Fleiri fréttir

Gattuso ætlar að hætta í ítalska landsliðinu eftir HM

Gennaro Gattuso, miðjumaðurinn vinnusami í ítalska landsliðinu, gaf það út á blaðamannafundi í dag að hann ætlaði að leggja landsliðsskónna á hilluna eftir HM í Suður-Afríku. Ítalía mætir Paragvæ í Höfðaborg á mánudaginn í fyrsta leik sínum á HM.

Góð byrjun hjá Diego Maradona - myndasyrpa

Diego Maradona stýrði Argentínu til 1-0 sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfara í úrslitakeppni HM og margar frábærar sóknir hans manna áttu skila mun fleiri mörkum en þessu eini sem skilaði liðinu þremur stigum.

Hannes með sigurmarkið hjá Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson tryggði Sundsvall 1-0 útisigur á Falkenberg í sænsku b-deildinni í dag en með þessum sigri komst Sundsvall-liðið upp að hlið Norrköping í toppsæti deildarinnar en Norrköping sem tapaði sínum leik í dag er með örlítið betri markatölu og heldur því efsta sætinu.

Stórsigur á útivelli hjá Eddu og Ólínu

Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir spiluðu saman á miðjunni í 4-0 útisigri Örebro á AIK í sænsku kvennadeildinni í dag. Örebro-liðið komst upp fyrir Kristianstad og í 4. sætið með þessum sigri.

Aftur tappað af hnénu á Andrew Bynum

Andrew Bynum, miðherji Los Angeles Lakers, glímir við erfið hnémeiðsli í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar og hefur ítrekað þurft að tappa af hægra hnénu til þess að létta á bólgunum. Bynum þarf nauðsynlega að fara í aðgerð en frestaði henni þar til eftir tímabilið.

Messi, Higuain og Tevez í framlínu Argentínu

Diego Maradona, þjálfari Argentínu, er búinn að velja byrjunarliðið sitt á móti Nígeríu en leikur liðanna hefst eftir tæpar tuttugu mínútur. Maradona kemur ekki mikið á óvart í vali sínu.

Seinni hring dagsins á Fitness Sportmótinu frestað

Það hefur orðið breyting á Fitness Sportmótinu sem er annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi en spilað er á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Mótstjórn hefur ákveðið að fresta seinni hring dagsins vegna veðurs.

Aron Pálmarsson fer ekki með til Brasilíu

Aron Pálmarsson fer ekki með íslenska landsliðinu til Brasilíu og er enn einn sterkur leikmaður sem dettur út úr íslenska hópnum. Ástæðan eru meiðsli en þetta kom fyrst fram í hádegisfréttunum á Bylgjunni.

Kóreumenn slógu í gegn í fyrsta leik - unnu Grikki 2-0

Suður-Kóreumenn unnu sannfærandi 2-0 sigur á Grikkjum í fyrsta leik B-riðils á HM í Suður-Afríku í dag. Manchester United maðurinn Park Ji-Sung skoraði seinna markið en það fyrra gerði Lee Jung-soo strax á 6. mínútu leiksins.

Drobga valdi í dag að hitta læknana í stað þess að æfa

Didier Drogba, fyrirliði landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, er í kapphlaupi við að ná fyrsta leik liðsins á HM á móti Portúgal á þriðjudaginn eftir að hann handleggbrotnaði í síðasta undirbúningsleik liðsins fyrir HM.

Hermannakveðjurnar kveiktu í Gerrard

Steven Gerrard, fyrirliði enska landsliðsins, var mjög snortinn af kveðjum hermanna í Afganistan til enska landsliðsins fyrir HM í Suður-Afríku. Englendingar hefja keppni á HM í dag þegar þeir mæta Bandaríkjamönnum.

Faðir Nicklas Bendtner: Þetta lítur ekki vel út

Það lítur allt út fyrir að Nicklas Bendtner muni missa af fyrsta leik Dana á HM sem verður á móti Hollendingum á mánudaginn. Bendtner hefur verið í kapphlaupi við tímann að ná sér af meiðslum sem hrjáðu hann í lok tímabilsins með Arsenal.

Frakkar búnir að byrja þrjú stórmót í röð á markaleysi

Frakkar sýndu ekki hugmyndaríkan eða sókndjarfan leik í gær þegar þeir mættu Úrúgvæ í fyrsta leik sínum á HM í Suður-Afríku. Liðin gerðu markalaust jafntefli og Frakkar ógnuðu ekki mikið þrátt fyrir að vera manni fleiri síðustu tíu mínúturnar.

Íslendingurinn í danska landsliðinu

Hans Óttar Tómasson er ef til vill ekki nafn sem margir þekkja. Enda er hann betur þekktur sem Hans Lindberg og hann er einn besti handknattleiksmaður heims. Hann er lykilmaður í danska landsliðinu og hjá þýska stórliðinu HSV Hamburg.

Þeir ungu undirbúnir fyrir HM í Svíþjóð

Íslenska landsliðið í handbolta spilar næstu leiki sína á heldur framandi slóðum. Liðið leggur upp í 20 klukkustunda ferðalag til Brasilíu þar sem það leikur tvo æfingaleiki í næstu viku.

Minni pressa á Valsliðinu núna

“Þetta er maður alinn upp við, þessa nágrannaslagi stórveldanna í Reykjavík, sagan og umgjörðin,” sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um ástæðu þess af hverju það er svona sérstakt að vinna KR. Hann er leikmaður 6. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins og Vísis.

Messi og Maradona stíga á sviðið í dag

HM-veislan hófst í Suður-Afríku í gær en hafi leikir gærdagsins verið forréttir eru kræsingar á boðstólum þegar aðalrétturinn verður borinn fram í dag. Þá stíga á sviðið tvö stórveldi í knattspyrnunni – England og Argentína.

Englendingar munu valda mestum vonbrigðum á HM

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í gær og framundan er fótboltaveisla næstu fjórar vikurnar. Fréttablaðið fékk þjálfara Pepsi-deildar karla til að spá fyrir HM og í gær var fjallað um að flestir þeirra hafi spáð Spánverjum Heimsmeistaratitlinum.

Pálmar: Ég er æsti og spennti gaurinn

Pálmari Péturssyni var sagt að fá sér frí í vinnunni og pakka ofan í tösku á fimmtudagskvöldið, hann væri á leiðinni til Brasilíu að spila sína fyrstu A-landsleiki. "Ég á þrjá leiki með B-liðinu en þetta verða fyrsti alvöru leikirnir," sagði Pálmar við Fréttablaðið í gærkvöld.

Leverkusen vill Ballack heim

Bayer Leverkusen hefur áhuga á því að fá Michael Ballack aftur til félagsins. Hann er laus undan samningi hjá Chelsea og getur því farið frítt þangað sem hann vill.

Leiknir komið á toppinn í 1. deild karla

Heil umferð fór fram í 1. deild karla á knattspyrnu í kvöld. Leiknir komst á topp deildarinnar með 2-1 sigri gegn Gróttu í Breiðholtinu. Leiknir er með fimmtán stig og hefur tveggja stiga forystu á næsta lið.

Vettel 0.089 sekúndum á undan Alonso

Sebastian Vettel hja Red Bull náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í Montreal í Kanada í dag. Hann varð aðeins 0.089 sekúndum á undan Fernando Alonso hjá Ferrari.

Sjáðu öll mörkin úr HM á Vísi

Vísir býður lesendum sínum upp á þá þjónustu að sjá öll mörkin og tilþrifin frá Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á einum stað.

Vonbrigði Frakka - Markalaust gegn Úrugvæ

Franska landsliðið var mikið með boltann gegn Úrugvæ en skorti einfaldlega þor til að sækja til sigurs allan leikinn. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik liðanna í kvöld.

West Ham býður Joe Cole og Thierry Henry samninga

West Ham er stórhuga en félagið hefur boðið bæði Thierry Henry og Joe Cole samninga, samkvæmt David Gold önnum aðaleigenda félagsins. Hvorugur er líklegur til að vilja fara þangað.

Moratti vildi ekki fá Mourinho-eftirhermu til Internazionale

Massimo Moratti, forseti Internazionale, segist hafa viljað fá Rafael Benitez af því að hann var svo ólíkur Jose Mourinho. Moratti segir Spánverjann hafa staðið upp úr af þeim sem komu til greina sem næsti þjálfari Evrópumeistaranna.

Button á undan Schumacher í Montreal

Bretinn Jenson Button á McLaren var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða í Montreal í Kanada í dag. Hann varð á undan Þjóðverjanum Michael Schumacher á Mercedes og munaði aðeins 0.158 sekúndum á köppunum tveimur.

Pálmar Pétursson valinn í landsliðið

Markmaðurinn Pálmar Pétursson úr FH verður í íslenska landsliðinu í handbolta sem spilar tvo æfingaleiki við Brasilíu í byrjun næstu viku.

Jafntefli í fyrsta leik HM

Heimamenn í Suður-Afríku gerðu 1-1 jafntefli við Mexíkó í opnunarleik HM en leiknum var að ljúka. Heimaþjóðir hafa því enn aldrei tapað fyrsta leik sínum á HM.

Sven-Göran þorir ekki að láta Drogba æfa með liðinu

Sven-Göran Eriksson, þjálfari Fílabeinsstrandarinnar, segir að það sé enn óvíst hvort að fyrirliðinn Didier Drogba geti spilað fyrsta leik liðsins á HM í Suður-Afríku sem er á móti Portúgal. Drogba handleggsbrotnaði í síðasta undirbúningsleik liðsins á móti Japan.

Bayer Leverkusen hefur áhuga á að fá Ballack aftur heim

Þýska liðið Bayer Leverkusen hefur sýnt áhuga á að semja við Michael Ballack sem fær ekki nýjan samning frá enska liðinu Chelsea. Ballack er fyrirliði þýska landsliðsins en missir af HM í Suður-Afríku vegna meiðsla.

Kubica þakklátur öryggiskröfum eftir óhapp

Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni.

Sjá næstu 50 fréttir