Fleiri fréttir

Dzeko: Engin pressa á mér út af Tevez

Edin Dzeko óttast ekki að fá færri mínútur inn á vellinum þó svo að útlit sé fyrir að Carlos Tevez byrja að spila með liðinu á ný á næstu vikum.

John Henry ánægður með Kenny Dalglish

John Henry, eigandi Liverpool, var vitanlega hæstánægður með að félagið hafi borið sigur úr býtum í enska deildabikarnum í gær. Þetta var fyrsti titill félagsins síðan að Henry tók við félaginu árið 2010.

Tíu milljarða hagnaður Arsenal

Arsenal hagnaðist vel á sölu þeirra Cesc Fabregas og Samir Nasri en félagið hefur tilkynnt hagnað upp á tæpa tíu milljarða króna fyrir fyrri hluta núverandi rekstrarárs, frá maí til nóvember 2011.

Comolli: Stórstjörnur vilja koma til Liverpool

Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segir að margar stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum vilji koma til félagsins nú í sumar. Sigur liðsins í enska deilabikarnum muni aðeins ýta undir það.

Giggs og Scholes bestu leikmenn United frá upphafi

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þeir Paul Scholes og Ryan Giggs séu í sérflokki af öllum þeim leikmönnum sem hafi klæðst rauðu treyju félagsins.

Walker ekki með Englendingum

Kyle Walker verður ekki með Englandi í landsleiknum gegn Hollandi á miðvikudaginn. Hann meiddist í leik sinna manna í Tottenham gegn Arsenal um helgina.

Pálmi Rafn kallaður í landsliðið

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir leikinn gegn Svartfellingum ytra á miðvikudaginn.

Diarra samdi við Fulham

Mahamadou Diarra, fyrrum leikmaðu Real Madrid, hefur samið við Fulham í ensku úrvalsdeildinni og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar.

Sif Atladóttir ekki með til Algarve

Varnarmaðurinn Sif Atladóttir varð að draga sig úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla og fer því ekki með til Algarve.

Wenger íhugaði að skipta Walcott út af

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann hafi íhugað að skipta Theo Walcott af velli áður en hann skoraði svo tvö síðustu mörkin í 5-2 sigri liðsins á Tottenham um helgina.

Balotelli settur út úr ítalska landsliðshópnum

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur ákveðið að refsa Mario Balotelli með því að setja hann út úr ítalska landsliðshópnum fyrir æfingaleikinn gegn Bandaríkjunum á miðvikudagskvöldið.

Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa

Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum.

Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico

Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu.

Liverpool deildabikarmeistari eftir vítakeppni

Liverpool tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn með því að leggja Cardiff af velli í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og enn var jafnt, 2-2, að lokinni framlengingu. Liverpool skoraði úr þremur af fimm vítum sínum á meðan Cardiff nýtti aðeins tvö og því var það Liverpool sem fagnaði í leikslok.

Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter

Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin.

Sjöundi sigur Dortmund í röð

Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag.

Hvorki Rooney né Cleverley með Englandi gegn Hollandi

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur staðfest að hvorki Wayne Rooney né Tom Cleverley leikmenn leikmenn Manchester United verði með Englandi í vináttulandsleik gegn Hollandi á miðvikudaginn vegna meiðsla.

Ferguson: Norwich átti stig skilið í dag

Sir Alex Ferguson var hæstánægður með sigur sinna manna á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann viðurkenndi þó að heimamenn hefðu átt skilið stig.

Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal gegn Spurs

Arsenal vann magnaðan 5-2 heimasigur á Tottenham í Lundúnarslagnum í dag. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir snemma leiks og útlitið svart hjá lærisveinum Arsene Wenger. Þeir jöfnuðu hins vegar fyrir hlé og slátruðu gestunum í síðari hálfleik.

Íslendingar á bekknum eða í tapliðum í Belgíu

Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson vermdu bekkinn þegar Lokeren og Beerschot lögðu andstæðinga sína af velli í belgíska boltanum í gær. Ólafur Ingi Skúlason og Stefán Gíslason voru í byrjunarliðum Zulte Waregem og Leuven sem töpuðu sínum leikjum.

Zaccheroni valdi ellefu leikmenn sem spila í Evrópu

Alberto Zaccheroni, landsliðsþjálfari Japan, valdi ellefu leikmenn frá evrópskum félögum í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Úsbekistan í næstu viku. Japan lagði Ísland af velli í vináttulandsleik í gær 3-1.

Gerrard: Síðasti úrslitaleikur var martröð

Steven Gerrard mun fara fyrir Liverpool sem mætir Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag. Gerrard skoraði sjálfsmark síðast þegar liðið lék til úrslita og leikurinn tapaðist.

United fylgir City eins og skugginn

Manchester United sigraði Norwich 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ryan Giggs tryggði Manchester United sigurinn með marki í uppbótartíma.

Man City með yfirburði gegn Blackburn

Manchester City lagði Blackburn af velli í síðdegisleiknum í enska boltanum í dag. Mario Balotelli, Sergio Aguero og Edin Dzeko voru allir á skotskónum í 3-0 sigri heimamanna.

Fallegasta mark ársins?

Pólverjinn Marek Zienczuk skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í 3-0 sigri Ruch Chorzow á Lech Poznan í pólsku deildinni á föstudagskvöldið.

Lambert með þrennu og Southampton í toppsætið

Rickie Lambert var hetja Southampton þegar liðið vann 3-0 útisigur á Watford í Championship-deildinni í dag. Með sigrinum komust Dýrlingarnir í toppsæti deildarinnar á kostnað West Ham sem gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace fyrr í dag.

Aguero: Tevez er algjör atvinnumaður

Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, telur að endurkoma liðsfélaga og landa síns, Carlos Tevez, gæti skipt sköpum í titilbaráttunni. City getur náð fimm stiga forskoti með sigri á Blackburn í síðdegisleiknum í dag.

Hingað er ég komin til að vinna titla

Margrét Lára Viðarsdóttir er nýbyrjuð að spila með þýska liðinu Turbine Potsdam, einu besta félagsliði heims í kvennaknattspyrnunni. Í ítarlegu viðtali segir hún frá áætlunum sínum, bæði innan sem utan fótboltavallarins og langvarandi baráttu hennar við meiðsli.

Aron Einar: Klárlega stærsti leikurinn á mínum ferli

Það verður stór stund í lífi knattspyrnukappans Arons Einars Gunnarssonar á morgun er hann gengur út á sjálfan Wembley ásamt félögum sínum í Cardiff City. Þar mun Cardiff mæta stórliði Liverpool í úrslitaleik deildarbikarsins.

Mackay mætir átrúnaðargoði sínu á Wembley

Knattspyrnustjóri Cardiff, Malky Mackay, viðurkennir að taugarnar séu örlítið spenntar fyrir viðureign liðsins gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn.

Mikilvægasti nágrannaslagurinn á ferli Wenger

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er undir mikilli pressu eftir háðulega útreið liðsins gegn AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 4-0. Tap Arsenal þýðir að öllum líkindum að liðið er dottið úr leik og þar með hverfur síðasta von liðsins um bikar á þessari leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir