Fleiri fréttir

Enn eitt jafnteflið hjá Barcelona

Real Madrid gæti náð ellefu stiga forystu á toppi spænsku deildarinnar á morgun eftir að Barcelona gerði markalaust jafntefli við Espanyol á heimavelli.

Haukar og Stjarnan unnu

Haukar og Stjarnan unnu sína leiki í N1-deild kvenna í dag. Valsmenn unnu öruggan sigur á Akuryeir í lokaleik dagsins í N1-deild karla.

Tevez bjargaði stigi fyrir United

Manchester United tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar en getur þó þakkað fyrir eitt stig er liðið gerði jafntefli við Blackburn.

Walker: Spilum með hjartanu

BA Walker sagði eftir sigur sinna manna í Keflavík á Snæfelli í dag að þeir þyrftu að spila með hjartanu til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Eggert skoraði í sigri Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson skoraði eitt marka Hearts í 3-2 sigri liðsins á St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhannes Karl lék í sigri Burnley

Burnley vann í dag 1-0 sigur á Southampton í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varmaður í liði Burnley á 64. mínútu.

Sigrar hjá Fram og HK

Fram og HK deila enn öðru sætinu í N1-deild karla eftir að hafa unnið sína leiki í deildinni í dag.

Fram og ÍA í undanúrslit

Fram og ÍA komust áfram í undanúrslit Lengjubikarkeppni karla og mæta þar Val og Breiðabliki.

Gummersbach vann Göppingen

Fjórum leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þar sem topplið Flensburg og Kiel unnu örugga sigra.

Eiður Smári í hópi Börsunga

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir grannliði sínu í Espanyol í Barcelona í kvöld.

Öruggt hjá Arsenal gegn Reading

Arsenal vann afar öruggan sigur á Reading í dag, 2-0, og hefðu getað skorað mun fleiri mörk. Reading á því enn harða fallbaráttu fyrir höndum.

Webber vill losna við Mosley

Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, segir að Max Mosley hafi orðið íþróttinni til skammar.

Leikmenn Boavista farnir í verkfall

Talsmaður leikmannasamtakanna í Portúgal hefur staðfest að leikmenn Boavista séu farnir í verkfall. Þeir hafa ekki fengið borguð laun í tvo mánuði og ætla því ekki að mæta til leiks gegn Nacional Madeira í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Ísland í riðli með Norðmönnum

Í kvöld var dregið í riðla fyrir undankeppni EM í handbolta sem fram fer í Austurríki árið 2010. Íslenska liðið var í efsta styrkleikaflokki og mun leika í riðli með Norðmönnum, Makedónum, Eistum, Belgum og Moldóvum.

Valsmenn og Blikar í undanúrslitin

Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Keflvíkingum 2-0 í Egilshöllinni. Pálmi Rafn Pálmason kom Val á bragðið eftir 20 mínútur og Dennis Bo Mortensen innsiglaði sigur þeirra rauðklæddu á 78. mínútu.

Sérfræðingar Stöðvar 2 spá í spilin í NBA

Úrslitakeppnin í NBA hefst með látum annað kvöld. Vísir fékk sérfræðinga Stöðvar 2 Sport til að rýna í fyrstu umferðina, gefa sitt álit og spá fyrir um úrslit leikja.

Eigendur samþykkja flutning Sonics

Eigendur félaganna 30 í NBA deildinni gáfu í kvöld grænt ljós á að lið Seattle Supersonics yrði flutt til Oklahoma City. 28 af 30 eigendum lögðu blessun sína yfir flutninginn og því hefur þetta rótgróna félag færst ein skrefinu nær óhjákvæmilegum flutningi.

Hvetur Frakka til að slökkva á sjónvarpinu

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu, skorar á landa sína að horfa ekki á Ólympíuleikana í Peking ef þeir vilji mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda gangnvart Tíbetum.

Ferill Maldini á enda?

Vera má að goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið, en hann meiddist á læri á æfingu liðsins í gær og er talinn tæpur fyrir síðustu leiki Milan á leiktíðinni.

Ólöf á fjórum yfir pari í dag

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er á 7 höggum yfir pari eftir tvo hringi á opna spænska meistaramótinu í golfi eftir að hafa lokið keppni á fjórum yfir pari í dag - 76 höggum. Ólöf á því litla möguleika á að ná í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Veigar Páll vill fara til Þýskalands

Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk í Noregi, segist vilja halda á önnur mið þegar núverandi tímabili lýkur í norsku úrvalsdeildinni.

Tíu bestu knattspyrnumenn Íslands

Nú er endanlega komið í ljós hvaða tíu knattspyrnumenn hafa verið útnefndir tíu bestu leikmenn landsins frá upphafi.

Calderon: Schuster fer hvergi

Ramon Calderon sagði í útvarpsviðtali að Bernd Schuster verði áfram knattspyrnustjóri Real Madrid á næsta keppnistímabili.

Búið spil hjá Luis Figo

Luis Figo kemur ekki frekar við sögu á tímabilinu og eru líkur á því að ferill hans hjá Inter sé lokið.

Carrick og Brown framlengja

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að þeir Rio Ferdinand, Michael Carrick og Wes Brown hafa allir framlengt samning sinn við Manchester United.

KR hefur yngst um sjö ár

Athyglisverð grein má finna á stuðningsmannasíðu KR, krreykjavik.is, þar sem fjallað er um meðalaldur KR-liðsins í fyrra og nú á undirbúningstímabilinu.

Fátt um svör hjá Avram Grant

Avram Grant var heldur fámáll á blaðamannafundi eftir leik Chelsea og Everton í gær sem fyrrnefnda liðið vann, 1-0.

Skiljo farinn heim

Ivica Skiljo hefur komist að samkomulagi um starfslok við knattspyrnudeild Keflavíkur og hefur hann haldið heim á leið til Svíþjóðar.

Úrslitakeppnin hefst á morgun

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað.

Rúnar Kristinsson

Var valinn efnilegastur á Íslandsmótinu 1987 en fór ekki atvinnumennsku fyrr en 1994 eftir að hafa orðið bikarmeistari með KR. Átti langan og gæfusaman atvinnumannaferil þar sem hann lék í Svíþjóð, Noregi og Belgíu.

Kalmar á toppinn í Svíþjóð

Kalmar komst í kvöld á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar það lagði Íslendingalið Sundsvall 2-0 á útivelli.

Bröndby í úrslitin

Bröndby tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar þegar liðið vann 2-0 sigur á Midtjylland í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum. Stefán Gíslason var að venju í liði Bröndby í kvöld og mætir liðið Esbjerg í úrslitum keppninnar.

Jafnt í Mýrinni

Stjarnan og Haukar gerðu í kvöld jafntefli 28-28 í N1 deild karla í handbolta. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Haukar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn en Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir