvörður Pavel Srnicek hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og verður varamarkvörður liðsins fram í janúar. Srnicek er öllum hnútum kunnugur á St James Park, en hann varði mark liðsins í sjö ár í upphafi síðasta áratugar. Hann er 38 ára gamall og spilaði síðast með liði í Portúgal. 29.9.2006 18:00 Hendrie lánaður til Stoke Miðjumaðurinn Lee Hendrie hjá Aston Villa hefur nú verið lánaður til 1. deildarliðs Stoke City. Hendrie var á árum áður fastamaður í liði Villa, en hefur aðeins einu sinni komið inn sem varamaður á þessari leiktíð. Honum verður nú ætlað að hressa upp á miðjuspilið hjá Tony Pulis og félögum í Stoke, sem hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. 29.9.2006 14:00 Silvestre nýjasta nafnið á meiðslalistanum Franski landsliðsmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í ristinni. Hann varð fyrir þessum meiðslum í leiknum gegn Arsenal á dögunum, en þessi 29 ára gamli varnarmaður hefur verið fastamaður í liði United í fjölda ára. Meiðsli hans eru af sömu tegund og þau sem hrjáð hafa menn á borð við Michael Owen og Wayne Rooney svo einhverjir séu nefndir. 29.9.2006 13:13 Sleppur við lögregluákæru Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City sleppur með skrekkinn við lögregluákæru eftir líkamsárás sína á Pedro Mendes, leikmann Portsmout, í leik liðanna fyrir nokkrum vikum. Mendes óskaði eftir því á sínum tíma að farið yrði með málið innan knattspyrnuhreyfingarinnar og það er talið hafa orðið til þess að lögregluyfirvöld hafa nú ákveðið að blanda sér ekki í málið. 29.9.2006 13:06 Dein vill halda Wenger í 10 ár til viðbótar Í dag eru liðin tíu ár síðan franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger tók við enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og hefur stjórnarformaður félagsins gefið það út í tilefni dagsins að Wenger sé æviráðinn hjá félaginu ef hann óskar þess og vonast til að halda honum í að minnsta kosti áratug í viðbót. 28.9.2006 14:12 Naismith frá keppni í sex vikur Skoski landsliðsmaðurinn Gary Naysmith hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa tognað á hné í leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Þetta þýðir að Naysmith mun missa af landsleikjum Skota gegn Frökkum og Úkraínumönnum í næsta mánuði og snýr væntanlega ekki aftur í lið Everton fyrr en undir lok nóvember að mati lækna félagsins. 27.9.2006 23:00 Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin. 27.9.2006 22:30 Titus Bramble heldur sæti sínu Hinn seinheppni varnarmaður Newcastle, Titus Bramble, heldur sæti sínu í liðinu fyrir Evrópuleikinn gegn Levadia Tallinn. Bramble varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa verið valinn í lið vikunnar, hjá ESPN, eftir síðasta leik gegn Everton. Hið vafasama er hann var valinn í liðið fyrir hönd andstæðinga sinna í leiknum, en hann þótti hafa verið besti leikmaður Everton í leiknum. 27.9.2006 14:45 Yfirtökutal hefur truflandi áhrif á liðið Alan Pardew segir að endalausar vangaveltur um að gert verði yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið West Ham séu farnar að hafa truflandi áhrif á liðið. West Ham hefur gengið afleitlega síðan Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez gengu í raðir félagsins á sínum tíma, en síðan hefur aðeins einn sigur unnist. 27.9.2006 14:43 Barclays framlengir styrktarsamning Barclays bankinn hefur framlengt styrktarsamning sinn við ensku úrvalsdeildina til ársins 2010, en þetta er tveggja ára framlenging á gildandi samningi. Þetta mun færa deildinni tæpar 66 milljónir punda í tekjur. 27.9.2006 14:38 Hættið að reyna að vera Roy Keane Framherjinn Dwight Yorke hefur skorað á félaga sína í liði Sunderland að hætta að reyna að vera Roy Keane á knattspyrnuvellinum með því að tækla í allar áttir eins og óðir menn. Sunderland tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Keane um helgina og þótti Yorke félagar sínir taka full harkalega á andstæðingunum. 26.9.2006 20:00 Martröðin heldur áfram hjá Delaney Meiðslakálfurinn Mark Delaney hjá Aston Villa þarf enn að bíða eftir því að geta unnið sér sæti í liðinu eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í annan hnéuppskurðinn á skömmum tíma. Delaney gat lítið sem ekkert spilað með Villa á síðustu leiktíð, en spilaði landsleik fyrir Wales í síðasta mánuði. Það vildi ekki betur til en að nú þarf kappinn í uppskurð á ný. 26.9.2006 18:15 Ætlar að berjast fyrir ferlinum Kevin Bond, fyrrverandi aðstoðamaður Glen Roeder, sem var rekin í dag af Newcastle, segir félagið ekki hafa farið nógu vel yfir málið áður en ákveðið var að láta hann fara. 26.9.2006 15:45 Umboðsmaður Cole settur í bann og sektaður Jonathan Barnett, umboðsmaður Ashley Cole hjá Chelsea, hefur verið settur í 18 mánaða bann, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir þátt sinn í því þegar Chelsea ræddi ólöglega við leikmanninn þegar hann var samningsbundinn Arsenal á sínum tíma. Cole og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa þegar tekið út refsingu sína vegna þessa. Barnett var auk þessa gert að greiða 100 þúsund punda sekt. 26.9.2006 15:24 Newcastle að landa Waterreus Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum. 26.9.2006 14:50 Liverpool býr sig undir átökin Það var létt yfir leikmönnum Liverpool á æfingu í morgun. Þeir eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Galatasaray í C-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Anfield á morgun. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndurum AP fréttastofunnar í morgun. 26.9.2006 12:15 Newcastle rekur Kevin Bond Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum. 26.9.2006 11:13 Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. 25.9.2006 12:00 Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni. 25.9.2006 11:30 Ronaldo getur orðið sá besti Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. 25.9.2006 11:00 Orðsporið er varanlega skaðað Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. 25.9.2006 10:15 Þetta hefur verið versti tími lífs míns Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. 25.9.2006 09:45 Hugsaði út í það að hætta David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. 25.9.2006 07:30 Fallhlífarstökk í auglýsingu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. 25.9.2006 07:00 Everton 1-1 Newcastle Everton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Shola Ameobi skoraði fyrir Newcastle en Tim Cahill jafnaði metin fyrir Everton. 24.9.2006 16:45 Ætlar að raða inn mörkum Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur lofað stuðningsmönnum Chelsea því að hann fari að raða inn mörkum. Þessi 29 ára leikmaður var keyptur til félagsins fyrir metfé í maí en hann er enn ekki byrjaður að sýna markaskorunarhæfileika sína á Englandi og hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. 24.9.2006 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Solskjær verður betri með aldrinum Sir Alex Ferguson var að vonum ánægður með framlag sinna manna eftir 2-0 sigur á Newcastle í dag og þótti sérstök ástæða til að minnast á frammistöðu þeirra Ole Gunnar Solskjær og Cristiano Ronaldo. Hann segir liðið vera aftur að finna taktinn í deildinni. 1.10.2006 18:10
Æfur út af vítaspyrnudómnum Harry Redknapp var mjög ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í viðureign Tottenham og Portsmouth í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag og kallar á reglubreytingar þar sem fjórða dómara leiksins verði gert kleift að koma í veg fyrir atvik sem þetta með því að styðjast við myndbandsupptökur. 1.10.2006 18:02
Óverðskuldaður sigur Tottenham Tottenham vann í dag langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Portsmouth 2-1 á heimavelli sínum White Hart Lane. Danny Murphy kom heimamönnum yfir eftir aðeins 39 sekúndna leik og Jermaine Defoe kom liðinu í 2-0 með marki úr vítaspyrnu sem heimamenn fengu á mjög vafasaman hátt. Kanu minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins, en Portsmouth þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir að vera betra liðið í leiknum. 1.10.2006 17:43
Markheppni Solskjær tryggði United sigur Manchester United vann auðveldan 2-0 sigur á slöku liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem skoraði bæði mörk heimamanna, en þau voru dæmigerð fyrir þennan ótrúlega markheppna framherja. United átti auk þess fjögur stangarskot í leiknum, en liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í dag. 1.10.2006 15:58
Góður sigur hjá Reading Nýliðar Reading unnu enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti lánlausu liði West Ham á útivelli 1-0. Það var Seol Ki-Hyeon sem skoraði sigurmarkið strax eftir tvær mínútur og þó Alan Pardew hefði tjaldað öllu til að reyna að jafna leikinn, þurftu hans menn að sætta sig við enn eitt tapið og nú er stóllinn farinn að hitna verulega undir Pardew á Upton Park. 1.10.2006 14:54
Solskjær í byrjunarliði United Leikur Manchester United og Newcastle á Old Trafford er nú hafinn. Alex Ferguson gerir tvær breytingar á liði sínu frá því í síðasta leik, en þeir Darren Fletcher og Ole Gunnar Solskær koma inn í byrjunarliðið í stað John O´Shea og Louis Saha. Þá gerir Newcastle einnig breytingar og þar er Obafemi Martins á bekknum og Shola Ameobi leikur einn í framlínunni. Þá er leikur Blackburn og Wigan einnig hafinn og þar hefur Emile Heskey komið Wigan yfir með marki á 2. mínútu. 1.10.2006 14:06
Ívar í byrjunarliði Reading Landsliðsmiðvörðurinn Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði nýliða Reading í ensku úrvalsdeildinni, en liðið sækir nú West Ham heim í fyrsta leik dagsins af fjórum. Leikurinn hófst klukkan 13 og komust gestirnir raunar yfir strax eftir 2 mínútur með marki Seol Ki-Hyeon. 1.10.2006 13:21
Heimili Peter Crouch lagt í rúst Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, varð fyrir því óláni í vikunni að brotist var inn á heimili hans á meðan hann var að skora tvö mörk fyrir Liverpool gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Fjölda verðmætra muna og bifreið á að hafa verið stolið af heimili hans og það sem eftir stóð var rifið, brotið og bramlað. 30.9.2006 23:06
Shevchenko átti aldrei fara til Chelsea Kakha Kaladze, félagi Andriy Shevchenko hjá AC Milan til sex ára, segir að Úkraínumaðurinn hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga í raðir Englandsmeistara Chelsea. 30.9.2006 23:00
Skammar Mido fyrir ummæli sín Martin Jol var ekki par hrifinn af ummælum framherja síns Mido í dag, en í samtali við bresku slúðurblöðin sagði Egyptinn að Sol Campbell væri auðveldasti andstæðingur sem hann hefði mætt á knattspyrnuvellinum. Þessi ummæli framherjans hafa eflaust vakið gleði stuðningsmanna Tottenham, en Jol hefur aðrar hugmyndir um upphitun fyrir leik Tottenham og Portsmouth á morgun. 30.9.2006 22:30
Loksins sigur hjá Sheffield United Nýliðar Sheffield United unnu í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar liðið vann verðskuldaðan sigur á lærisveinum Gareth Southgate í Middlesbrough á heimavelli sínum. Það var fyrirliðinn Phil Jagielka sem skoraði sigurmark United í uppbótartíma með þrumuskoti, en þetta var fyrsti sigur liðsin í úrvalsdeildinni síðan í apríl árið 1994. 30.9.2006 19:29
Sýndi stuðningsmönnum Everton beran bossann Joey Barton hjá Manchester City á yfir höfði sér lögreglurannsókn eftir að hann leysti niður um sig buxurnar og flassaði stuðningsmenn Everton eftir að liðin gerðu jafntefli á Goodison Park í dag. Barton er sjálfur frá Liverpool og á sér sögu í viðskiptum sínum við stuðningsmenn Everton. Hann á nú örugglega yfir höfði sér leikbann fyrir þessa glórulausu framkomu. 30.9.2006 18:39
Markið hans Van Persie var stórkostlegt Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Arsenal náði að leggja Charlton 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. Það var Robin Van Persie sem stal senunni og skoraði bæði mörk Arsenal og það síðara er þegar skráð sem eitt af mörkum tímabilsins. 30.9.2006 18:09
Jafntefli var mjög ósanngjörn niðurstaða Jose Mourinho var hundfúll í dag eftir að hans menn í Chelsea náðu aðeins jafntefli við Aston Villa á heimavelli sínum, en meistararnir fóru illa með fjölmörg færi sín í leiknum. Stjóri Villa var að vonum ánægðari með niðurstöðuna. 30.9.2006 17:56
Arsenal lagði Charlton Arsenal vann góðan 2-1 útisigur á Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en leikjunum þremur sem hófust klukkan 14 er nú lokið. Darren Bent kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik, en hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie skoraði tvívegis sitt hvoru megin við hálfleikinn og það nægði Arsenal. 30.9.2006 16:12
Baráttan skilaði okkur sigri Sam Allardyce var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Liverpool í dag, en Bolton átti ekki mikið fleiri skot á markið en þau tvö sem rötuðu í netið og færðu liðinu 2-0 sigur. Allardyce sagði sigurinn afrakstur blóðugrar baráttu sinna manna. 30.9.2006 14:59
Enn skorar Drogba Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum þremur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Didier Drogba heldur áfram að skora grimmt fyrir Chelsea og kom liðinu yfir á þriðju mínútu gegn Aston Villa, en gestirnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks með marki frá Gabriel Agbonlahor. 30.9.2006 14:51
Bolton lagði Liverpool Bolton gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool 2-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gary Speed kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik og Ivan Campo tryggði Bolton sigurinn með laglegu skallamarki í upphafi síðari hálfleiksins. Þetta var þriðji tapleikur Liverpool í röð á útivelli, liðið hefur aðeins krækt í eitt stig á útivöllum það sem af er leiktíðinni. 30.9.2006 13:41
Krefst sönnunargagna í árásum á ensku knattspyrnuna Brian Barwick vill að það sé á tæru að ef menn ætli sér að leggja fram gögn sem sýna eigi fram á spillingu í ensku knattspyrnunni, verði þeir að leggja fram gögn til að sanna mál sitt svo hægt sé að greina staðreyndir frá áróðri. 29.9.2006 21:15
Srnicek kominn aftur til Newcastle Hinn gamalreyndi tékkneski markvörður Pavel Srnicek hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle og verður varamarkvörður liðsins fram í janúar. Srnicek er öllum hnútum kunnugur á St James Park, en hann varði mark liðsins í sjö ár í upphafi síðasta áratugar. Hann er 38 ára gamall og spilaði síðast með liði í Portúgal. 29.9.2006 18:00
Hendrie lánaður til Stoke Miðjumaðurinn Lee Hendrie hjá Aston Villa hefur nú verið lánaður til 1. deildarliðs Stoke City. Hendrie var á árum áður fastamaður í liði Villa, en hefur aðeins einu sinni komið inn sem varamaður á þessari leiktíð. Honum verður nú ætlað að hressa upp á miðjuspilið hjá Tony Pulis og félögum í Stoke, sem hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni. 29.9.2006 14:00
Silvestre nýjasta nafnið á meiðslalistanum Franski landsliðsmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í ristinni. Hann varð fyrir þessum meiðslum í leiknum gegn Arsenal á dögunum, en þessi 29 ára gamli varnarmaður hefur verið fastamaður í liði United í fjölda ára. Meiðsli hans eru af sömu tegund og þau sem hrjáð hafa menn á borð við Michael Owen og Wayne Rooney svo einhverjir séu nefndir. 29.9.2006 13:13
Sleppur við lögregluákæru Varnarmaðurinn Ben Thatcher hjá Manchester City sleppur með skrekkinn við lögregluákæru eftir líkamsárás sína á Pedro Mendes, leikmann Portsmout, í leik liðanna fyrir nokkrum vikum. Mendes óskaði eftir því á sínum tíma að farið yrði með málið innan knattspyrnuhreyfingarinnar og það er talið hafa orðið til þess að lögregluyfirvöld hafa nú ákveðið að blanda sér ekki í málið. 29.9.2006 13:06
Dein vill halda Wenger í 10 ár til viðbótar Í dag eru liðin tíu ár síðan franski knattspyrnustjórinn Arsene Wenger tók við enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og hefur stjórnarformaður félagsins gefið það út í tilefni dagsins að Wenger sé æviráðinn hjá félaginu ef hann óskar þess og vonast til að halda honum í að minnsta kosti áratug í viðbót. 28.9.2006 14:12
Naismith frá keppni í sex vikur Skoski landsliðsmaðurinn Gary Naysmith hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton verður frá keppni í að minnsta kosti sex vikur eftir að hafa tognað á hné í leik gegn Newcastle um síðustu helgi. Þetta þýðir að Naysmith mun missa af landsleikjum Skota gegn Frökkum og Úkraínumönnum í næsta mánuði og snýr væntanlega ekki aftur í lið Everton fyrr en undir lok nóvember að mati lækna félagsins. 27.9.2006 23:00
Hughes ætlar Blackburn í riðlakeppnina Mark Hughes, stjóri Blackburn, segir ekkert annað koma til greina en að koma liði sínu í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en Blackburn mætir Salzburg á heimavelli í síðari viðureign liðanna í forkeppninni annað kvöld. Fyrri leikurinn fór 2-2 þar sem enska liðið fékk á sig jöfnunarmark í blálokin. 27.9.2006 22:30
Titus Bramble heldur sæti sínu Hinn seinheppni varnarmaður Newcastle, Titus Bramble, heldur sæti sínu í liðinu fyrir Evrópuleikinn gegn Levadia Tallinn. Bramble varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa verið valinn í lið vikunnar, hjá ESPN, eftir síðasta leik gegn Everton. Hið vafasama er hann var valinn í liðið fyrir hönd andstæðinga sinna í leiknum, en hann þótti hafa verið besti leikmaður Everton í leiknum. 27.9.2006 14:45
Yfirtökutal hefur truflandi áhrif á liðið Alan Pardew segir að endalausar vangaveltur um að gert verði yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið West Ham séu farnar að hafa truflandi áhrif á liðið. West Ham hefur gengið afleitlega síðan Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez gengu í raðir félagsins á sínum tíma, en síðan hefur aðeins einn sigur unnist. 27.9.2006 14:43
Barclays framlengir styrktarsamning Barclays bankinn hefur framlengt styrktarsamning sinn við ensku úrvalsdeildina til ársins 2010, en þetta er tveggja ára framlenging á gildandi samningi. Þetta mun færa deildinni tæpar 66 milljónir punda í tekjur. 27.9.2006 14:38
Hættið að reyna að vera Roy Keane Framherjinn Dwight Yorke hefur skorað á félaga sína í liði Sunderland að hætta að reyna að vera Roy Keane á knattspyrnuvellinum með því að tækla í allar áttir eins og óðir menn. Sunderland tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Keane um helgina og þótti Yorke félagar sínir taka full harkalega á andstæðingunum. 26.9.2006 20:00
Martröðin heldur áfram hjá Delaney Meiðslakálfurinn Mark Delaney hjá Aston Villa þarf enn að bíða eftir því að geta unnið sér sæti í liðinu eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í annan hnéuppskurðinn á skömmum tíma. Delaney gat lítið sem ekkert spilað með Villa á síðustu leiktíð, en spilaði landsleik fyrir Wales í síðasta mánuði. Það vildi ekki betur til en að nú þarf kappinn í uppskurð á ný. 26.9.2006 18:15
Ætlar að berjast fyrir ferlinum Kevin Bond, fyrrverandi aðstoðamaður Glen Roeder, sem var rekin í dag af Newcastle, segir félagið ekki hafa farið nógu vel yfir málið áður en ákveðið var að láta hann fara. 26.9.2006 15:45
Umboðsmaður Cole settur í bann og sektaður Jonathan Barnett, umboðsmaður Ashley Cole hjá Chelsea, hefur verið settur í 18 mánaða bann, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir þátt sinn í því þegar Chelsea ræddi ólöglega við leikmanninn þegar hann var samningsbundinn Arsenal á sínum tíma. Cole og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa þegar tekið út refsingu sína vegna þessa. Barnett var auk þessa gert að greiða 100 þúsund punda sekt. 26.9.2006 15:24
Newcastle að landa Waterreus Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum. 26.9.2006 14:50
Liverpool býr sig undir átökin Það var létt yfir leikmönnum Liverpool á æfingu í morgun. Þeir eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Galatasaray í C-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Anfield á morgun. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndurum AP fréttastofunnar í morgun. 26.9.2006 12:15
Newcastle rekur Kevin Bond Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum. 26.9.2006 11:13
Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. 25.9.2006 12:00
Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni. 25.9.2006 11:30
Ronaldo getur orðið sá besti Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. 25.9.2006 11:00
Orðsporið er varanlega skaðað Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. 25.9.2006 10:15
Þetta hefur verið versti tími lífs míns Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. 25.9.2006 09:45
Hugsaði út í það að hætta David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. 25.9.2006 07:30
Fallhlífarstökk í auglýsingu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. 25.9.2006 07:00
Everton 1-1 Newcastle Everton og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Shola Ameobi skoraði fyrir Newcastle en Tim Cahill jafnaði metin fyrir Everton. 24.9.2006 16:45
Ætlar að raða inn mörkum Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur lofað stuðningsmönnum Chelsea því að hann fari að raða inn mörkum. Þessi 29 ára leikmaður var keyptur til félagsins fyrir metfé í maí en hann er enn ekki byrjaður að sýna markaskorunarhæfileika sína á Englandi og hefur aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. 24.9.2006 12:30