Fleiri fréttir

Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart

Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum

Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu

Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR.

Helena: Þetta eru frábærar fréttir

"Mér finnst frábært að við séum að taka þátt aftur,“ segir Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins um það að íslenska kvennalandsliðið í körfubolta sé á leiðinni í Evrópukeppnina næsta haust.

Fékk 12,4 milljóna sekt fyrir að blóta

Rex Ryan, þjálfari New York Jets, í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum missti út úr sér miður falleg orð fyrir framan sjónvarpsvélarnar í leik á dögunum og það kostar hann væna sekt.

Kona í keppni við Van Persie, Zlatan og Diego Costa

Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt.

Patrekur: Þarf að finna menn sem eru ekki farþegar

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna á Akureyri þegar liðið tapaði með sjö marka mun fyrir liði Akureyrar í 11. umferð Olís-deildar karla.

LeBron og Lillard valdir bestir í vikunni í NBA | Myndbönd

LeBron James, framherji Cleveland Cavaliers, og Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron var valinn bestur í Austurdeildinni en Lillard var valinn bestur í Vesturdeildinni.

Fyrsta tapið á heimavelli hjá lærisveinum Craig

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta og þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Svendborg Rabbits, þurfti að horfa upp á sína menn tapa fyrsta heimaleik tímabilsins í kvöld.

Sextán Króatar enduðu í steininum | Myndband

Ítalska lögreglan handtók alls sextán Króata á leik Ítalíu og Króatíu í undankeppni EM í gær en leikurinn fór fram á San Siro í Mílanó. Dómari leiksins þurfti að gera tvö hlé á leiknum vegna óláta króatísku áhorfendanna sem enduðu síðan margir á bak við lás og slá.

Vill að lönd Evrópu sniðgangi næsta HM

Fyrrum formaður enska knattspyrnusambandsins, David Bernstein, vill að lönd í Evrópu taki höndum saman svo hægt verði að þvinga fram breytingar hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Rúnar vill semja við Pálma Rafn

Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari, hefur beðið stjórn félagsins um að gera nýjan samning við Húsvíkinginn Pálma Rafn Pálmason.

Bað Gumma Ben um að halda kjafti

Guðmundur Benediktsson lýsti leik Tékklands og Íslands í undankeppni EM í gærkvöldi. Heimamenn unnu 2-1 en sigurmarkið var sjálfsmark Hannesar Þórs Halldórssonar.

Ferguson skoðar skammarkrókinn fyrir UEFA

Evrópska knattspyrnusambandið íhugar að vísa mönnum af velli í skamman tíma og fer fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United fyrir nefndinni sem skoðar þann möguleika.

Cech: Ég gerði mistök í markinu

Markvörður Tékklands segir íslenska liðið hafa verið erfitt að brjóta á bak aftur og er hæstánægður með sigurinn.

Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina

Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum.

Klaufabárðar í Tékklandi

Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í Plzen í Tékklandi í gærkvöldi en það var ekki bara klaufalegt sjálfsmark Jóns Daða Böðvarssonar sem varð strákunum að falli í Plzen.

Sjá næstu 50 fréttir