Fleiri fréttir

Sjáðu mörkin hans Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö glæisleg mörk þegar að lið hans, Swansea, vann 2-0 sigur á Norwich í gær. Hér má sjá þrumufleygana tvo.

Enn eitt tapið hjá Cardiff

Lítið gengur hjá Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í enska B-deildarliðinu Cardiff þessa dagana. Liðið tapaði í dag fyrir West Ham, 2-0, á heimavelli.

Glæsilegt skallamark hjá Alfreð

Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu þegar að lið hans, Lokeren, vann 4-0 sigur á Westerlo.

Southampton marði sigur á seinheppnu liði Leeds

Southampton vann 1-0 útisigur á Leeds á Elland Road í síðdegisleiknum í Championship-deildinnií gær. Markahrókurinn Ricky Lambert skoraði eina mark leiksins í leik sem Leeds átti frá upphafi til enda.

NBA í nótt: Dallas aftur á sigurbraut

Dirk Nowitzky var sjóðheitur þegar að Dallas Mavericks vann Utah Jazz í NBA-deildinni í nótt, 102-96. Nowitzky skoraði 40 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu til þessa.

Villas-Boas: Þú verður að spyrja eigandann

Andre Villas-Boas er í slæmri stöðu eftir að lið hans, Chelsea, tapaði í gær fyrir West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Gengi Chelsea upp á síðkastið hefur verið slæmt og Villas-Boas sagður valtur í sessi.

Gylfi: Hefði verið gaman að ná þrennunni

Gylfi Þór Sigurðsson var hetja dagsins hjá nýliðum Swansea í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á botnliði Wigan á útivelli.

Mancini: Mun sekta Balotelli ef þetta er rétt

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið muni beita refsa Mario Balotelli ef það reynist rétt að hann hafi sótt nektarstað á aðfaranótt föstudagsins.

Juventus missteig sig gegn Chievo

AC Milan er nú með þriggja stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir að Juventus gerði 1-1 jafntefli gegn Chievo á heimavelli.

AZ á toppinn í Hollandi

AZ Alkmaar er komið aftur í efsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á Heracles í dag.

Jón Arnór með sex stig í sigri

CAI Zaragoza hafði betur gegn Unicaja, 76-59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex stig í leiknum.

Alfreð skoraði í stórsigri Lokeren

Alfreð Finnbogason er kominn á beinu brautina á ný en hann skoraði eitt marka Lokeren í 4-0 sigri liðsins á Westerlo í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Ekkert gengur hjá AEK

AEK Aþena, lið Eiðs Smára Guðjohnsen og Elfars Freys Helgasonar, tapaði í dag fyrir Aris í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1-0.

Sjö stiga forysta Dortmund í Þýskalandi

Dortmund stefnir að því að vinna sinn annan meistaratitil í röð í Þýskalandi en liðið er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz í dag.

Zlatan með þrennu á fjórtán mínútum

Svíinn Zlatan Ibrahimovic fór mikinn þegar að AC Milan vann Palermo á útivelli, 4-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins á fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Arnór meiddist í dag | Ege sleit hásin

Arnór Atlason meiddist í leik með liði sínu, AG Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðsfélagi hans, markvörðurinn Steinar Ege, sleit hásin og verður frá næstu sex mánuðina.

Rodgers: Gylfi með frábært markanef

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Swansea, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni eftir að hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins á Wigan í dag.

Glæsimark Keita í sigri Barcelona

Barcelona vann í kvöld 3-1 sigur á Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa verið manni færri næstum allan seinni hálfleikinn.

Macheda sótillur á Twitter

Federico Macheda heldur áfram að koma sér í vandræði vegna skrifa sinna á Twitter en í dag lýsti hann vonbrigðum sínum með því að vera ekki í náðinni hjá Mark Hughes, stjóra QPR.

HK vann skyldusigur á Gróttu

Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. HK vann nauman sigur á botnliði Gróttu, 33-30. Gróttumenn eru því enn að bíða eftir fyrsta sigrinum.

Meiðsli Gerrard ekki alvarleg

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að meiðsli Steven Gerrard séu ekki alvarleg. Liðið spilaði vel án hans í dag en tapaði engu að síður fyrir Arsenal, 2-1.

Hellas Verona missti af toppsætinu

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona hefðu getað komist á topp ítölsku B-deildarinnar í dag en máttu sætta sig við 2-0 tap fyrir Sampdoria.

Óvæntur sigur Gummersbach á Magdeburg

Björgvin Páll Gústavsson spilaði síðustu sautján mínúturnar þegar að lið hans, Magdeburg, tapaði heldur óvænt fyrir Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Dalglish: Vorum miklu betri en töpuðum

"Ég held að allir sem sáu leikinn séu sammála um að við vorum miklu betra liðið og áttum skilið að fá stigin þrjú,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, eftir 2-1 tapið fyrir Arsenal í dag.

Van Persie: Frábært að skora á Anfield

Robin van Persie viðurkennir að Arsenal hafi ekki átt skilið að hirða öll þrjú stigin gegn Liverpool í dag. Hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri.

Tiger komst í gegnum niðurskurðinn

Tiger Woods spilaði nógu vel á öðrum degi Honda-meistaramótsins á PGA-mótaröðinni í golfi til að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann skilaði sér í hús á 68 höggum, tveimur undir pari vallarins.

Balotelli fór á nektarbúllu

Mario Balotelli er búinn að koma sér enn á ný í vandræði hjá Roberto Mancini, stjóra Manchester City. Hann sást ganga út af nektarstað snemma aðfaranótt föstudags en það var enska götublaðið The Sun sem greindi frá því.

Guðmundur til reynslu hjá Hoffenheim

Sóknarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, er á leið til Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann verður til reynslu hjá liðinu. Þetta kom fram á vef Eyjafrétta.

NBA í nótt: Utah stöðvaði sigurgöngu Miami

Utah Jazz vann í nótt góðan sigur á Miami Heat, 99-98, og stöðvaði þar með níu leikja sigurgöngu síðarnefnda liðsins. Alls fóru ellefu leikir fram í deildinni í nótt.

Gylfi skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson var maður leiksins þegar að Swansea vann Wigan á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Gylfi skoraði bæði mörk leiksins og átti þess fyrir utan mjög góðan leik.

Sjá næstu 50 fréttir