Fleiri fréttir

Van Bommel: Ég hætti í landsliðinu ef við vinnum EM

Mark van Bommel gaf það út í hollenskum fjölmiðlum að hann ætli að leggja landsliðskóna á hilluna takist hollenska landsliðinu að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Holland er eitt af sigurstranglegustu þjóðunum á EM en er í sannkölluðum dauðariðli með Þýskalandi, Portúgal og Danmörku.

Sunnudagsmessan: Hjörvar fékk á sig svipað mark og Fülöp

Márton Fülöp, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins WBA, átti alls ekki góðan dag í vinnunni þegar liðið mætti Arsenal í lokaumferðinn um s.l. helgi. Ungverjinn fékk á sig þrjú mörk í 3-2 sigri Arsenal og tvö markana skrifast algjörlega á Fülöp. Atvikin voru rifjuð upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í gær og þar var einnig rifjað upp eftirminnilegt mark sem Hjörvar Hafliðason fékk á sig sem leikmaður KR á sínum tíma.

David Luiz og Cahill æfðu með Chelsea í dag

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fékk góðar fréttir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar miðverðirnir David Luiz og Gary Cahill fengu grænt ljóst og mega því fara að æfa á ný. Luiz og Cahill hafa ekki spilað undanfarnar vikur vegna meiðsla.

Sunnudagsmessan: Hjörvar og Óskar Hrafn voru ósammála um Mancini

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir það allra helsta sem gerðist á stórskemmtilegu keppnistímabili ensku knattspyrnunnar í gær. Þar var knattspyrnustjóri ársins valinn. Hjörvar og Óskar Hrafn Þorvaldsson, gestur Sunnudagsmessunnar, voru ekki sammála um margar ákvarðanir Roberto Mancini knattspyrnustjóra Manchester City.

Mancini: 101 prósent líkur á því að Balotelli verði áfram hjá City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er maður fyrirgefningarinnar ef marka má stormasöm sambönd hans við leikmenn eins og Carlos Tevez og Mario Balotelli. Mancini hefur tekið þá báða í sátt eftir að hafa úthúðað þeim fyrr á tímabilinu og nú hefur ítalski stjórinn gefið það út að Balotelli verði áfram hjá City.

Sunnudagsmessan: Leikur ársins - uppgjörsþáttur

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason gerðu upp keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni í gær í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar var leikur ársins útnefndur og viðureign Chelsea gegn Arsenal frá því í október stóð upp úr að þeirra mati.

David Gill: Peningarnir eru til hjá Manchester United

David Gill, stjórnarformaður Manchester United, fullvissar stuðningsmenn félagsins um að það séu til peningar hjá félaginu til þess að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Sir Alex Ferguson, stjóri United, telur sig þurfa nýja leikmenn til þess að eiga roð í nágrannanna í City á næsta tímabili. City vann enska meistaratitilinn á markatölu eftir harða baráttu við United.

Fimm leikir í Pepsi-deild karla | KR – ÍBV í beinni á Stöð 2 sport

Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld og þar með lýkur þriðju umferð Íslandsmótsins. Umferðin hófst í gær með leik Keflavíkur og Stjörnunnar sem endaði 1-0 fyrir gestina úr Garðabæ. Tveimur leikjum var frestað vegna veðurs í gær og fara þeir fram í kvöld. Leikur Íslandsmeistaraliðs KR og ÍBV úr Vestmannaeyjum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld kl. 20.00.

Sir Alex og Giggs valdir þeir bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Það kemur kannski fáum á óvart en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hafa verið valdir besti stjórinn og besti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Verðlaunin eru veitt í tilefni af tuttugasta tímabili ensku úrvalsdeildarinnar.

Sunnudagsmessan: Gummi Ben fór hamförum í lokaumferðinni

Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni 2011-2012 fer í sögubækurnar þar sem að Manchester City fagnaði meistaratitlinum með ótrúlegum lokakafla á heimavelli gegn QPR. Farið var yfir gang mála í leikjum Man City og Manchester United í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport þar sem að öll helstu atvikin voru klippt saman í tímaröð.

Robin van Persie mun funda með Arsenal á miðvikudag

Robin van Persie mun hitta helstu stjórnendur enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal á morgun miðvikudag þar sem að framtíðaráform hans verða umræðuefnið. Forsvarsmenn Arsenal eru sagðir reiðubúnir að greiða hollenska framherjanum allt að 7 milljónir punda á ári í laun eða sem nemur um 1,4 milljörðum kr. Vikulaun van Persie myndu hækka úr 14 milljónum kr. í tæplega 25 milljónir kr.

Sami Hyypia verður áfram þjálfari Leverkusen

Sami Hyypia, fyrrum leikmaður Liverpool, verður áfram þjálfari þýska liðsins Bayer Leverkusen næstu þrjú árin. Finninn Hyypia mun þjálfa liðið ásamt Sascha Lewandowski en þeir tóku við liðinu í apríl á þessu ári og náðu frábærum árangri.

Verðum miklu ofar eftir tvö ár

Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar.

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í 3. umferð Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Hellas Verona varð af mikilvægum stigum

Hellas Verona, lið Emils Hallfreðssonar, mátti sætta sig við 1-1 jafntefli við AlbinoLeffe í ítölsku B-deildinni í kvöld. Emil spilaði allan leikinn fyrir Hellas Verona.

Arnar Þór og félagar í Evrópudeildina

Belgíska félagið Cercle Brugge tryggði sér í kvöld þátttökurétt í Evrópudeild UEFA fyrir næsta tímabil eftir sigur á Mons í umspili um Evrópusæti.

Scholes spilar áfram með United

Paul Scholes ætlar að spila í eitt ár til viðbótar með Manchester United, að minnsta kosti. Þetta segir knattspyrnustjórinn Alex Ferguson.

Redknapp ætlar að mæta til München og styðja Bayern

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar að mæta á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram í München á laugardaginn. Leikurinn skiptir Tottenham miklu máli þótt að liðið sé ekki á staðnum.

Rúrik fór meiddur af velli

OB setti strik í meistarabaráttu Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en þá gerðu liðin markalaust jafntefli. OB fékk að sama skapi dýrmætt stig í fallbaráttunni.

Grindavík fær sænskan varnarmann að láni

Grindavík hefur styrkt leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla með sænskum varnarmanni. Sá heitir Mikael Eklund og getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður.

Martin Skrtel bestur hjá Liverpool á tímabilinu

Stuðningsmenn Liverpool hafa kosið Martin Skrtel besta leikmann liðsins á þessu tímabili en slóvakíski miðvörðurinn vann sér fast sæti í miðri vörn Liverpool á tímabilinu og spilaði alls 45 leiki með liðinu. Skrtel fékk 44 prósent atkvæða en næstur honum kom framherjinn Luis Suarez með 33 prósent atkvæða. Daniel Agger varð síðan í þriðja sæti.

Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi.

Andrei Arshavin verður fyrirliði Rússa á EM í sumar

Dick Advocaat, þjálfari Rússa, er búinn að gefa það út að Andrei Arshavin verði fyrirliði rússneska landsliðsins á EM í sumar. Þetta verður síðasta verkefni Advocaat með rússneska liðið en hann mun fara til PSV Eindhoven eftir mótið.

Alex McLeish rekinn frá Aston Villa

Alex McLeish hefur verið rekinn sem þjálfari Aston Villa en liðið rétt slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. McLeish var á sínu fyrsta tímabili með Aston Villa en fyrir ári síðan hætti hann sem stjóri nágrannanna í Birmingham City.

Valskonur stigalausar í fyrsta sinn í sjö ár

Valskonur byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni því þær töpuðu 2-4 fyrir ÍBV í 1. umferðinni í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Valsliðið vinnur ekki fyrsta leikinn sinn á Íslandsmótinu.

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Noel Gallagher: Ég grét eins og barn þegar Aguero skoraði

Noel Gallagher, einn af þekktustu stuðningsmönnum Manchester City, missti af leiknum á móti QPR í gær þar sem hann er á hljómleikaferð í Suður-Ameríku. Bróðir hans Liam var þó mættur í stúkuna og sást sprauta úr kampavínsflösku þegar titillinn var í höfn.

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Tveir nýliðar í hópnum hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleiki gegn Frakklandi og Svíþjóð sem fram fara síðar í mánuðinum.

Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR

Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Redknapp: Scott Parker gæti misst af EM í sumar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, óttast það að hásinarmeiðsli Scott Parker gætu kostað hann Evrópumótið í sumar. Parker missti af leik Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en liðið tryggði sér þá fjórða sætið í deildinni með 2-0 sigri á Fulham.

FH-ingar búnir semja við einn örfættan og eldfljótann

FH-ingar hafa ákveðið að semja við hinn 31 árs gamla Danny Thomas en leikmaðurinn hefur verið undanfarið á reynslu hjá félaginu. Thomas er þó ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með á móti Selfoss í kvöld. Þetta kemur fram á á Fhingar.net.

Leikmaður Stabæk fannst látinn á byggingarsvæði

Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló. Hans hafði verið saknað frá því á laugardagsmorgun eftir að hann yfirgaf heimili bróður síns.

Kompany: Hungraður í fleiri titla

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, hefur þegar sett stefnuna á að vinna fleiri titla en City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær í fyrsta sinn í 44 ár. City tryggði sér titilinn með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma og varð enskur meistari á markatölu.

Sjá næstu 50 fréttir