Fleiri fréttir

Inter mis­steig sig illi­lega

Inter tapaði óvænt á heimavelli fyrir Empoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Inter hafði unnið síðustu 9 deildarleiki sína gegn Empoli en tókst ekki að bæta þeim tíunda við, lokatölur á San Siro 0-1.

Kristian Nökkvi lagði upp í tapi

Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins.

Norð­menn og Danir hirtu topp­sætin: Átta liða úr­slitin klár

Síðustu leikjunum í milliriðlum HM í handbolta er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjum dagsins þá tók Noregur toppsætið milliriðli III með sigri á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Sama má segja um Danmörku sem vann öruggan sigur á Egyptalandi í slagnum um toppsætið í milliriðli IV.

Mynd­band: Frá­bær stoð­sending Alberts

Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í mikilvægum 2-1 sigri liðsins á Benevento í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Markið kom eftir frábært spil leikmanna Genoa og hefur félagið nú birt myndband af markinu á samfélagsmiðlum sínum.

Topp­liðið kaupir Kiwi­or frá Spezia

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefur fest kaup á varnarmanninum Jakub Kiwior, samherja Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia. Sá er pólskur landsliðsmaður og kostar Arsenal 20 milljónir punda, rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.

Króatía keyrði yfir Bar­ein í síðari hálf­leik

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein léku einkar vel í fyrri hálfleik gegn Króatíu í síðasta leik liðanna í milliriðli IV á HM í handbolta. Í síðari hálfleik reyndist Króatía mun sterkari aðilinn og vann á endanum 11 marka sigur, lokatölur 43-32.

Fabrizio Roma­no tjáir sig um vista­skipti Dags Dan

Fyrr í dag var greint frá því að Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, væri á leið til Orlando City í MLS-deildinni. Nú hefur hinn tilkynningaóði blaðamaður Fabrizio Romano tjáð sig um möguleg vistaskipti Dags Dan.

Frank Lampard rekinn frá Everton

Everton hefur rekið Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Hann skilur við það í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Segir Antony kraftlausan og hann komist aldrei framhjá neinum

Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af frammistöðu Antonys í tapi liðsins fyrir Arsenal, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ferdinand finnst Brassinn vera kraftlítill og finnst hann aldrei leika á varnarmanninn sem mætir honum.

Ekki boð­legt fyrir lands­liðs­þjálfara Ís­lands

Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg.

Dagur á leið í sólina í Orlando

Dagur Dan Þórhallsson er á leið til Orlando City sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.

„Verður ekki betra en þetta“

„Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

„Ó­trú­leg von­brigði að hafa ekki náð lengra“

„Góð tilfinning að vinna í dag. Við vissum svo sem fyrir leik að við værum á leiðinni heim og það var ekkert að fara breytast,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir fjögurra marka sigur Íslands á Brasilíu fyrr í kvöld.

Skýrsla Stefáns: Átján skelfilegum mínútum frá þessu

Það lá fyrir að Ísland myndi ekki komast í 8-liða úrslitin fyrir leikinn gegn Brasilíu. Lokaleikurinn í milliriðlinum og aðeins undir í hvaða sæti liðið endar á mótinu. Það gæti skipt máli upp á að komast í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika.

Frakkar ó­sigraðir í átta liða úr­slit

Frakkland og Spánn mættust í toppslag milliriðils eitt á HM í handbolta. Frakkar unnu leikinn 28-26 og þar með riðilinn. Fyrir leik höfðu bæði lið unnið alla sína leiki á mótinu og því varð eitthvað undan að láta.

„Hund­fúlir að fara ekki lengra“

„Fyrir leikinn vissum við að við værum úr leik þannig að auðvitað vildum við enda þetta með sigri. Sérstaklega fyrir fólkið okkar í stúkunni sem er mætt að horfa á, og hvetja, okkur. Það er stuðningurinn sem stendur upp úr á þessu móti,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands í síðasta leik milliriðils á HM í handbolta.

„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“

Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum.

Sjá næstu 50 fréttir