Fleiri fréttir

Í myrkvuðu herbergi í marga daga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í gær 23 manna hóp sinn fyrir Algarve-mótið í næsta mánuði. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er í hópnum þrátt fyrir að hafa eytt síðustu dögum á sjúkrahúsi í Noregi.

Moyes: Fellaini þarf að taka upp hugarfar Messi

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir stjörnuleikmann sinn Marouane Fellaini fá ekki nægjanlega vörn inn á vellinum en að belgíski miðjumaðurinn verði að bregðast við því með því að nálgast leikinn eins og Lionel Messi hjá Barcelona.

Mörkin mikilvægu hjá Gylfa og Bale

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham í kvöld þegar hann jafnaði metin í 2-2 í 3-2 sigri liðsins á West Ham á Upton Park. Tottenham komst upp í þriðja sætið með þessum sigri en sigurmark Gareth Bale var af betri gerðinni.

Tiger og Elin saman á ný

Skilnaður Tiger Woods og Elin Nordegren var ansi hávaðamikill og lítið hefur heyrst af samskiptum þeirra síðan Elin lét sig hverfa með hvelli árið 2009.

Ekkert gengur hjá Birki og félögum í Pescara

Pescara fór stigalaust frá Róm í kvöld eftir 2-0 tap á móti Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Pescara. Lazio skoraði bæði mörkin sín með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Villas-Boas: Bale er hrikalegur

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Tottenham, var að sjálfsögðu afar ánægður eftir 3-2 sigur Tottenham á West Ham í kvöld en varamaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Gareth Bale tryggðu liðinu sigur eftir að West Ham komst yfir á lokakafla leiksins. Sigurmark Bale var glæsilegt.

Bale: Þetta snýst ekki um mig

Gareth Bale er gjörsamlega óstöðvandi þessa dagana og hann var kátur eftir að hafa tryggt Tottenham 3-2 sigur á West Ham á Upton Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bale hefur skoraði sex mörk í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Stólarnir skríða upp töfluna - unnu Snæfell í kvöld

Tindastóll vann mikilvægan tveggja stiga sigur á Snæfelli, 81-79 í Dominosdeild karla í körfubolta í kvöld en sigurinn losar liðið ekki bara við mesta falldrauginn heldur kom liðinu fyrir alvöru inn í baráttuna um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Skallagrímsmenn enduðu sigurgöngu Keflavíkur

Sjö leikja sigurganga Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta endaði í kvöld þegar Skallagrímur vann sjö stiga sigur á Keflvíkingum, 75-68. Það hefur lítið gengið hjá Skallagrími að undanförnu en Borgnesingar voru frábærir í Fjósinu í kvöld.

Gylfi og Bale komu Tottenham upp í 3. sætið

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham þegar liðið vann 3-2 sigur á West Ham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Upton Park í kvöld. Gareth Bale skoraði tvö mörk fyrir Tottenham þar á meðal frábært sigurmark í blálokin.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 13-16

Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23

ÍR-ingar unnu tveggja marka sigur á Val í Austurbergi í kvöld, 25-23, í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta og stigu með því mikilvægt skref í átta að sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn eru áfram í botnsæti deildarinnar.

Messan: Missir Chelsea af Meistaradeildarsæti?

Guðmundur Bendiktsson og Hjörvar Hafliðason tóku Chelsea fyrir í Sunnudagsmessunni í gær. Chelsea tapaði 0-2 á móti Manchester City á sunnudaginn og hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri – FH 29-24 | Sigurganga FH á enda

Akureyringar enduðu átta leikja sigurgöngu FH-inga í deildinni með því að vinna fimm marka sigur á FH, 29-24, í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur Norðanmanna síðan í nóvember.

Stuðningsmenn Man. Utd líkja Carrick við Scholes

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Man. Utd er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Þeir sungu um helgina söngva þar sem þeir líktu Carrick við goðsögnina Paul Scholes.

Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook

Veiðivísir er nú orðinn sýnilegri. Búið er að setja hnapp efst á forsíðu Vísis og með einum smelli komast menn beint inn á Veiðivísi. Þá er Veiðivísir einnig kominn með sína eigin Facebook-síðu.

Leikmenn Völsungs mokuðu snjóinn af vellinum

Þó svo það sé nánast farið að vora á höfuðborgarsvæðinu er enn snjór víða um land. Þar á meðal á Húsavík en menn þar á bæ ætla engu að síður að hefja æfingar utandyra fljótlega.

Sögulegt hjá Patrick

Kappaksturskonan Danica Patrick náði sögulegum áfanga í Daytona 500-kappakstrinum um helgina. Hún byrjaði fremst en endaði í áttunda sæti.

Ólafur orðinn formaður FEGGA

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, tók um helgina við sem formaður FEGGA. Ólafur hefur verið varaformaður samtakanna síðustu tvö ár.

Wenger setur stefnuna á annað sætið

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki af baki dottinn þó svo allt stefni í að félagið standi uppi með tvær hendur tómar í lok tímabilsins.

FH stefnir á riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er í áhugaverðu viðtali við stuðningsmannasíðu FH-inga, fhingar.net. Jón Rúnar var á dögunum endurkjörinn formaður deildarinnar.

Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍR 85-67

KR-ingar unnu í kvöld öruggan 18 stiga sigur á ÍR-ingum í Dominos deild karla. Eftir jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar settu heimamenn í gír í öðrum leikhluta og héldu öruggu forskoti út leikinn.

Oklahoma vill semja við Fisher

NBA-ferli hins 38 ára gamla Derek Fisher er ekki lokið en Oklahoma Thunder vill fá hann til sín á nýjan leik og eru samningaviðræður í gangi.

Beckham ánægður með fyrsta leikinn

David Beckham lék sinn fyrsta leik fyrir PSG í gær er hann spilaði síðustu sextán mínútur leiksins gegn Marseille. PSG vann leikinn 2-0.

Veifuðu banönum að Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður AC Milan, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter er Mílanóliðin áttust við í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum.

Wilshere: Tímabilinu er ekki lokið

Þó svo Arsenal sé svo gott sem úr leik í öllum keppnum í vetur segir miðjumaður liðsins, Jack Wilshere, að tímabilinu sé ekki lokið.

Þórir: Stefnan að komast til Kölnar

Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Vive Targi Kielce voru þeir einu sem komust í gegnum riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 100 prósenta árangur. Þóri og fjölskyldu hans líður vel í Póllandi.

Júlían: Langaði að prófa þessa þyngd

Júlían J. K. Jóhannsson náði ekki að tryggja sér Norðurlandsmeistaratitil unglinga í kraftlyftingum, þrátt fyrir að hann hafi bætt sinn besta árangur í bekkpressu og réttstöðulyftu. Hann klikkaði í hnébeygjunni.

Sigur í fyrsta leik Beckham

PSG endurheimti þriggja stiga forystu á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Marseille í kvöld.

Berlínarrefirnir unnu án Dags

Dagur Sigurðsson gat ekki stýrt sínum mönnum í Füchse Berlin er liðið hafði betur gegn Pick Szeged, 29-24, í Meistaradeild Evrópu í dag.

Laudrup: Spiluðum frábærlega

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, er mjög stoltur af sínu liði sem varð deildarbikarmeistari í dag. Liðið lagði Bradford 5-0.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 104-82

Stjörnumenn unnu góðan heimasigur gegn Grindavík í Dominos-deild karla í Ásgarði í kvöld, 104-82. Stjörnumenn voru frábærir í þriðja leikhluta þar sem þeir náðu mest 22ja stiga forystu.

Sjá næstu 50 fréttir